Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 38
38 MENNTIJN. Lundi komu út Riddararímur frá 15. öld, Filipórímur, Her- burtsrímur og Konráðsrímur keisarasonar, og er það allvel vönduð útgáfa: meginmálið er að sönnu víða augsýnilega af- bakað, en allur hinn merkasti orðamunur er tekinn upp neðan- máls, svo að það er auðgjört að leiðrjetta það eptir því. í for- málanum eru ýmsar athugasemdir um braga' hát.tu á rímum og myndun þeirra, og braglýti þau, sem á rímum þessum eru, og er það mjög óljóst, og sumt algjörlega rangt, og er auðsjeð af því, að útgefandinn (Th. Visén) er ófróður í íslenzkum rímna- kveðskap. Möbius í Kiel gaf og út ágæta og mjög vandaða útgáfu af Háttatali Snorra Sturlusonar, með nákvæmum skýr- ingum. Svo kom og út Elissaga og Rósanmndu, útg. af Evgen Kölbing, með þýzkri útleggingu; svo gaf og W. H. Carpenter, er hjer var veturinn áður að læra íslenzku, út Nikolásardrápu Halls prests í Halle, og ávann sjer fyrir það doktors nafnbót. Útgáfa drápu þessarar er mjög ófullkomin, einkum orðasafn það, er með henni er. Ar þetta hefi r því verið harðærisár í bókmenntalegum efn- um, en þegar harðæri og óáran kemur upp, er við því að bú- ast að menn gjörist ófúsir að kaupa mikið af bókum, en til lítils er að prenta ef engir verða til að kaupa. Úá ganga helzt út ódýr smákver, en því miður eru þau þá optast líka ónýt. J>á er að minnast á aðgjörðir fornleifafjelagsins. A þessu ári kóm út Árbók þess, hin fyrsta fyrir 1880—1881, og voru þar í greinilegar skýrslur um rannsóknir Sigurðar fornfræðings Vigfússonar á þingvelli, lögbergi og hjeruðunum þar í kring. Sömuleiðis var og skýrsla um fund og uppgröpt lilóthússins mikla á J>yrli í Hvalfirði, og í sambandi við það skoðun og rannsókn á Geirshólmi, og öðrum örnefnum í sögu Harðar Grímkelssonar. |>ar var og ritgjörð um hof og blótsiðu í forn- öld og var henni þá eigi lokið; er það ein hin bezta ritgjörð, er samin hefur verið um það efni að minni vitund. Allt þetta hefur ritað Sigurður Vigfússon. Auk þess var ýmislegt smá- vegis í Arbók þessa árs; fylgdu henni uppdrættir góðir af Júng- velli, sem eru miklu rjettari en uppdrættij Sigurðar Guðmunds- sonar í Alþingisstað hinum forna, svo og af grunni blótliússins á þyrli. Arið 1880 rannsakaði hann þessa staði, sem hjer er

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.