Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 41
MENNTUN.
41
fram í henni hina óbifanlegu sannleiksást, sannfæringu, prek
og rjettlætistilfi nningu Jóns Sigurðssonar, haráttu hans fyrir
frelsi og sjálfsforræði íslendinga, kapp pað, sem hann lagði á,
að losa um öll óstjórnar- og ófrelsisbönd sem lágu pyngst á oss,
t. d. í verzlunarmálum, og m. fl. Enn fremur, að hann hefði
lagt alla stund á að kenna íslendingum að kannast við sjálfa
sig sem menn, sem pjóð, og vekja pá af peim drunga og dauða-
svefni aðgjörðaleysis og ódugnaðar, er peir hefði sjálfir svæft
sig. Svo tók hann og fram aðgjörðir hans að pví er snertir
sögu íslands á öllum tímum, og pekkingu hans á högum
pess, hæði á fyrri og síðari tímum. Síðast minntist hann
skyldu landsmanna við hann á hina hliðina, og gat pess
hve peir hefði nú fagurlega minnzt hennar með pví, að reisa
honum laglegan bautastein, sem hjer væri að sjá, og 1 peim
svifum var steinninn sviptur blæjunni, og var honum fagnað
með drynjandi lúðrapyt. Að endaðri ræðunni var sungið kvæði
er Benidikt Gröndal hafði orkt. þaðan gengu meðlimir bók-
menntafjelagsins til pinghússins, og hjelt Jón |>orkelsson, rektor
lærða skólans, fróðlegan fyrirlestur um vísindalega starfsemi
Jóns Sigurðssonar. Minnisvarðinn er pannig, að fyrst er fót-
stallur, er myndar 3 rið af granitsteinaröðum; ofan á peim stalli
er steinn ferstrendur, 13 puml. á hæð, 1 al. 15 '/* puml. á
breidd en 1 al. 4 puml. á pykkt. A honum hvílir annar steinn,
23 puml. á hæð, 1l/* al. á breidd, en 1 alin á pykkt. Ahon-
um hvílir aðalsteinninn; er hann 4 álnir á hæð, 1 alin og 6
puml. á breidd og 18 puml. á pykkt að neðanverðu, en dregst
nokkuð upp, og endar í burstmynduðum toppi. Framan á hon-
um er greypt inn bronceplata, og er á henni andlitsmynd Jóns
í lágskurði. Yfir myndinni er gylt stjarna, en undir henni
stendur með gyltu letri: «JÓN SIGUEÐSSON» og litlu neðar
pessi orð: «Stein penna reistu landar hans 1881». Auk pess
er við minnisvarðan marmarahella með nöfnum peirra hjóna,
fæðingardögum og dánardögum. Alls er minnisvarði pessi hinn
veglegasti.