Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 27
/ÍRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
27
við hann að verzla, en við árslokin áttu þó allmargir mikið fje
inni í verzlun hans, sem þeir gátu þá eigi fengið að sinni.
Siglingar til landsins gengu eigi svo greiðlega, og ollu því
hafíslögin um vorið fyrir Norðurlandi. Urðu þau því sein til
hafna sem von var að; þó fórust engin skip afhafíss völdum svo
kunnugt sje. í septembermánuði fórust þrjú útlend kaupskip
fyrir Suðuvlandi. Föstudaginn 9. september sleit upp í ofsa-
veðri af útsuðri skip eitt á Keflavík er «Dragsholm» nefndist,
eign Knudtzons verzlunar þar ; rak það upp á kletta og möl-
brotnaði og sökk síðan, og varð litlu sem engu bjargað. Menn
allir komust af. Sömu nóttina strandaði og við Eeykjavík
»Nikoline», eign Brydes verzlunar, og brotnaði, en mennirn-
ir komust og af. Þann 28. s. m. bar og skip upp á sker við
Stafnes fyrir sunnan, er var alfermt kolum til konsuls M.
Smiths í Reykjavík; það var mikið. skip, um 400 tonnar. Síð-
an sökk það þar, og sá lengi á siglutoppana, og varð aldrei
neinu af því bjargað. Mennirnir komust allir af. f’á fórst um
haustið í miðjum október norskt gufuskip á Þistilfirði; það
hjet «Bravo», og var í förum fyrir síldveiðafjelögin eystra.
Hafði svo staðið á, að það laskaðist einhvern veginn lítillega svo
að vatn hljóp inn í vélarrúmið, og varð svo skjótt til umskipt-
anna, að skipið sökk þegar nær á svipstundu Skipverjar þutu
í dauðans ofboði út í bátana, en gættu sín eigi nógu vel, svo
að þeir urðu ofhlaðnir og hvelfdi, og fórust þar flestir af þeim.
Var þetta þó skammt eitt frá landi. Meðal þeirra, er drukkn-
uðu, voru tveir íslenzkir menn, en eigi vitum vjer nöfn á þeim.
En auk þessara skipaslysa er hjer vert að segja nákvæmar
frá afdrifum miðsvetrarferðarinnar, er hingað var ætluð sam-
kvæmt samningi ráðgjafa og gufuskipafjelagsins árinu áður.
þegar póstskipið — Phönix — var komið hjer undir land og
fyrir Keykjanes, hreppti það hið ofsalega norðanveður, sem
skall á aðfaranótt hins 29. janúar; frostið var svo mikið, að
allt sjórok, sem bar yfir skipið, fraus þegar og urðu því kaðlar,
reiði og allt þilfar að einum bunka; samt var skipinn allt af
haldið upp í vindinn. Loksins þann 31., kl. 1 '/* e. m. strand-
aði það á skerjuin fram undan Skógarnesi í Miklaholtshreppi
í Snæfellsnessýslu; voru þá skipverjar allir mjög þrekaðir orðnir
og nær aðfram komnir af kulda og kali. Þó gátu þeir kom-