Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 2
2 Sigurður Vigfússon hafði sent þetta hvíta efni frá Bergþórshvoli í fjórum gler-krukkum, sem jeg veitti móttöku. Var sitt númerið á hverri krukkunni bæði að utan og innan undir lokinu. Rann- sóknin hófst í árs byrjun 1886 og var að mestu lokið tveim mán- uðum síðar. f>að sem upplýst varð um hina kemisku samsetningu efnisins, var samt sem áður eigi nægilegt til þess, að af því einu yrði ráðið með nokkurri vissu, hvort væri hið upprunalega eðli og ásigkomulag hins hvíta efnis. Hin kemiska samsetning benti að vísu á, að efnið hlyti að vera af organiskum uppruna, en þar sem megnið af efninu, eins og það nú kom fyrir sjónir, var þó óorgan- iskt, lá næst að ætla, að það væri leifar af organisku efni, þar sem hinir einkennilegustu og helztu partar, það er að segja, þeir hinir organisku partar, er sízt halda sjer, hefðu að engu orðið við það, að liggja lengi í jörðu. í hvíta efninu var þannig tiltölulega lítið eptir af organiskum efnum, og það lítið, sem eptir var, var auðsjá- anlega svo breytt og ummyndað, að eigi varð ráðið af hinni núver- andi kemisku samsetningu þess með neinni vissu, hvernig það efni hafi verið á sig komið, sem það upprunalega heyrði til. þ>að skipti því mestu, að finna einhver þau einkenni á samsetningu hinna óorg- anisku leifa, sem gætu gefið sennilegar líkur um ásigkomulag þess efnis, sem leifarnar hefðu heyrt til í fyrstu; það segir sig sjálft, að þær rannsóknir hvíta efnisins, sem að þessu lutu, voru langerfið- astar viðfangs, og hlutu að taka lengri tíma, en fyrir varð sjeð í byrjuninni. Khöfn 9. janúar 1887. V. Storch. Rannsókn hvíta efnisins. Eptir því sem Sigurður Vigfússon segir frá í brjefi því, er fyr var nefnt, fann hann hvíta efnið, er hann ljet grafa niður á þeim stað, sem sagt er að skáli Njáls hafi staðið. Nú standa þar gömul bæjarhús, og var því örðugt að komast þar að. Efst var moldar- lag þriggja álna þykkt, þar undir var öskulag um tvær álnir á þykkt. Djúpt niðri í þessu öskulagi var hvíta efnið, og mest allt á einum stað. J>eir molarnir, sem voru í krukkunum nr. 1, 2 og 4, voru teknir upp 1883; það sem var í krukkunni nr. 3 var tekið upp 1885. Sigurður Vigfússon gat þess, að stykkið í krukkunni nr. 1 hefði verið þjettara og rakara, þegar það var tekið upp, og ekki eins holótt og þurt eins og þegar hann sendi það. Molarnir í krukkunni nr. 2 sýndust líka hafa breyzt nokkuð síðan þeir voru teknir upp; svo var að sjá, sem molarnir i nr 2 og 3 væru sama efnis sem molinn í nr. 1. í krukkunni nr. 4 var dökkleitt efni, og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.