Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 6
6 enginn efi á því, að mikill hluti brennanlegu efnanna sje organisk efni; þau innihalda nefnilega kolefni, og sviðna í eldi; auk þess er í þeim mjög mikið af köfnunarefni. Allt köfnunarefnið í hvíta efninu í krukkunum nr. 1., 2 og 3 hlýtur að vera í organiskum samböndum, því að þegar dálítið af efninu í hverri krukku fyrir sig var soðið i upplausn af barythydrati, eða i nokkurn veginn sterkri upplausn af natronhydrati varð ekki sjeð að ammóníak kæmi fram. f>egar farið var eins með dálítið úr krukkunni nr. 4, mynd- aðist aptur á móti nokkuð ammóníak. Salpjetursýra var ekki í neinu stykkinu. f>egar hellt var þynntri salpjetursýru eða saltsýru á hvíta efnið, og það var látið standa um hríð í stofuhita, uppleystist hvíta efnið að mestu leyti í öllum stykkjunum, en í engu algjörlega. f>essi afgangur hjekk allur saman og var seigur, nokkuð teygjan- legur (elastisk) og líkur hlaupi og hafði farið saman við hann sandur og annað þess konar úr öskunni, sem hvita efnið lá í, og þar á meðal mikið af fallega löguðum diatómeum. Mjer tókst að ná dálitlu stykki af þessu efni úr molunum í krukkunum nr. 1, 2 og 3 að mestu leyti hreinu; þegar jeg skoðaði það í stækkunar- gleri. sá jeg að það var likt að allri gerð hvíta efninu, sem það var tekið úr. J>að var holótt, og holurnar eins að lögun og stærð og í hvíta efninu. Myndin 6 á spjaldinu II sýnir ljósmynd af þessu efni úr stykkinu i krukkunni nr. 1. Myndin er stækkuð 20 sinnum. Áður en jeg tók myndina litaði jeg efnið með joði, til þess að myndin yrði skírari, Holurnar sjást greinilega eins og stærri og minni hvítir blettir, og eru þeir þá mynd af nokkrum af minni holunum í hvíta efninu sem þetta var tekið úr. f>etta samloðandi efni var organiskt, sviðnaði í miklum hita og lagði þá af því alkaliska gutu. f>egar askan var ekki með talin, var í því rúmlega 10°/0 af köfnunarefni. f>egar jeg ljet það standa á þurrum stað og þorna, dró það sig mjög saman og varð hart eins og horn, í vatni þrútnaði það aptur og varð mjúkt og teygjanlegt eins og fyr. í stækkunargleri mátti sjá í því mikið af brúnum, liðuðum sveppþrdðum úr einni tegund af kjarnasveppum (Pyrenomycetum)j þeir voru hingað og þangað um allt efnið, en þó mest i nánd við holurnar, að því er hægt var að sjá, Svepp- irnir voru fyrir löngu undir lok liðnir, en þræðirnir voru vottur um líf, sem hjer hafði átt sjer stað fyrir löngu síðan. Myndin 7 á spjaldinu II sýnir Ijósmynd af þessu organiska efni ólituðu, þrjá- tíu og fimm sinnum stækkað ; þar sem myndin er dökk, má sjá nokkurn veginn greinilega fín svört strik; það eru myndir af sveppþráðunum ; ef vel er að gætt, sjást þessi svörtu strik al- 1) B. Rostrup, kennari við búnaðarháskólann danska, hefir sýnt mjer þá velvild, að rannsaka sveppina í hvíta efninu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.