Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 17
jeg hafði látið skyrið standa um hríð í skápnum, gjörðist það brúnt á lit, stökkt og varð eins og frauð, og holurnar voru eggmynd- aðar eins og í hvíta efninu í krukkunni nr. 1. Sje venjulegur ost- ur þurkaður á sama hátt, bráðnar hann og verður fyrst seigur, en síðan fer úr honum allt vatn, ef hitinn er rúmar ioo° C, og verður hann þá loksins stökkur og nokkuð holóttur, en holurnar eru með öðru móti en þær sem fram koma í skyri, þegar það er þurkað. Hinar einkennilegu eggmynduðu holur virðast því vera bundnar við visst ástand ostefnisins, liklega koma þær helzt fram, þegar sýra hefir gjört ostefnið seigt og samloðandi. f egar ostefnið í skyrinu er þurkað, eins og fyr var sagt, þá er það lítt leysanlegt í vatni; fitan í og umhverfis hið þurkaða ost- efni hlifir því auðvitað líka fyrir áhrifum vatnsins. Ef farið er ept- ir skyrrannsókninni hjer að framan, má reikna út, að í þurkuðu skyri sje rúmlega 17 af hundraði fita. í hvíta efninu var enginn vottur um fitu, og hlýtur þvi fitan að hafa sunduriiðazt og horfið við það að efnið lá í jörðu. Eðlilegt er að sveppir og bakteríur hafi lagzt á skyrið þar sem það lá í deigri jörð og ösku, því að holurnar í skyrinu hafa optast verið fullar af vatni og skyrið þann- ig orðið ágæt fæða fyrir sveppi. Sveppirnir hafa þegar tímar liðu fram með þráðcellum sínum vaxið inn í ostefnið, sem hefir verið orðið mjúkt af bleytu, og þróazt bezt við holurnar, sem full- ar voru af vatni (samanber lýsinguna hjer að framan, þar sem segir að hinar brúnu þráðcellur hafi helzt verið umhverfis holurnar í hvíta efninu, sjá myndina 7 á spjaldinu II). fessir sveppir hafa smátt og smátt sundurliðað ostefnið og eytt því. Að organisk efni úr skyrostefninu eru þó eptir í hvíta efninu, er eflaust því að þakka, að sveppir og bakteríur hafa ekki lengur getað lifað á leifunum, sökum þess hvernig þær voru samsettar að efnum til. En að nokkuð af skyrinu frá Bergpórshvoli hefir getað haldizt til þessa tíma er sjálfsagt leirjörðinni að þakka, hún hefir runn- ið inn í skyrið, uppleyst í vatninu, sem Ijek um það í jörð- inni, og sameinast fosforsýrunni í skyrinu. Ef fosforsýran hefði eigi sameinast leirjörð og þannig orðið að óleysanlegu sambandi, þá hefði varla neitt orðið eptir af hinum mínerölsku pörtum skyrsins í rústunum ; vjer verðum sem sje að hugsa eptir því, að í skyri er svo mikið af fosforsýru í samanburði við basisk efni, að hún hlýtur að vera þar sem súr sölt, en þau eru annaðhvort auð- leyst í vatni, eða þó ekki með öllu óleysanleg. Enn er eptir að gjöra grein fyrir því, hvort hvíta efnið úr krukkunni nr. 2, 3 og 4 sje einnig leifar af skyri eða ekki. Hol- urnar í þessum stykkjum voru minni en í stykkinu í krukkunni nr. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.