Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 7
7 íbúðar, þnð votta hlóðin og askan, sem Jón fann í austurstúkunni. Hann heyrði líka þá sögn, að einhvern tíma hefði þar búið einsetu karl, -er nefndur var Eiríkur rauði. Það sagði Jóni Sigurður bóndi á Eystri-Geld- ingalæk, fróður maður, og þá garnall, er Jón kom að Vestri-Geldingalæk. En þó að hlóðin og askan hafi verið eftir þennan Eirík, þá er varla lík- iegt, að frágangur á hellinum sjálfum hafi verið eftir hann. Eiríkur hefir hlotið að vera seinni alda maður, tyrst nafn hans var uppi í munnmælum; en það virðist mega ráða af gljáhúðinni, sem á berginu er í öllum heil- inum, að hann sé talsvert gamall. Og það er ekki laust við, að hið sér- kennilega við fráganginn, einkum t. d. götin, —• sem ekki er hægt að sjá, hvaða tilgang hafa haft — veki hjá manni þá hugmynd, að hellirinn hafi eitthvað steinaldarlegt við sig. Út í það fer eg samt ekki. En íleiri eru hellar í Rangárvaliasýslu, sem benda á forneskjuleg manna- verk, t. a. m. Rútshellir og margir fleiri. Væri vert að skoða þá og lýsa þeim. 6. Hellir á Ægisiðu. Vorið 1899 gróf Jón bóndi Guðmundsson á Ægisíðu upp gamlan helli, sem þar var við bæinn og að nokkuru ley'ti undir honum. Hann var nú ónotaður, en hafði á fyrri tíð auðsjáanlega verið hafður fyrir búr. Hann er gjör af mönnum, höggvinn út í móhellu, ekki allharða. I gólfi hans eru 3 holur hvorum megin, nógu stórar til þess að ker gítu staðið i þeim. Uppi yfir þeim eru skot úti í bergið, en hleinar ganga frarn milli þeirra. Inn í þær eru djúpar holur, að líkindum ætlaðar til þess, að í þeim stæði marar af tré, er búrhillan svo hefir legið á. I hellinum fann Jón bóndi steinsnúð. — Hann hefir hellinn nú fyrir hevhlöðu. 7. Forn skáli á Keldum. A Keldum á Rangárvöllum er enn til forn skáli frammi i bænum. Hann snýr frá austri til vesturs, en bærinn snýr móti suðri, og ganga bæjar- dyrnar inn í suðurhlið skálans. Er sá hluti hans, sem austur gengur frá dyrunum, nú notaður fyrir búr, en vesturhlutinn er hafður fyrir göng til stofu. Bæði búrið og göngin eru skilin frá bæjardyrunum með þili, þar á eru dyr, aðrar inn i göngin, hinar inn í búrið, hvorar móti öðrum, og eru bogamyndaðar að ofan. Bæjardyrnar eru 51 /4 al. á lengd, 3 ’/2 al. á vídd inn þangað, sem skálaþilin taka við, en milli þeirra er 4‘/2 al., sem er eiginlega hluti úr lengd skálans. Austurendi skálans, sem nú er búr, er 6 al. langur; en sá hluti, sem hafður er fyrir göng, er ú’/'a al. lang- ur. Hæð undir bita er 3 ah 10 rþumL, en lengd bita 6 al„ á þykt eru bitar nær 8 þuml. Undir endum þeirra eru stafir mjög digrir. Baktil að ofan eru greyptar í þá syllur, 10 þuml. breiðar, og nær 3 þuml. þykk-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.