Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 39
í höfðaletri, tilheyri því ekki upprunalega, heldur séu siðar komnar inn
í það.
Samkvæmt bendingu Sigurðar sál. málara hefir það vakað fyrir mér,
að af hinum tveim stafrófum, sem eg vil telja »typisk« fynr höfðaletrið,
muni hið smærra mega teljast frumstajróf, en hið stœrra hið Jullmyndaða
stajrój. Ekki þori eg samt að leggja verulega áherzlu á það, þar eð
stafmyndir þeirra beggja finnast á víð og dreif innan um aukamyndirnar
bæði á eldri og yngri hlutum. Raunar get eg ekki gert ráð fyrir, að
neitt af því höfðaletri, sem nú er til, sé mjög gamalt; bæði er það eðli-
legt, að hið elzta sé liðið undir lok, og svo mun rnega álíta hina latínu-
kynjuðu stafi fremur vott um yngri en eldri aldur hlutanna, sem þeir eru
á. ^Artal er mjög sjaldgæft á hlutum með höfðaletri, og hinir fáu, sem
eg hefi séð það á, eru einkum frá þessari öld, nokkurir að vísu frá sið-
ari hluta 17. aldar. Efa eg ekki, að ýmsir ártalslausir hlutir séu eldri.
Eigi er hægt að ákveða aldur hluta eftir því, hve vel þeir eru gerðir, þvi
af þeim, sem ártal hafa, má sjá, að nýrra verk er eigi ávalt betra; jafn-
gamlir hlutir, 'sinn eftir hvern mann, eru alveg ólíkir. Það sá eg hjá þeitn
samtíðarmönnum ntínum, er skáru höfðáletur, meðan eg reri út. — Nú
eru, því míður, flestir hættir þvi, hafa ekki tíma til þess. — Þess skal
geta, að i Forngripasafninu er rúmfjöl, sem sagt er að Hallgrímur Péturs-
'son hafi átt. A henni er vers tneðv höfðaletri, og er par að tniklu leyti
jylgt hinu stærra stafrófi. En hæpið er að byggja á sögninni um aldur
þeirrar fjalar. A henni er að vísu fangamarkið »H. P. S.« en þar er
iíka fangamarkið »G. O. D.«, sem ekki er fixngamark Guðríðar Símonar-
dóttur. Að útliti er fjölin fremur nýleg. Þykir mér hætt við. að staf-
irnir »H. P. S.« hafi vilt menn og þnnnig gefið tilefni til sagnarinnar. Og
yfir höfuð get eg eigi varist því,, að álíta stærra stafrófið nýlegra; að
minsta kosti er það viðhafnarmeira, þar sem það t. a. m. aðskilur »höf-
uðin« frá »leggjunum« með tvöföldum skurði. Það einkenni getur að
vísu verið yngra en stafrófið að öðru leyti. Og ef það er tilfellið, sem
dr. Jón Þorkelsson rektor heldur, að nafnið höjðaletur þýði sama sem
höfuðstafir = upphafsstafir = viðhafnarstafir, þá mætti draga þar af þá á-
lyktun, að stærra stafrófið sí upprunalegra. En þó má einnig segja, að
smærra stafrófið sé alls ekki viðhafnarlaust. Og útlitið bendir einmitt til,
að það liggi til grundvallar* fyrir hinu stærra. Það getur því verið Jrum
stajrófið eins fyrir þvi, þó ætlan dr. J. Þ. um nafnið sé rétt, — sem eg
fullyrði ekkert um. Eg hefi heyrt tvær aðrar getgátur um uppruna nafns-
íns, nfl. pd, er eg gat um í byrjun greinarinnar, að »höfuðin« á endum
»leggjanna«, sem einkenua þetta letur, hafi gefið tilefni til nafns þess,
og pd, að Höfði hafi heitið bærinn þar sem það var fundið upp eða sem
það útbreiddist frá ífyrstu. Enga sögu hefi eg þó heyrt, er staðfesti það.
Yfir höfuð hefi eg hjá engum, sem eg hefi náð að spyrja, getað fengið