Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 21
21 brott þaðan Saxa Alfvarinsson, Válasonar, ok bjó hann síðan at Hrauni hjá Saxahváli«. Bærinn Hraun »hjá Saxahváli« tnun vera Saxahvoll, sem nú er bygður, i daglegu tali er hann nú ávalt nefndur »Saxhóll«. Rústir hins forna Saxahváls eru svo sem stekkjarvegi norðar. Er þar talsvert graslendissvæði milli fjalls og hrauns Heíir það hraun komið úr Ond- verðanesshóluin, og mun vera það, sem Lndn. kallar Neshraun. Rúsdrn- ar eru tvær saman, báðar miklar ummáls, en svo ógiöggar, að eg gat ekki með vissu ákveðið, hvor er bæjarrústin, eða hvor er fjóss- og hcystæðis- rústin. Fleiri smárústir eru þar, enn óglöggari, og fornar girðingar eru urn kring. Hefir túnið, eða hið umgirta land, verið all-viðlent. Skamt þaðan er í hraunbrúninni gömul fjárborg af grjóti og girðingarbrot hjá (nátthagi ?); en það mun vera yngra og hafa verið notað frá bænum sem nú er bygður, eftir að hann var einn orðinn. A örnefnið »Kornahaugur« kunni enginn að vísa. Beruvík. Beruvíkurhraun, sem Lndn. nefnir, er án efa hin ný- lega hraunkvísl fyrir sunnan Hólahóla, er gengur að sjó báðumegin Dritvíkur. Er langur spölur suður þangað frá Beruvíkur-bæjunum. Nafnið Beruvik bendir til þess, að þar hafi búið kona, er Bera hét. Nú er nafn- ið ávalt borið fram: »Bervik« í daglegu tali. Sagnir eru þar um Beru. Bygð hennar er sýnd upp undir fjallinu, gildurn stekkjarvegi fyrir ofan Beruvíkur-bæina. Þar eru viðir grasvellir og sjást þar rústir, fornlegar og óglöggar, einnig er þar túngirðing allvíð. Skamt suður þaðan er önnur rúst og túngirðing. Þar heita Austmannsstaðir. Er sagt, að Bera hafi gef- ið austmanni sinum þar land. Þar niður frá eru hólar þeir, er bærinn Hólahólar hafði nafn af. Þeir eru forn eldvörp. I einum þeiria er gíg- ur allviður með hamrabarmi í kring nerna að norðanverðu, þar er enginn barmur. Alt er þar grasgróið og gígurinn orðinn að dal I þeim dal er sagt að Bera hafi kosið sér legstað og sagt, að hún vildi eigi að sól né tungl næði að skína á leiði sitt. Hefir leiðí Beru verið sýnt í dalnum til skamms tíma. En »móða«, sem gengur ofan litlu norðar, hefir fyrir fám árum hlaupið í dalinn og fylt hann af skriðu, svo leiðið sést nú eigi lengur. — Bærinn Hólahólar hefir nú verið í eyði um 20 ár. Virðist þar þó tún grasgefið og sauðfjárhagar góðir. En sjávarafli hefir mjög brugð- ist vestan á og sunnan á nesinu nú i niörg ár; hefir hið forna afgjald þá orðið of vaxið. Nafnið »Hólahólar« er einkennilegt, líkt og »Staðastað- ur«. Er óvíst, hvernig slík tvítekning hefir upp komið. 11. Ýmislegt í landnámi Sigmundar Ketilssonar. o o Dritvík. Þess er fyr getið, að hraunkvísl sú, sem Lndn. nefnir Beruvíkurhraun, gengur í sjó fram báðumegin Dritvíkur, og er vikin

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.