Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 22
22 ekki annað en klofningur eða skora inn í hraunið. Nú er hraunið kallað Járnbarði. Fyrir norðan Dritvík heitir það Norðurbarði, og er hann eitt- hvert 1 jótastn hraun, sem eg hefi séð. Fyrir sunnan hana heitir Suðurbarði; hann er lægri og með gras-sverði. Víkin er eigi stór; gengur sjávarkamp- ur yfir hana þvera, en litið lón fyrir innan hann. Þangað hefir sjór náð áður. Þar hafa síðustu verbúðirnar verið í brekkunni upp frá lóninu; eru þar tóftirnar, og enn eigi fullgrónar. Svo skamt er síðan þar var útræði. Sagt er, að fyrrurn hafi sjóbúðir verið framrni á kampinum, svo rnargar, að hver var við aðra yfir um þvera víkina. Engar sjást þar þó rústir nú og og hefir sjór tekið þær burt. Mjög mun vera brimasamt sunnan til í víkinni, þvi þar er hún fyrir opnurn sjó, en norðan til gengur klettaskagj frarn fyrir hana, og er svo gott skjól að honum, að þar rnundi óbrigðul þrautalending, ef eigi væri þar sker fyrir, sem hættulegt getur verið. En hægt virðist að sprengja það burt. Þá er Páll Melsteð (yngri) var settur sýslumaður í Snæfellssýslu, bauð hann landsstjórninni að láta sprengja burt skerið gegn dálitlum fjárstyrk; og er líklegt, að, ef það boð hefðiver- ið þegið, þá væri enn útræði í Dritvik. Mjög er rnikið af gömlum fiski- görðurn (til harðfisks-þurkunar) kringum víkina í hrauninu. -Uppi á suð- urbarðanum hafa sjómenn haft skemtanir sínar. Þar hafa þeir t. d. gjört sér völundarhús. Raunar er það ekkert hús, helduf nífaldur hringur af smásteinum utan um dálitla byggingu, sem er í miðjunni. Er að sjá sem vandinn hafi verið að fara rétt inn þangað. Inngangurinn er orðinn nokkuð óglöggur og ef til vill aflagaður. Eg bjó til uppdrátt af þessu völundarhúsi, eins og mér virtist það vera, og fylgir hann hér með. Djúpaión. Fyrir sunnan Suðurbarðann er önnur vik eða hraun- skora, lík Dritvík. Þar er einnig malarkambur yfir urn þvera vík og heitir hann Djúpalónssandur. En þar fyrir innan, i botni hraunskorunnar, eru 2 lón, djúp sem gjár, og eru það leifar af sjávarvík, sem þangað hefir náð fyrrurn. Því heitir hér Djúpalón. Aldrei kvað útræði hafa verið frá Djúpalónssandi. Þar er ekkert skjól fvrir brimi. Að eins eina vertíð er sagt að þaðan hafi gengið i skip, er Helgafellsklaustur átti. Stálu sjó- menn þá líki kerlingar, sem nýjörðuð var í Einarslónskirkjugarði, Og höfðu kjötið af því fyrir beitu. Þeir öfluðu rnjög vel. Hálfdrættingur var á skipinu, er eigi vildi nota beituna. Hann hét Sigurður. Næstu nótt fyrir lokadaginn dreymdi hann, að kerling kom til hans og kvað: Yerður á morgun skip skarða, skæður furðu tilburður. Farðu’ ekki’ á morgun forvarða, fnrða ber til, Sigurður! Að rnorgni lézt hann vera veikur. Þeír druknuðu þann dag. Rak þá alla upp í Draugahelli fyrir Norðan Dritvík. Þar gengu þeir aftur, kváðu þar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.