Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 23
23 og sungu lengi, en nú eru þeir þó steinþagnaðir fyrir löngu. Þessi saga er hér urn bil eins í Þjóðsögum Jóns Arnasonar; en eg tók hana samt, til gamans. Sá maður undir Jökli, sem sagði mér söguna, lagði engan trún- að á hana; og mun nú öll hjátrú útdauð þar, sem annarstaðar. Aflraunastallur. Skora eða klauf gengur upp úr botni víkurinn- ar, Djúpalóns, sunnanmegin við lónin. Er þar einkennileg hraunsteypu- myndun: bríkur og rennur með götum og stöllum ýmislega löguðum. Þar er aflraunastallur neðst i klaufinni. Það er stallur utan á háum drang og er nú nálægt manni i mjöðm á hæð; áður hefir hann verið hærri, því sjór gengur upp að honum í stórflóðum, og ber þangað sand. Hjá stall- inum liggja 3 aflraunasteinar Dritvíkur-sjómanna: Fullsterkur, Hálf- sterkur og Anflóði. Það eru sæbarðir blá-grýtis-hnöllungar, næstum hnölt- óttir. Eigi kann eg að ákveða stærð þeirra nákvæmlega. Þó hygg eg það fari eigi fjarri, að Fullsterkur sé tæpl. i'/í teningsfet, Hálfsterkurnál. 1 teningsfet, en Arnlóði '/2 teningsfet. Þrælavik 6r skamt norður frá Malarrifi, og ber enn það nafn. Mannafallsbrekkur heita afhallandi grasbrekkur út með víkinni að sunnan. Hár hóll er fyrir ofan brekkurnar innan til, og á honum hraunklettur- Sá hóll heitir Einarshóll, og á Lón-Einar að vera heygður á hólnum undir klettinum. Engin merki sjást þó til þess. Þúfubjörg. Fyrir austan tún á Malarrifi eru Lóndrangar. Þeir standa í sjávarmáli og gnæfa hátt yfir hraunið fyrir ofan. I þeirn er ekki hraungrýti, heldur eins konar stuðlaberg. Litlu austar hækkar ströndin, og eru þaðan af hamrar með sjónum langan veg austur. Vestast, næst Lón- dröngum, eru hamrarnir hæstir. Þar ganga hraunkvíslar næstum frarn á bergið, þó er þar grasjaðar upp á berginu undir hraunbrúninni og á ein- urn stað er þar sem örlitill mýrarblettur. Hjá honum er bæjarrúst. Sá bær hét Svalþúfa, og er hann fyrir iöngu korninn í eyði. Þessi hæsti hluti hamranna heitir Þúfubjörg, og hefir ef til vill nafn af bænuni. Laugarbekka m. m. Þegar nokkuð dregur austur eftir frá Sval- þúfu, verður þar hraunlaust svæði. A þvi hafa verið 3 bæir, sem fyrir svo að kalla fáum árum eru lagðir í eyði. Dagverðará er vestast, Mið- vellir i miðið og efst, en austast landnámsjörðin Laugarbrekka, sem lengi var kirkjustaður og prestsetur, og er ytir höfuð álitleg jörð. Hefir hún nú verið 12 ár í eyði og er kirkjan flutt til Hellna (Hellisvalla). Bæjar- rústin er i fögrum hvammi, sunnan og vestan undir holti því, er Hellna- bæirnir eru austan undir, og er skamt þar á rnilli. I suðvesturhorni Laugarbrekku-túnsins er flatur hóll með bergbrún éðrumegin, er hann

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.