Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 35
35 »Fram«. Af fylgiriti við Arbók fornleifafélagsins 1899 sést, að kapt. D. Bruun befir tekið eftir ýmsurn skekkjum á áttanöfnum, sem eiga stað hér á landi. Þar á meðal getur hann þess, bls. 11, að á Norðurlandi og Vest- urlandi sé orðið »fram« haft um stefnuna inn d dalbotninn, eða yfir höfuð inn í landið. Og svo hyggur hann, eins og von er til, að þessi venja nái yfir alt landið, og að það sé undantekning, að sú Aslákstunga í Þjórs- dal, sem nær er sjó, er kölluð »fremri«. En eg vil nú skýra þetta mál með því, að geta þess, að á Suðurlandi er þetta engin undantekning. Þar er orðið *jram* ávalt haft í hinni náttúrlegu merkingu sinni: s. s. til sjávar, tða: eins og vötnin renna, því þau renna hvarvetna fram. I hvaða merkingu orðið er haft á Austurlandi, veit eg ekki. Um leið vil eg taka það fram við lesendur Árbókarinnar, að hvar sem áttanöfn eða stefnutáknanir (eins og t. a m. fram) koma fyrir i einu eða öðru, sem eg hefi ritað, þá hefi eg ávalt haft hina náttúrlegu merk- ingu þeirra í huga: »fram« t. d. s. s. til sjávar, eða fil dyra, ef innan húss eða tóftar er. Verður að hafa þetta hugfast, til að komast hjá mis- skilningi. Br. J. 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.