Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 11
/II
blóta«. Og Eyrbyggja segir, kap. io: »Þar sér enn dómhring þann, er
menn vóru dæmdir i til blóts. í þeim hring stendur Þórs steinn«. Hér
ber þeim það á milli, Lndn. og Eb., að Lndn. segir, að Þórs steinn hafi
verið hjá dómhringnum, en Eb. segir, að hann hafi verið í honum. Sig-
urður Vigfússon rannsakaði hér 1889, lýsir hann þingstaðnum og getur
þess, að þar eru 3 nes og litlir vogar á milli, og telur hann búðatóftir
á þeim öllum. Vestasta nesið er stærst, þar er bærinn Þingvellir, og seg-
ir Arni Thorlacius í örnefnalýsingu sinni (Safn t. s. ísl. II. 294), að sagt
sé, að dómhringurinn hafi verið þar, sem bærinn er. Hyggur hann því
að þingið hafi verið háð þar. Samt gerir hann ráð fyrir því, að Þórs
steinn sé sá sami, sem enn er sýndur í mýrlendinu suður af austasta
nesinu Er þó nokkuð langt þangað frá Þingvalla-bænum Nokkuru nær
honum er mið-nesið; og ef dómhringurinn hefði verið þar, mátti fremur
segja, að Þórs steinn væri hjá honum, og þó væri það ekki nákvæmt. A
þessu nesi hafði um eina tíð verið kot, sem hét Þingvallatangi, en nú er
nesið kallað Húsnes. Nú er þar ein stór tóft yzt á odda nessins. S. V.
komst að þeirri niðurstöðu, að hér hefði þingið verið háð, og eg félst á
það, er eg skoðaði hér 1896. Austasta nesið er minst og tekur sig lítið
út; en þar er Þórs steinninn rétt hjá. Undrar mig það nú eftir á, að
engum okkar: A. Th., S. V. eða mér, skyldi verða það fyrir, að leita
dómhringsins á þessu nesi. En þetta hugkvæmdist þeim Collingwood og
Jóni Stefánssyni. Og eftir tilvisun hinnar ágætu bókar þeirra fór eg nú
þangað að leita hans Þar sjást yzt á nestánni glöggar leifar af hring-
myndaðri byggingu af grjóti. Líkist hún mjög dómhringnum í Arnesinu
(Árb. tornl.féi. 1894) bæði að lögun og stærð, en sá er munurinn, að
þessi hringur er allur niður hruninn, ber því mjög lítið á honum. Hefir
hann staðið svo tæpt á oddanum — ellegar sjór minkað oddann —, að
grjót hefir hrunið út af honum á 3 vegu; en á 4. veginn, þar er á land
upp veit, hefir hringuriun hrunið inn; þar myndar grjótið úr honum svo
mikla urð, að hún fyllir nær út í þriðjung hans. Ef hann hefði allur
hrunið þannig inn, þá væri hann allur orðinn að einni urðarbungu, og
sæist ekki skil á, að þar hefði hringur verið. En nú sér gjörla fyrir inn-
anmáli hans alstaðar þar, sem hann hefir hrunið út. Dyrnar sjást líka,
og eru þær austanmegin. Sú efasemd vaknaði hjá mér við þennan hring,
eins og við Árness-hringinn, að þetta kynni að hafa verið fjárborg. Bar
eg það undir á)it heimamanna á Þingvöllum, og töldu þeir það mjög ó-
líklegt, að á þeim stað hefði fjárborg verið. Eru því líkur til, að frásögn
Lndn. sé rétt: aö steinninn sem sýndur er, sé hinn rétti Þórs steinn, og
að þessar hringleifar, sem að kalla má að séu hjá steininum, séu leifar af
dómhringnum forna.
2*