Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 2
18_________________________________________ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS spýtan í gólfinu flaski úr vcsturhlið hennar hefur þvm. N-S verið 0,07 m eða litlu meira. Endi spýtunnar er 0,35 m hár upp úr gólfi, þ.e. hann nær upp í 0,75 m h. Fjarlægð frá vegg er 0,54 m miðað við sömu spýtu. Frá þessari stoð eru 1,71 m austur að gafli og á því bili er ekki raun- veruleg stoð í þessari röð, en 0,88 m austar stendur fjöl eða flatt tré í gólfi, merkt A.A. I, sléttað á vesturhlið, cn kúpt og ótilhöggið á aust- urhlið, þvm. N-S 0,15 m og þykkt A-V 0,05 m mest, hæð úr gólfi 0,30 m og nær þá efri endi hennar upp í 0,76 m hæð. Fjölin er í 0,85 m fjar- lægð frá austurgafli og 5,80 m frá vesturþili. Þetta virðist ekki vera hluti af grind hússins heldur hafi þilja framan á palh verið negld á þcssa fjöl, enda var stallur neðarlega á hinni sléttuðu hlið hennar hæfilegur undir ncðri brún bckkhliðarinnar. Rétt ofan við stallinn var naglagat í gegnum spýtuna. Lítum nú á stoðaröð við suðurvegg. Áður hefur verið gcrð grcin fyrir þilleifum við vesturvegg (bls. 15), en vestasta stoð við suðurvegg, mrk. A.S.I, hefur staðið í gólfi 1,17 m austur frá vesturþili, þvm. A-V 0,16 m, N-S 0,10 m, fjarlægð fram- hliðar frá vegg er 0,60 m, en fjarlægð frá miðlínu að stoðarmiðju 1,65 m. Hún hcfur vcrið gerð ferstrend, en er gróft tilhöggin og því dálítið óregluleg í þversnið. í svo sem 0,40 m hæð yfir gólfi hefur hún brotnað, en nokkuð af cfri hlutanum hékk enn við ncðri bútinn og hall- aðist út að suðurveggnum. Þessi bútur var ckki styttri en 0,33 m og hefur stoðin þá staðið a.m.k. 0,73 m upp úr gólfinu eða langt upp fyrir eðlilega bekkhæð. Næsta stoð, merkt A.S. II, cr 1,20 m austar, 2,37 m frá vesturþili, 1,69 m sunnan miðh'nu og framhlið um 0,57 m frá vegg. Stoðin er sívöl, þvm. 0,10 m; hún nær 0,30 m upp úr gólfi, stoðarcndinn cr í 0,81 m hæð. Ekki sjást nein smíðamcrki á þessari stoð. Þar sem næst mátti vænta stoðar (A.S. III), var cnga stoð að sjá í gólfinu, en uppi í sandinum var hola, sem náði niður að gólfi. Ekki tókst að sjá lögun þess trés, scm í holunni hefur staðið, en hér mun haft fyrir satt að þarna hafi verið stoð á gólfinu, cn ekki grafin ofan í það eins og allar hinar stoðirnar. Hún hefur ekki verið minna en 0,10 m í þvm., fjarlægð frá A.S. II nálægt 1,48 m og hefur þá þessi horfna stoð staðið 3,85 m austur frá vesturþili. Næsta stoð, merkt A.S. IV, er 0,98 m austar eða 4,84 m frá vestur- þili, 1,69 m sunnan miðlínu og framhliðin 0,60 m norður frá suður- vegg, þvm. A-V 0,16 m, N-S 0,08 m, hæð úr gólfi 0,33 m og nær þá efri endi hennar nú upp í 0,72 m hæð. Bakhliðin, sem snýr að suður- vegg, er ótilhöggin kúpt, en framhliðin og báðir kantar eru slctt til-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.