Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1986, Blaðsíða 11
KÚABÓT í ÁLFTAVERI I________________________________________________27 konar pallur, en önnur mcrki þess en þessi óvenjulcga hæð á grjótinu og staurinn úti á gólfinu sáust þó ekki. Á bak við stoðina A.S. I var vænn steinn á gólfi út við vegg, 1,18 m frá vesturþili, þvm. 0,32 x 0,26 m h. 0,79 m. Austar í 2. stafgólfi, 1,93 m frá vesturþili er vænn stcinn, þvm. 0,32 x 0,30 m, h. 0,74 m. Hann er ekki fastur í gólfi, en er þó stöðugur að sjá. í 3. stafgólfi, 2,64 m frá vesturþili cr fcrstrendur stcinn á gólfi, þvm. 0,20 x 0,16 m, h. 0,80 m. Hann er 0,10 m frá suðurvcgg og á bak við hann nær veggnum eru nokkru hærri smástcinar. I 4. stafgólfi eru saman tveir vænir steinar, sá vestari 4,02 m frá vesturþili, þvm. 0,25 x 0,22 m, h. 0,69 m, hinn 4,29 m frá vcsturþili, þvm. 0,24 x 0,18 m, h. 0,72 m. 1 5. cða austasta staf- gólfi cr stór fcrskeyttur steinn gólffastur, 5,23 m frá vesturþili, þvm. 0,33 x 0,32 m, h. 0,66 m. Ekki er fleiri stafbæra steina að sjá í þcssu stafgólfi, en austar, í suðausturhorni hússins, eru hærri stcinar, en um þá vcrður rætt í sambandi við austurenda hússins. Það vekur athygli að hæstu steinarnir, eða þeir sem hærri cru en gcrðist hæst við norðurvcgg eru smáir og flcstir svo nærri suðurveggn- um að þeir gætu hafa vcrið á bak við þil eða annars verið undir sjálfri bekksctunni, cn hún var ckki lægri cn í 0,91 m hæð við norðurvegginn. Hafi bekkir verið jafnbreiðir báðum megin í húsinu, en að norðan var bckkhliðin um 0,45 m frá vegg, þá hefur verið um 0,13 m skot á milli þils og vcggjar að sunnan. Svo scm hér að framan greinir (bls. 19) hcfur vcrið pallur við austur- gafl. Áður hefur vcrið lýst trjám þcim, sem standa á milli framhliðar palls og veggjar og eru þau næsta óreglulega sett. Sama má raunar segja um grjótið innan í cða undir pallinum. Það er óreglulcga dreift og er þar hvergi að finna hleðslu né heldur steina, scm tengja mætti stoðum né syllum. Tré er þar allt að 0,93 m hæð og annað jafnvcl 1,02 m, en raunar kynni það að hafa staðið á bakvið gaflþil, hafi þar verið þil, en einnig eru þar steinar, sem ná hátt upp, allt að 0,98 m undir miðjum palli og í suðausturhorni 1,06 m og er eftirtektarvert að steinar eru því hærri sem nær dregur suðurvegg og er hæðarmunurinn allt að 0,16 m. Nú má teljast óhugsandi að pallurinn hafi hallast, þó annars verði fátt fullyrt um hann. Hann mun hafa verið um 0,80 m breiður og líklegust hæð hans 1,00-1,08 m, þ.e. hann hcfur verið helmingi breiðari en nyrðri bekkurinn og 0,10-0,15 m hærri. B. (skáli) Næst vestan við A var stórt hús og er tvíhlaðinn grjótveggur á milli, 1,80 m þykkur. Dyrnar á milli húsanna eru sem næst á miðjum vegg,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.