Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 8
166 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sinni um Barðastrandarsýslu. En veturinn 1983 símaði til mín Ólafur Ólafsson, síðasti bóndi á Hallsteinsnesi, og sagði mér að tré ræki þar við og við og bæri þau ætíð að landi á þessum stað, Grenitrésnesi. Þar hefði rekið tré þá fyrir nokkru og væri þar sennilega enn. Mér lék þegar hugur á að sjá eigin augum þetta tré. Fórum við því vestur á Hallsteinsnes fjögur saman 23. ágúst 1985 og gistum þar í tjaldi eina nótt. Ekki er nú búið á Hallsteinsnesi, en veglegur sumarbústaður er þar fast hjá sem bærinn var, allhátt framan í nesinu, en aflíðandi brekka er niður að sjónum. Er þar fagur gróður, gras og birkikjarr. Ströndin er klöppótt, en hólmar og sker fyrir landi. Suðaustur frá bæ á Hallsteinsnesi gengur vík inn í nesið, Stekkjarvík. Austan við hana gengur nesið lengst fram, nokkuð vogskorið. Þar heitir Grenitrésnes. Þar á tréð mikla að hafa rekið. Hafa jafnvel verið nefndar til klappir sem tréð hafi legið á er það var unnið. Við hittum svo vel á er við komum að Hallsteinsnesi, að Ólafur Ólafsson var staddur þar ásamt bróður sínum Þorbergi skipasmið og unnu þar að húsasmíð ásamt fleiri mönnum. Fylgdi Þorbergur okkur niður í Grenitrésnes. Þar lá tréð í fjörunni, hafði verið bjargað undan sjó. Tréð er rúmlega 8 álna langt og um 16 þuml. að þvermáli. Heima við bæ á Hallsteinsnesi voru nokkur rekatré, sem hafði rekið á þessum sama stað; var eitt þeirra um 9 álna langt. Árið 1932 var Þorbergur að smíða þar skip, en vantaði efni í innviðuna. Þá rak þar tré, og fékkst þar nóg efni í það sem vantaði. Öll þessi tré rak á sama stað, þ.e. vestan á Grenitrésnesi. Hvergi annars staðar hefur rekið tré á þessum slóðum, svo að vitað sé, með einni undantekningu þó. Allnokkru vestar, sem næst beint niður af bæ á Hallsteinsnesi var sumarið 1985 allmikið rót- artré í fjöru, næstum feðmingur að digurð og um 5 álna langt, þá farið að fúna, hafði þá sennilega legið þar alllengi. Auk trésins á Grenitrésnesi, sem fyrr var nefnt, voru þar nokkrar rekaspýtur. Þar var einnig sívalur kubbur, rúmlega álnar langur og allt að því fet að þvermáli. Þennan kubb gaf Þorbergur mér, og á ég hann nú (1987) heima hjá mér til minningar um reka á Grenitrésnesi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.