Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 12
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS brunaviðvörun með sjálfvirkum boðum, en eftir er að setja vatnsvið- vörunarkerfi, sem stefnt er að. — Listasafnið kostaði lagningu brunavið- vörunarkerfis á efri hæð, sem það hefur til umráða. Aðstaða safnbúðar batnaði mjög er gerð var verzlun þar sem aðal- skrifstofa var áður, og skilaði breytingin góðurn árangri. Hjörleifur Stefánsson hannaði innréttingar safnbúðar. Breytingar voru næsta litlar í sýningarsölum, enda stefnt að því að geyma stórbreytingar þar til farið verður í umskipan gervalls sýningar- húsnæðisins. Þó voru settar upp þær leifar, sem til eru af Dómkirkju- orgelinu gamla frá 1840 og sagði frá í skýrslu síðasta árs, svo og af harmoníinu úr Dómkirkjunni frá 1894, sem þeir Forsætisbræður, Ketill og Ólafur Sigurjónssynir, settu saman, en þó er aðeins til af því ytra byrðið, en allt verkið vantar. Samt hlýtur það að teljast allmerkur gripur. Vegna fyrirhugaðra breytinga á húsrými safnsins þegar Listasafnið flytur, sem búizt er við að verði um mitt ár 1987, voru ráðnir tveir arki- tektar til að sjá um þann þátt, Hjörleifur Stefánsson og Baldur Baldurs- son, sem sérlærður er í hönnun safna, en ljóst er, að fyrst verður að gera ytra byrði hússins og hitakerfi vel í stand áður en hægt verður að hefjast handa um uppsetningu. En nefndir safnmanna eru farnar að hugsa fyrir innri gerð og sýningum í framtíðinni. Þrjár heimsóknir erlendra stórmenna voru á árinu, stórhertogahjónin af Lúxemborg komu í safnið 11. júní, er þau voru í opinberri heimsókn hér á landi. Margrét Danadrottning kom í safnið 7. júlí, er hún dvaldist hér í einkaheimsókn og frú Raisa Gorbacheva, eiginkona Gorbachevs aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, kom í safnið 11. október í sambandi við leiðtogafundinn, sem þá var haldinn hér, og færði safninu að gjöf sýnishorn sovézkra minjagripa. — Fjölmennt föruneyti fylgdi þessum gestum. Safnauki 133 færslur voru í aðfangabók safnsins á árinu og eins og ævinlega áður eru oft margir hlutir í sömu færslu, og á það ekki sízt við um myndir. Segir þessi fjöldi því engan veginn alla söguna um safnaukann. - Helztu gripir, sem safninu bárust voru þessir: Ursmíðarennibekkur og ýmis verkfæri til úrsmíðafn eigu Jóhannesar Sveinssonar úrsmiðs á Eyrarbakka og Seyðisfirði, gef. Haraldur Hreins- son. — Ýmis fatnaðnr úr eigu Ingibjargar Snorradóttur frá Laxfossi, gef. erfingjar hennar. — Sex teskeiðar íslenzkar gamlar og fleiri hlutir, gef. Rósa B. Blöndals og sr. Ingólfur Ástmarsson, Selfossi. — Manntafl,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.