Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 19
SKÝRSLA UM PJÓÐM1NJASAFNIÐ 1986 177 Enn hélt áfram samvinna heilbrigðisráðuneytisins og deildarinnar um upplýsingasöfnun á dvalarheimilum og unnu að þessu sjö rnanns í nálega 12 mánuði alls á ýinsum dvalarheimilum á landinu. Hallgerður var í undirbúningsnefnd 24. þings norrænna þjóðfræðinga sem haldið var í Reykjavík 10.—16. ágúst. Voru þátttakendur um 60 alls frá öllum Norðurlöndunum og voru flutt þar mörg erindi, farið í skoð- unarferðir og í dagsferð austur að Gullfossi og Geysi að fundi loknum. Fomleifadeild. - Meginrannsóknir fornleifadeildar voru í Þingnesi, þar sem Guðmundur Ólafsson deildarstjóri stóð fyrir rannsókn 3.-31. júlí. Kom þar í ljós í neðstu mannvistarlögum rúst, sem virtist vera af bæjar- húsum fyrir tíð þingstaðarins, líklegast frá 9. öld og eldri en landnáms- lagið svonefnda. Þá var Guðmundur í Skálholti 18. júní-2. júlí og rannsakaði þar stétt, þar sem traðirnar hafa sennilegast verið. — Má segja, að með þeim könnunarrannsóknum, sem gerðar hafa verið síðustu árin, sé nú búið að afmarka útlínur hins forna Skálholtsstaðar með allmikilli nákvæmni. Skálholtsstaður kostaði þessa rannsókn. Þá kannaði Guðmundur ýmsa aðra staði, þar sem framkvæmdir gáfu tilefni til, svo sem við hin gömlu bæjarstæði Kópavogs og Digraness í Kópavogi og kostaði Kópavogsbær þær rannsóknir. Þá fylgdist hann með grunngreftri í Grjótagötu 7 í Reykjavík og að Hofsstöðum í Garðabæ, þar sem sáust menjar um forna byggð, eins og áður hafa komið í ljós. Haldið var áfram rannsóknum að Stóru-Borg, níunda sumarið í röð, undir stjórn Mjallar Snæsdóttur, en að auki vann hún að úrvinnslu gagna þaðan í Þjóðminjasafninu meginhluta ársins fyrir styrk úr Vís- indasjóði. Þjóðminjavörður og Guðmundur Ólafsson fóru könnunarferð að Hraunþúfuklaustri og Ingimundarhóli í Víðidal 25. og 26. júní og síðan fór þjóðminjavörður seinna um sumarið ásamt fleirum að Hraunþúfu- klaustri og dvaldist þrjá daga við rannsóknir. Virðist ljóst, að þarna sé íbúðarskáli, frekar lítill, frá fyrstu tíð byggðar í landinu, en ekki var hann rannsakaður nema að hluta til. - Á Ingimundarhóli var gerð smá- rannsókn og virðist um forna rúst að ræða, en ekki varð komizt fyrir um nákvæman aldur hennar né gerð. Margrét Hermannsdóttir fornlcifafræðingur og Bjarni Einarsson safn- stjóri hófu rannsóknir á Gásum í Eyjafirði fyrir fé úr Þjóðhátíðarsjóði og Vísindasjóði, en ekki komst rannsóknin nema lítillega af stað. Vilhjálmur Vilhjálmsson fornleifafræðingur hélt áfram rannsókn á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.