Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 25
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 183 Sama: Myten om Islandströjan sprack: Inte aldre dn 30 ar. Land, nr. 35 (viðtal). Guðmundur Ólafsson: Þar fornar súlur jlutu á land. Vikan, 33. tbl. (viðtal). Sami: Fornleifaskráning í Rcykjavík. Landnám Ingólfs, 3. Sami: Anvdndning av ADB i museiarbetet i Island. Humanistiske data, 2-86. Hallgerður Gísladóttir: Kaffið ég elska því kajfið er gott. Fróðleiksmolar um kafft og kaffihœtti íslendinga sérstaklega á fyrri hluta þessarar aldar. Les- bók Morgunblaðsins, 16. ágúst. Þór Magnússon: Hvatt til varkárni. Morgunblaðið, 4. des. Sami: Laugarnesið. Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Þorkell Grímsson: Þrjú fangamörk Ragnheiðar biskupsfrúar. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1985. Sami: Sununary Guide, 9. útg. Myntsafnið Myntsafn Þjóðminjasafns íslands og Seðlabanka fslands var formlega opnað í húsakynnum Skjalasafns Seðlabankans að Einholti 4 hinn 6. desember. — Hefur verið unnið að því á undanförnum árum að koma safninu þar fyrir og hefur það til umráða sýningarsal á annarri hæð hússins. Við opnunina ávarpaði dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri gesti og síðan flutti þjóðminjavörður ávarp og lýsti þvínæst safnið opnað. Margt gesta var við opnunina og er safnið mjög fallega uppsett. Eru þar auk íslenzkra mynta og seðla frá upphafi myntsláttu og seðlaútgáfu, íslenzkar og danskar orður og heiðursmerki, minnispeningar og heið- urspeningar nafnkenndra fslendinga, sýnishorn af því hvernig mynt- sláttu er háttað og sýnishorn af tillögum um myntir og seðla, sem þó var ekki farið eftir. Má sérstaklega nefna af safngripum Nóbelsverð- launapening og heiðursskjal Halldórs Laxness, heiðurspeninga Þor- valdar Thoroddsens, verðlaunapening Skúla Magnússonar landfógeta og verðlaunapeninga Sigurjóns Ölafssonar og dr. Ólafs Dan Daníels- sonar. Byggðasöfn og minjavernd Styrkir til safnahúsa byggðasafnanna og viðhald ýmissa menningar- minja úti á landi, sem ákveðnir voru af Fjárvcitinganefnd Alþingis, voru sem hér segir:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.