Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 11
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 169 skýrt var frá í síðustu skýrslu. - Sú sýning var þar scm Norska safnið var áður, en síðan var sú stofa tekin fyrir safnkennslu til bráðabirgða. Skólaheimsóknir voru með sama hætti og áður og komu um 2.876 skólancmar í safnið. Safnið lánaði einnig ýmsa muni og myndir á aðrar sýningar, einkum var margt mynda lánað til eftirtöku vegna afmælissýningar Reykjavík- urborgar á Kjarvalsstöðum, Reykjavík í 200 ár, svo og í rit, sem komu út af því tilefni og var óvenjumikið umstang við það. — Þá voru lánaðir hlutir á afmælissýningu í Grundarfirði, þar sem menn minntust einnig 200 ára afmælis upphafs verzlunarstaðar. Þá má og nefna afmælissýn- ingu Landsbanka og Seðlabanka og voru einkum lánaðir hlutir úr myntsafni þangað. Ennfremur lagði safnið af mörkum efni til sýning- arinnar Norrænt haf í Uddevalla í Svíþjóð og minningarsýningar um Jean Baptiste Charcot í St. Malo og víðar í Frakklandi. Ýmisleg safnstörf í janúar lét Námsgagnastofnun taka upp á myndband sýninguna Með silfurbjarta nál, sem sagt var frá í síðustu skýrslu, og sá Elsa E. Guðj- ónsson deildarstjóri um það af safnsins hálfu. Skráning safnmuna var einkum í höndum Kristínar H. Sigurðardóttur og er nú reynt að skrá alla hluti nær jafnóðum og þeir berast og koma síðan fyrir í geymslum. Margrét Gísladóttir skráði enn talsvert af ljósmyndum föður síns, Gísla Gestssonar safnvarðar. Lilja Árnadóttir vann um tveggja mánaða tíma að undirbúningi útgáfu á Skálholtsrannsóknum svo sem að framan getur, einkum fór hún yfir alla uppgrafna muni og bar saman við texta, valdi hluti til ljósmyndunar fyrir útgáfuna og fullvann tilvitnanir í greinar dr. Krist- jáns Eldjárns um hlutina. Einnig vann hún að útgáfu rannsókna Gísla Gestssonar í Kúabót, er hann hafði ekki lokið að búa til útgáfu er hann lézt. Kemur rannsókn- arskýrsla út í Árbók 1986. Að auki tók hún við starfi Gísla Gestssonar við hið samnorræna verk- efni, Nomina rerurn mediævalium, en hér er um að ræða útgáfur á hlutaheitum frá miðöldum á öllum Norðurlandamálum. Þorkell Grímsson vann að útgáfu á Reyðarfellsrannsóknum 1960- 1966 og var einnig við rannsókn í Skálholti. Öryggiskerfi hússins var tekið í notkun í apríl og þar með hætt far- andgæzlu Securitas, enda á það að veita mjög fullkomna innbrots- og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.