Alþýðublaðið - 15.03.1960, Síða 2
Gtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. —: Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
f!9iur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
Siórauknar skipasmíðar
ÞAÐ ER VON MANNA, að gengislækkunin
geri ýmsum stqjrfsgreinum mögulegt að keppa
við önnur lönd og efli atvinnu og framleiðslu inn-
anlands. Fremst þessara greina er skipasmíði, sem
hefur verið alltof lítil innanlands. Er nauðsynlegt
fyrir þjóð, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum,
að geta smíðað sjálf sem mest af skipum sínum.
Undanfarið hafa skipasmíðastöðvar okkar
varla getað keppt við erlendar stöðvar, t. d. í báta-
smíðum. Afleiðingin hefur orðið sú, að jafnvel
litlar skipasmíðastöðvar í Noregi hafa fengið verk
efni frá íslandi, meðan okkar eigin stöðvum hef-
ur hrakað vegna verkefnaleysis.
Ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir því, við af-
greiðslu fjárlaga, að ríkisábyrgð á rekstrarlán-
um skipasmíðastöðva hækki úr 4 í 10 milljónir
króna. Vitað er, að bátasmíðar kosta nú innan-
lands svipað og erlendis og ber þá að vona, að
menn láti frekar smíða báta innanlands. Þessi
stórhækkaða ábyrgð til stöðvanna verður von-
andi til að styðja þær og gera þeim kleift að
stórauka starfsemi sína.
Annað atriði, sem skiptir miklu máli, eru
skipaviðgerðir. Allar meiri háttar viðgerðir og
klassanir hafa síðari ár verið framkvæmdar er-
lendis vegna þess, að það var stórum ódýrara en
innanlands. Þetta á nú að breytast og er milljóna-
viðgerð á Esju fyrsta dæmið um það.
íslenzkir skipasmiðir hafa hvað eftir annað
sýnt, að þeir standa sízt að baki starfsbræðrum
sínum erlendis hvað vinnugæði snertir. Margir
bátar, smíðaðir í íslenzkum stöðvum, hafa reynzt
með ágætum og verið þeim til hins mesta sóma.
Hins vegar hefur ríkt í landinu siík skammsýni
gagnvart þessari starfsgrein, að innflutt efni til
hennar hefur verið tollað, meðap innflutt skip
voru tollfrjáls.
Vonandi reynast hinar breyttu aðstæður og
sá skilningur, — sem nú kemur fram á alþingi,
þáttaskil í skipasmíðum hér á landi. Þessa iðn-
grein þurfum við að eiga sterka og þróttmikla.
Við þurfum að smíða sem mest af okkar skipum
— þar með töldum stálskipum, í landinu sjálfu,
og annast allar viðgerðir þeirra einnig innan-
lands.
Iðja, félag verksmijufélks
Skrifstafur félagsins
eru fluttar að Skipholti 19, III. hæð
(horni Nóatúns og Skipholts).
S t j ó r n i n .
;y-:í 01
15. marz 1960
—' öiÖjiítluB’ífíI/i
— AÍþýðublaðið
DE GAULLE TIL
De GAULLE Frakklandsfor-
seti fór í þrfggja dága för ti'l
aðalherbækistöðva F’rakka í
Alsír um miðja síðustu viku
til þess að kynna sér ástandið
í landinu og hvernig friðunin
þar gengi. í þessari för við-
hafði forsetinn ýmis þau um-
mæli, sem þótt hafa benda til
þess að hann hafi að nokkru
skipt um stefnu í Alsírmálinu.
Allt bendir til þess að de
Gaulle trúi ekki lengur á að
takast muni að ná samkomu-
lagi' við Þjóðfrelsishreyfingu
Alsírbúa (FLN) um vopnahlé
o;S telji að ekki sé hægt að
gera út um pólitíska framtíð
landsins fyrr en Frákkar hafi
unnið þar fullan hernaðarsig-
ur, en slíkt Ihiýtur að taka
mörg ár ennþá.
De GAULLE sagði í Alsírför-
inni' að bæði alg_ert sjálfstæði
Alsír eins og FLN fer fram á
ag alger innlimun í Frakkland
eins og evrópsku- landnemarn
ir heimta, sé jafn fráleitt.
Hann telur að heimastjórn og
nái'n tengsl við Frakkland sé
nauðsynlegt ef takast á - að
byggja upp nútímaþjóðfélag í
Alsír og nýta auðlindir lands-
ins á ihentugasta hátt. Hann
heldur fast vi ðþá skoðun, að
Alsírbúar eigi sjálfir að velja
hvern kost þeir taka í frjáls-
um og leynilegum kosni'ngum
þjóðarinnar allrar. En slíkt
verður ekki gert fyrr en frið-
ur hefur komizt á í landinu.
Það voru ummæli de Gaulle
um, að hann tryði ekki á að
samkomulag næðist við FLN
um vopna'hlé, sem mestan
úlfaþyt hafa vákið í Frakk-
landi. Aðeins nokkrum dögum
áður en hann hélt til Alsír
hafði forsetinn lýst þeirri
slkoðun sinni, að hann byggist
við vopnahléi. Hvað varð til
þess að hann skipti svo skyndi
lega um skoðun?
I RÆÐUM sínum undanfar-
in tvö ár hefur de Gaulle allt-
af haldið því fram, að Frakkar
geti ekki samið við FLN um
annað en vopnahlé, þeir geti
ekki rætt pólitísk efni við
uppreisnarmenn. Þau verði að
útkljá í ltosningum. Nú má
vera að í bili hafi slitnað upp
úr hinum leynilegu vopnahlés
viðræðum frönsku stjórnarinn
ar og fulltrúa FLN, en þær
hafa farið fram undanfarna
mánuði, og vilji de Gaulle
neyða forustumenn FLN til
þess að fallast á stefnu hans
í Alsír. Útlit fyrir langa styrj-
öld mun áreiðanlega vekja
ugg meðal Alsírbúa og grafa
undanhhrifum FLN meðal al-
mennings. '
i
AnNAR möguleiki er einnig
fyrir hendi. Franski herinn
er andvígur vopnahléi og
krefst þess að beriast til
þrautar hvað sem það kostar.
Vera má að herforingjunum
í Alsír hafi tekist að sannfæra
de Gaulle um að öðru vísi sé
ekki hægt að koma í veg fyrir
að Alsír rofni úr öllum tengsl-
um við heimalandið. Herinn
getur líka bent á, að foringj-
Framhald á 14. síða.
Hannes
á h o r n i n u
■>ý Biðin er orðin löng.
ýý Fólkið og breytingarn-
ar.
ýý Námsfólkið og gengis-
lækkunin.
ÞAÐ ER MJÖG miður hvað
það dregst fyrir alþingi að af-
greiða grundvallarmál í efna-
hagsbreytingunum. Trygginga-
frumvarpið er að koma úr nefnd
— tekjuskattsafnámið er ekki
enn komið fram — og fleira er
eftir. Þessi langa bið verður ör-
iagarík fyrir framgang þeirrar
stefnu, sem tekin hefur verið,
miklu örlagaríþari en stjórnmála
mennirnir virðast gera sér grein
fyrir.
ÞAÐ LIGGUR í augum uppi,
að sú mikla breyting, sem stefnt
er að þarf mikinn og nákvæman
undirbúning, en undirbúningur-
ínn er orðinn langur, alþingi var
gefið frí og langur tími er liðinp
síðan það settist aftur á rökstóla.
Gengislækkunin varð fyrst —
og vöruverð hækkaði í mörgum
greinum, allt annað bíður. Segja
má að seinagangurinn á tekju-
skattsfrumvarpinu skiptj ekki
miklu máli vegna þess, að enn
er ekki komið að því, að menn
verði krafnir um greiðslu hans,
en verra er þetta um hækkanirn
ar á tryggingunum. Frádráttur-
inn, sem þær eiga að gefa lætur
standa á sér. — Á meðan er leik-
urinn léttur fyrir þá, sem vilja
stefnuna feiga.
ÝMIS ÁHRIF eru farin að
koma í ljós, ýmis konar
svartamarkaður er úr sögunni,
gjaldeyrisbraskarar og spekúl-
antar í uppbótum eru ekki með
heilli liá. Það er ekki hægt að
,,jonglöra“ með vélbáta, gellur,
saltfisk og hina ýmsu flokka
útflutningsframleiðslunnar. —
Það virðist þurfa að hafa meira
fyrir hlutunum en verið hefur.
Það nálgast jafnvel að menn
þurfi að fara að láta vinnu í té
til þess að geta veitt sér hlutina.
— Þetta eru fyrstu áhrifin.
IIINS VEGAR virðist eins og
flestir starfshópar hafi talið sjálf
sagt að þeir slyppu, að breyt-
ingarnar næðu ekki til þeirra.
Ég hygg að ráðherrar hafi haft
nóg að gera undanfarnar vikur
að hlusta á sendinefndir og há-
værar kröfur þeirra um undan-
þágu. Ég veit ekki nákvæmlega
hver útkoman hefur orðið, en
það hygg ég, að fáir, jafnvel eng
ir -hafi fengið ívilnanir, enda
veltur margt á því, að ekki sé lát
ið undan. Ef það verður gert þá
verður skrattanum skemmt.
HILDUR skrifar: „Fátt er nú
meira rætt um manna á meðal
en efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar. Og þó að sumir
óski ríkisstjórn og öllum hennar
ráðstöfunum norðúr og niður,
skilst mér þeir vera æði margir
— sem líta þannig á, að einhver
breyting á því ástandi sem ríkt
hefur undanfarin ár, hafi verið
nauðsynleg og því ekki annað
að gera en bíða og sjá hvernig
þetta verður í reyndinni.
ÞÓ ER að vonum, áberancli
uggur sem grípur um sig hjá
stórum hóp æskufólks okkar, —<
sem ýmist er við nám erlendis,
eða hefur hugsað sér á næstu
árum, að leggja út í nám við er-
lenda skóla. Enda fyrirsjáanlegt,
að fjöldinn af þessu fólki, og þá
auðvitað fyrst og fremst þeir
efnalitlu, verður að hætta við að
afla sér framhaldsmenntunar, e£
gengislækkunin á að lenda á því.
í ÞESSUM dálkum var nýlega
minnst á þessi mál, og þar sagt
m. a.: „Ríkisstjórnin hefur ákveð
ið að veita- námsfólki, sem er aði
læra erlendis undanþágu, fleiri
en eina“, en ekki skýrt nánar, í
hverju þessar undanþágur eru
fólgnar. Því langar mig að biðja
þig að segja mér og þeim mörgu
sem áhuga hafa á þessu, í hverju
undanþágurnar eru fólgnar og
allar aðrar upplýsingar sem fyr-
ir hendi eru þessu viðvíkjandi,'
; væru mjög vel þegnar.
i
ÉG ER sammála þér um, aS
„þjóðin hlýtur að gera greinar-
mun á námi“. Vera má, að ein-
hver hópur dveljist árlega er-
lendis við „svokallað nám“ eu
sá hópur er líka stór, sem legg-
ur mikið á sig til þess að aukai
þekkingu sína á „hagnýtu“ námi,
og kemur heim til þess að vinna
sem bezt landi sínu og þjóð. —i
Hefur íslenzka þjóðin efni á að
missa þennan hóp?“
. 1
ÞAÐ ER RÉTT, að gengislæklS
unin veldur námsfólki og að-
standendum þeirra erfiðleikum.
Ég get ekki svarað því á þessu
stigi hvaða ráðstafanir verði gerð
ar. Tilkynningar munu verða
gefnar út um það. Hins vegai?
verður að gegnumlýsa náms-
mannahópinn betur en áður hef-
ur verið gert. Við erum víst öll
sammála um það. J
1 Hannes á horninu. J