Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Síða 3

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Síða 3
1. HcnglafjðH aö norðanverðu; m. llekla; n. Krafla; o. Fjallið við Geysi, og ýms önnur eldfjöll, sem mjer eru miður kunn. Mörg önnur hrufugrjótsfjöll höfum við án efa hjer á landi, og þannig er það ætlun inargra, að allir höfuðjöklarnir um miðju landsins sjen hrufusteinsfjöll, og var það einkum Prof. Krug von Nidda, er hafði þessa skoðun. Allt hrufusteinsgrjót er samsett af tinnuefni, leirjörð, pott- ösku, sóda, kalki og járni, er þó samsetning þeirra nokkuð ýmisleg. Þannig hefur hrufusteinninn úr Kröflu meira tinnuefni í sjer, en hrufusteinar eru vanir að hafa, og því ætlaði Próf. Forchammer hann sjerstakan eldfjallastein, og kallaði hann Iíröflusteininn, en Próf. Zirkel, er ferðaðist hjer um land 1859, sýndi fram á, að það væri vanalegur hrufusteinn með tinnsýru- kristöllum í. Allt vort hrufusteinsgrjót líkist mjög svo hrufusteinsgrjóti því, er myndar mörg fjöll í Ungverjalandi, og er líkingin svo mikil, að þar sem jeg erlendis á steinasöfnum hef sjeð ung- verskt hrufusteinsgrjót, hefur mjer allt af fyrst dottið í hug, að þetta væru íslenzkir steinar. Hrufusteinsgrjótið er vanalega strent, þar sem það liggur í lögum og er óbrotið, optast nær 3,5 eða 7 strent; það hefur og mjög misjafna hörku, allt eplir því, hvort það hefur í sjer mikið eða lílið af tinnusýru (Qvariz). Slíkt grjót er því mjög misjafnlega hart. Baulugrjótið er fremur mjúkt í sjer og klofnar í stöpium þrístrendum, flmmstrendum, eða jafnvel sjöstrendum. Það er, næst eptir stuðlaberg, grjóta bezt fallið til húsagjörða, því að eigi þarf annað en að höggva af báðura endunum, svo mátulegt sje í vegg, og getur þá hver steinninn legið nair því þjelt upp að öörum. í Hafnarfirði er tegund af hrufugrjóti milli tveggja hrauna, líkt og gjáfylling væri, og kallaði prófessor Steenstrup þann stein gjáfyllingsstein (Klöftlava), en prófessor Forchammer taldi hann að vera sjerstaka «feldtspat-tegund», og nefndi hann Hafnarfjarðarsteininn. Hann er tvenns konar,

x

Sæmundur Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.