Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 1. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Danskir nýbúar: Eigið fyrir- tæki eina leið- in til að fá vinnu PANMðRK Danskir innflytjendur eru á jaðrinum í atvinnulífinu og neyðast margir hverjir til að stofna eigin fyr- irtæki vegna þess að þeir fá hvergi annars staðar vinnu. Þetta kemur fram í máli eins höfundar nýrrar danskrar rannsóknar, Torben Bager, við danska dagblaðið Berlingske Tidende. Rannsókninni er beint að nýjum litlum fyrirtækjum í Dan- mörku en fjöldi þeirra er í eigu dan- skra nýbúa. Komist er að þeirri nið- urstöðu í rannsókninni að þeir hópar innflytjenda sem voru skoðaðir nán- ar væru mjög mismunandi, sérstak- lega þegar kemur að því að setja eig- in fyrirtæki á laggirnar. Duglegastir eru íranir, Kínverjar og Pakistanar en þeir sem koma frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu eru dugminnstir. ■ ALHEIMUR I ÚTÞENSLU Alheimurinn varð til úr engu fyrir 14 millj- örðum ára, segja sumir vísindamenn. Ný uppgötvun varpar ljósi á upphaf alheimsins: Hlustað á Mikla-Hvell new york. ap Vísindamenn hafa fund- ið ákveðið hljóðmynstur í forsöguleg- um lofttegundum yfir Suðurskauts- landinu sem þeir telja að séu bergmál hins 14 milljarða ára gamla Mikla- Hvells. Rennir uppgötvunin frekari stoðum undir kenninguna um Mikla- Hvell. Vísindamennirnir telja að hljóðið sem þeir heyra eigi upptök sín frá því alheimurinn var aðeins sekúndubrots gamall og minni en krepptur hnefi. „Við höfum fengið mynd af fæð- ingu alheimsins ... Við lifum á mest spennandi tíma í sögu alheims- fræða,“ sagði Dr. John Calström, stjarneðlisfræðingur við Chicago-há- skóla sem tekur þátt í rannsókninni. „Nú þegar við höfum upplýsingarnar getum við farið að lesa út úr þeim,“ sagði annar vísindamaður. Hljóðin frá sjálfu upphafinu geti nú hjálpað til við að svara spurningum um hvernig alheimurinn, og þar með jörðin, hafa þróast, og munu þróast í framtíðinni. ■ Venlo í Hollandi: Hass selt í bílalúgum fíkniefni. Bæjaryfirvöld í Venlo, litl- um bæ sunnarlega í Hollandi skammt frá landamærum Þýskalands, hyggj- ast opna á næsta ári tvær verslanir með bílalúgum skammt utan við bæ- inn þar sem þýskir „fíkniefnatúrist- ar“ geta náð sér í marijúana og hass. Bæjarbúum þykir nóg um straum Þjóðverja inn í miðbæinn til þess að útvega sér þessi „mildu“ fíkniefni, sem eru seld þar með leyfi yfirvalda í svokölluðum „kaffihúsum". Með því að hafa þessi efni til sölu utan við bæ- inn losna bæjarbúar við óæskilegan ferðamannastrauminn án þess þó að missa tekjur af viðskiptunum. ■ Átök á Filippseyjum: Endur- spegla ríg milli stétta STUÐNINGSMAÐUR ESTRADA ÖGRAR LÖGREGLUNNI Forsetinn lýsti yfir uppreisnarástandi í landinu um tima í gær, sem gerði honum kleift að beita hernum gegn mótmælendum. héldu vel stæðir Filippseyingar hópum saman í jakkafötunum sínum út úr skrifstofum og háskólum í mótmæla- göngu sem leið lá að forsetahöllinni í Manila og fóru nokkuð létt með að stey- pa Joseph Estrada úr forsetastólnum. Hann situr nú í fangelsi. Á þriðjudag héldu hins vegar landar þeirra, ekki jafn vel klæddir og flestir í ódýrum plastsandölum, út úr fátækra- hverfum höfuðborgarinnar í mótmælaað- gerðir með það markmið að fá Estrada aftur fyrir forseta. Til átaka kom og Gloria Macapagal Arroyo forseti lýsti um tíma yfir uppreisnarástandi í landinu. A.m.k. fjórir létust og hundruð særðust. „Þetta eru bæði aðdáendur Estrada og fólk sem sennilega lítur á hann í ljósi sinnar eigin reiði, ógæfu og örvænting- ar,“ segir Randy David, stjórnmála- skýrandi við Háskóla Filippseyja. „Það er ákveðin dulúð sem umlykur Estrada, kvikmyndastjörnunnar sem varð for- seti.“ Estrada var handtekinn í síðustu viku fyrir að spillingu, en stuðnings- menn hans saka ráðandi öfl um sam- særi gegn honum. ■ Fyrirtæki og fjárfestar í draumaveröld Fjármálagúrúinn Warren Buffett segir postulum nýja hagkerfisins til syndanna og gagnrýnir væntingar um öran vöxt. Hefur sjálfur sneitt hjá tæknifyrirtækjum og var gagnrýndur fyrir gamaldags vinnubrögð. Stendur nú með pálmann í höndunum. fiármál Einn farsælasti fjárfestir heims, hinn sjötugi Warren Buf- fett, gagnrýndi harðlega „óraun- sæjar væntingar" fyrirtækja og fjárfesta á aðalfundi sjóðs síns Berkshire Hathaway í vikunni, að því er BBC fréttastofan sagði frá. Núverandi væntingar um 15% vöxt á ári væru arfleifð tíunda áratugar- ins og þeir sem settu markið svo hátt væru dæmdir til að mistakast. „Líkurnar á að við (Berkshire) náum 15% hagnaði til lengri tíma eru nánast engar,“ sagði Buffett. Telur hann fjárfesta hafa spillst af „bolamarkaði" undanfarinna ára. í dag er það talið til helstu af- reka Buffett að sneiða að miklu leyti hjá fjárfestingum í þeim tæknifyrirtækjum sem blésu út á síðari hluta tíunda áratugarins en sprungu svo í upphafi ársins 2000. Meðan á þenslunni stóð var hann hinsvegar óspart gagnrýndur fyrir gamaldags vinnubrögð og að missa viljandi af gullnu tækifæri. „Það var eins og vírus hafi gripið fjár- festingarspekinga og fengið þá til að.sjá ofsjónum um að verðgildi hlutabréfa í ákveðnum atvinnu- geirum tengdist ekki viðskiptum og afkomu undirliggjandi fyrir- tækja,“ sagði Buffett á aðalfundin- um. Þeir sem fjárfestu í Berkshire Hathaway fyrir 36 árum og hafa látið höfuðstólinn vera í þann tíma hafa hagnast um rúmlega 200 þús- und prósent. Árið 1965 kostaði hlut- urinn 12 dollara en í dag er verðið komið í 67 þúsund dollara. Til sam- anburðar hefur aukning S&P vísi- tölunnar verið tæp 5.400% eða um 97% minni en sjóður Buffett. ■ WARREN BUFFETT Buffet er goðsögn í fjármálaheiminum. Hann er talsmaður gamalla gilda og varar við bjartsýninni sem einkennt hefur boðbera „nýja hagkerfisins." Hér er hann að ræða við hluthafa Berkshire Hathaway-sjóðsins í Omaha Marg Afleiðing breytinga á styrkjakerfi til námsmanna í Bretlandi: ir stúdentar stunda vændi NEMENDUR GRIPA TIL ÖRÞRIFARÁÐA Myndin er tekin í A-Evrópu en nú sjá sífellt fleiri breskir námsmenn það helst til ráða að framfleyta sér með vændi á námstímanum. Sérfræðingar kenna um endurskoðun á fjárhagsstuðningi hins opinbera við námsmenn. vændi Aukinn fjöldi háskólastúdenta framfleytir sér með vændi segir í frétt netútgáfu BBC. Breskir sér- fræðingar segja að breytingar á styrkjakerfi til háskólanemenda sé ein helsta skýring þessa. Að sögn Jane Ayres, framkvæmdastjóra hels- ta meðferðaheimilis fyrir vændis- konur í London er aukinn fjöldi stúd- enta í hópi þeirra sem selja sig. Und- ir þetta tekur James Cremmell, kennsluráðgjafi í Leeds sem heldur því fram að 60% allra þeirra sem leggi stund á vændi þar í borg séu há- skólanemendur. „Það er vitaskuld ekki vænleg staða ef að nemendur verða að grípa til slíkra örþrifaráða." Ayres segir að háskólastúdentar segi há skólagjöld og breytingar á styrkjakerfi eina ástæðu þess að þeir hafi valið þessa leið. Eigendur vændishúsa hafa séð sér leik á borði og beina sjónum sínum nú að háskólasvæðum þegar leitað er að nýjum starfskröftum. Háskóla- kennarar hafa sakað bresku ríkis- stjórnina um að bregðast stúdentum með því að draga úr styrkjum og neyða þá til að taka lán. ■ Svíþjóð: Ericson dreg- ur ekki úr hagvexti washington. ap. Ekki þarf að lagfæra spá um 2,7% hagvöxt í Svíþjóð þrátt fyrir erfiðleika í rekstri Ericsson, sem er stærsta fyrirtæki landsins, að sögn fjármálaráðherrans Bosse Ringholm. „Ericsson er stærsta fyr- irtæki landsins og á við margvísleg vandamál að etja ... en það mun ekki hafa teljandi áhrif á hagvöxt," sagði Ringholm. Ericsson tilkynnti nýlega tap á fyrsta ársfjórðungi upp á rúmlega 45 milljarða íslenskra króna og um leið stórfelldar uppsagnir. Margir vonast hinsvegar til þess að nýlegur saming- ur þess við Sony muni hleypa nýju blóði í fyrirtækið. Hagvöxur í Svíþjóð var 3,6% á síðasta ári og er því um nokkra lækkun að ræða miðað við núver- andi spá. ■ HÁIR REIKNINGAR í 42 íbúða húsi greiddi hver íbúð að með- altali 19.000 kr. of mikið fyrir heita vatnið. Orkuveitan Greiddu 800.000 kr. of mikið neytendur íbúar í Lækjasmára 6 í Kópavogi þurftu að greiða 800.000 krónur meira í hitaveitukostnað en efni stóðu til. Að sögn Guðjóns Jóns- sonar, formanns húsfélagsins, höfðu starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur ekki komið í rúmt ár til að lesa af hitaveitumælum hússins. Þegar þeir mættu 15. mars s.l. virtist það ekki hafa haft þau áhrif að reikningar íbú- anna voru leiðréttir. Að sögn Guðjóns hefur OR byggt reikninga sína á áætlun frá því að húsið var í byggingu. Þá er notkun vatns mun meiri en venjulega og af því stafaði þessi mikli mismunur. Guðjón sagðist hafa haft samband við stofnunina og talað við nokkra að- ila til að leita skýringa á þessum háu greiðslum. Eftir þó nokkra eftir- grennslan kom í ljós að um of háa áætlun hefði verið að ræða í langan tíma. Leiðrétting hefur nýlega gengið í gegn og allir íbúar hafa fengið endur- greitt vegna of hárra reikninga. íbúð- ir í húsinu eru 42 og því hafi um 19 þúsund að meðaltali farið á hverja íbúð. ■ STÚDENTAR Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands, fagnar því að samningar hafa náðst í kjaradeilu háskólakennara og ríkis- valdsins, og að þar með hafi yfirvof- andi verkfalli háskólakennara verið afstýrt. Verkfall á próftímabili hefði haft ófyrirsjáanlegar fjárhags- legar og félagslegar afleiðingar fyr- ir stúdenta og fjölskyldur þeirra. ERLENT IAraelskur landnemi var skotinn til bana í gærmorgun í fyrirsát Ham- as-samtakanna sem segjast hafa ver- ið að hefna tveggja dularfullra sprenginga í fyrrinóttt en þá létust fimm Palestínumenn. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, neitar ábyrgð á árásinni. í nótt lést einnig palestínskur lögreglumaður og kona særðist í skotárás ísraelska hersins á Gazasvæðinu. Þá létust tveir meðlim- ir Hamas-samtakanna þegar sprengja sprakk í sendiferðabíl í Gaza.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.