Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Magnús Þór Gylfason Framkvæmdastjóri SUS Ég mæli með að menn finni sér reglulega tækifæri til að gera sér glaðan dag og bregða út af vananum. Til dæmis með því að sækja listvíðburði og flagga íslenska þjóð- fánanum á hátiðisdögum. Fyrirlestur um japanskt handverk Helgiathafnir sem tengjast smíðum fyribustur Arkitektinn Michael And- erson, sem er sérfræðingur í japönskum arkitektúr og smíðaað- ferðum, verður með fyrirlestur og sýnikennsiu á vegum umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar Háskóla íslands, í kvöld kl. 16, í húsi verk- fræðideildar Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Michael Anderson lærði sjálfur hjá frægum japónskum trésmíða- meistara og hefur rekið arkitekta- stofu í Osaka. Hann hefur einnig starfað víða um lönd og verið kennari við Berkeley- og Cambridge háskóla. Michael mun lýsa hefðum og helgiat- höfnum sem smíðunum tengjast og loks verður sýning á verkfærunum og sýnt hvernig þau eru notuð. Ef áhugi væri á að stuðla að byggingu japansks tréhúss á íslandi, væri gott að taka það til umræðu í lok f yrirlest- ursins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundarstjóri er Trausti Valsson, arki- tekt og skipulagsfræðingur. ¦ Breakbeat.is á Café 22 Allt það nýjasta í drum & bass tónlist Stöðugustu klúbbakvöld Reykjavíkur eru Breakbeat.is-kvöld- in sem haldin eru á Café 22. Fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar er hægt að ganga að nýjustu og fersk- ustu jungle; drum & bass og break- beat tónunum vísum á staðnum og í kvöld er engin undantekning. Þá mun Breakbeat.is hópurinn snúa skífum ásamt sérstökum gestum. Á efri hæðinni leika þeir plötu- snúðarnir Addi, Eldar og Reynir ásamt MC Sezar A. Gestaleikari verður dj. Óskar. Á neðri hæðinni leika dj. Kristinn og Gauti „tjill og grúv" tónlist. Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir 23 en 500 krónur eftir það. Kvöldið hefst klukkan 21 og er 18 ára aldurs- takmark. ¦ Listasafn Reykjavíkur: Húmoristi hversdagsins sýninc Bandaríkjamaðurinn John Baldessari er eitt af stóru nöfnunum í samtímalistasögunni, og af þeirri ástæðu einni er full ástæða til þess að skoða sýningu hans í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Yfir- skrift sýningarinnar er: „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar". Baídéssari hef- ur verið nefndur Ijóðskáld hinnar öf- ugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin til kl. 19 í kvöld, en hún stendur til 17. júní. 18 FRÉTTABLAÐIÐ 2. mai 2001 MIÐVIKUDAGUR Myndasýning í Nanoq Göngu- og trukkaferðir í 83 löndum mynpasýninc Myndasýning verður haldin í versluninni Nanoq í Krtngl- unni í kvöld kl. 20.30. Þar veröa kynntar ferðir á vegum Exodus sem er stærsta ævintýraskrifstofa í heimi en þessi myndasýning er sú stærsta sem Nanoq hefur staðið fyrir liingaó til. Kynnir á myndasýningunni verð- ur Paul Goldstein en hann er þekktur fararstjóri og atvinnuljósmyndari. Ævintýraferðaskrifstofan Exodus er þekktu'st fyrir göngu-, skoðunar- og trukkaferðir í 83 löndum, auk ann- arra ferða í öllum álfum heims. ¦ Waldorfskólinn Listrænt og verklegt nám lagt aðjöfnu sýning Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn Lækjarbotnum fagna 10 ára starfsafmæli um þessar mund- ir. Af því tilefni er kynning á starf- semi skólanna í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, til 6. maí. Skólarnir starfa út frá hug- myndum Rudolf Steiners þar sem listrænt, verklegt og bóklegt nám er lagt að jófnu. BÖRN AÐ LEIK Ein myndanna sem sjá má á sýningunni. IWIIÐVIKUDACURIN N 2. MÁI FUNDUR 16.15 María B. Steinarsdóttir heldur fyrirlestur í dag um 4. árs-verkefni sitt: Líffræði ættkvíslarinnar Harpacticus (Copepoda; Harpact- icoida) í flotþangi og mjkilvægi hennar sem fæðu hrognkelsa- seiða (Cyclopterus lumpus) Fyrir- lesturinn verður haldinn f stofu G- 6 að Grensásvegi 12. TÓNLIST 20.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir leikur í kvöld á Gauki á Stöng. Hljórn- sveitin Dúndurfréttir mun hrista fram hvern slagarann á fætur öðr- um. Ekki missa af því. 21.00 Jungle, breakbeat og drum & bass tónar og víbrar verða í aðalhlut- verki á Café 22 í kvöld. Tilefnið er að hið mánaðarlega Breakbeatis kvöld. Plötusnúðar Breakbeatis eru; Dj. Addi og dj. Eldar (Skýj- um ofar) og dj. Reynir (Tækni/El- ectronica). Auk þeirra munu svo dj. Óskar og MC Sezar A snúa skífum. Dj. Kristinn og dj. Ingvi verða með „tjill" og „grúv" á neðri hæðinni. Aðgangseyrir á Break- beatis er 300 krónur (500 krónur eftir 23) og aldurstakmarkið mið- ast við 18 ár. 22.00 Dj Tommi White og félagar hans halda uppi grúvaðri djúp hús stemmningu á Café Ozio á mið- vikudagskvöldum. Enginn að- gangseyrir. LEIKLIST _______________________ 10.00 Möguleikhúsið er á ferð um landið með Lómu. I dag verður, hún á Sæluviku í Skagafirðinúm og sýnir þar leikrið Mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér. 20.00 Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Anton Tsjekhov. Miðaverð 700 kr. 20.00 í Þjóðleikhúsinu er sýning á leik- ritinu Laufin í Toscana eftir Lars Norén. Leikritið fjallar í stuttu máli um skandinavíska stórfjölskyldu sem kemur árlega saman á (talíu til að treysta böndin, en smám saman áttar hún sig á því að heimurinn er að breytast. Meðal leikenda eru Erlingur Gíslason og Valdimar Flygering. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. 20.00 ( anddyri Borgarleikhússins í kvöld fjallar Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir um Dag vonar eftír Birgi Sigurðsson. 20.00 Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones verður sýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar á gamansaman hátt um samskipti írskra statista við framleiðendur ÚR UPPFÆRSLU LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR A DEGI VONAR Valdimar Örn Flygering og Sigríður Hagalín í hlutverkum sínum. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir fjallar um leikrit aldarinnar: „Hafði mikil áhrif á mig" leiklist Borgarleikhúsið hefur í vet- ur fengið valinkunna rithöfunda til þess að velja sér leikrit til að fjalla um. í kvöld er komin röðin að Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdótt- ur, sem ætlar að f jalla um Dag von- ar eftir Birgi Sigurðsson. Leikfélag" Reykjavíkur frum- sýndi Dag vonar í Iðnó 11. janúar 1987, á 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjóri var Stefán Baldursson og leikarar voru Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Valdimar Örn Flygenring, Guðrún S. Gísladóttir, Sigríður Hagalín og Sigurður Karlsson. „Auðvitað er erfitt að tína eitt leikrit út og segja að það sé besta leikrit aldarinnar," segir Hrafnhild- ur. „En þegar ég sá að það mætti líka vera leikrit sem hefði haft mik- il áhrif á mig sem höfund, þá kom bara eitt verk upp í hugann." - Hafði þetta verk mikil áhrif á þig?, „Á sínum tíma, já. Þetta er frá- bært verk, mjög vel skrifað, og sýn- ingin í Iðnó var líka virkilega fín. Þetta var áður en ég byrjaði skrifa og það hafði mjóg mótandi áhrif á mig," segir hún. „Ég las það aftur núna. Auðvitað er hefðbundið form á því og maður er kominn sjálfur út í aðrar pælingar. En mér finnst verkið samt ekkert hafa fölnað. Það er svo óvenjulegt að sjá íslenskt leikrit þar sem höfundurinn leggur svona mikið undir. Hann er mjög einlægur í þessu verki." Uppákoman hefst kl. 20 og verð- ur í forsal Borgarleikhússins. ¦ og leikara stórrar Hollywood- myndar. Leikarar eru aðeins tveir: Stefán Karl Stefánsson og Hilm- ir Snær Guðnason. MYNDLIST Höskuldur Skagfjörð hefur opnað myndlistarsýningu I Ráðhúsi Reykjavík- ur. Höskuldur er sjálfmenntaður lista- maöjr og málar aðallega akrýl- og pastelmyndir. Sýningin stendur til 2. maí. Jón Gunnarsson, listmálari, hefur opn- að sýningu á olfu- og vatnslitamyndum f Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón er þekktur fyrir sjávarmyndir sínar þar sem hann sýnir störf við fiskveiðar og -vinnslu. Á undanförnum árum hefur Jón í auknum mæli sótt efnivið sinn í íslenskt landslag, ekki síst í uppland Hafnarfjarðar. Sýning- in er opín milli kl. 11 og 17 alla daga nema þriðjudaga og lýkur 14. maí nk. Jean Posocco sýnir í Sverríssal, Hafnar- borg. Yfirskrift sýningarinnar er Stemmn- ing eða „Ambiance". Á sýningunni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu ári. Posocco stundaði nám í Myndlista- MÁLVERKASÝNING Hugrekki til að hlaupa Eftir að hafa séð Odd Nedrum í Silfri Egils vissi ég að ég þyrfti að sjá sýningu hans á Kjar- valsstöðum. Þetta var maðurinn sem bað gagnrýnendur sína afsók- unar á því að hafa kallað sig lista- mann! Hann hefur lýst listsköpun sinni sem skítnum í baðkerinu eft- ir að listamenn fóru að þrífa af sér allt það óþægilega og tendra verk sín fallegri ásýnd modernis- mans, sem Odd fyrirleit. Odd er greinilega hugsjóna- maður. Hann heldur uppi hugsjón- um manna til að geta hlaupið aftur til einhvers sem var. Hvort sem það er ríkisvaldið, listagagn- rýnendur eða sýningastjórar, þá Odd Nerdrum á Kjarvalstöðum: Kjarvalstaðir: opið fimmtd.-þriðjud. 10-17 Sýningin stendur til 27. maí Aðgangseyrir: kr. 400 fullorðnir. var allt til fyrir þeirra tíma - þeir skipta engu máli og hafa tilhneig- ingu til að kæfa það sem satt er. Ríkið kæfir tjáninguna, gagn- rýnendur frumleikann og sýninga- stjórar djarfleikann. Björgvin Guðmundsson Verkin eru laus við upphafn- ingu uppskafninga; foringja herja eða stjórnmálaflokka. Þjóðarbókhlaða: Sýning á útsaumuð- um smámyndum sýninc Sýningin Myndir úr Maríu sógu eftir EIsu E. Guðjónsson er haldin í Þjóðarbókhlöðu. Á sýning- unni eru átján útsaumaðar smámyndir ásamt frum- sömdum vísum sem skír- skota til sögu hinnar helgu meyjar eins og hún er sögð í Maríu sögu, íslenskri helgisögu frá 13. öld. Þá er á sýning- unni veggteppi með sömu myndum. Myndirnar eru allar unnar í stramma eftir reitarmunstrum, ísaumsbandið er íslenskt kambgarn og saumgerðin gamli krosssaumur- 'm^ ^'l'lrf';! inn sem tíðkaðist hér á landi undir lok miðalda og fram á 19. öld. Elsa E. Guðjónsson lauk BA-prófi í textíl- og bún- ingafræðum og list- og listasögu frá Washington háskóla í Seattle í Banda- ríkjunum 1945 og MA-prófi í sömu aðalgreinum ásamt miðaldarsögu frá sama háskóla 1961. Elsa starfaði sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri Textíl- og búninga- deildar Þjóðminjasafns fslands í rúm þrjátíu ár þar til hún fór á eftirlaun 1994. ¦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.