Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍsBf.ÍS Fyrstur með fréttirnar Officelsuperstore OPK) VIRKA DAOA KL 8-19 • IAUGARDAGA KL 10-16 Skeifunni 17, 108 Reykjavik I Furuvöllum 5, 600 Akureyri Sími 550 4100 Tæknival hp Laserjet 1200 akþankar Birgis Ármanssonar Bensínverð og báknið * Eg er löngu hættur að kippa mér upp við hækkanir á bensínverði. En þegar ég fór sjálfur að reka minn eigin bíl á háskólaárunum brá mér alltaf við þegar fréttir bárust af yfir- vofandi hækkunum enda hafði ég ekki úr miklu að spila og bíllinn var munaður, sem ég hafði í raun og veru ekki efni á. Ekki svo að skilja að við þessar frétt- ir hafi ég alltaf flýtt mér út á bensín- stöð og fyllt tankinn eða dælt á brúsa til að eiga til síðari nota. Einhvern veg- inn varð aldrei neitt úr því. Yfirleitt var ég nýbúinn að taka bensín eða hafði einfaldlega ekki peninga handbæra þá stundina til að gera hagstæð kaup. Stundum var ástæð- an áreiðanlega bara sú að ég nennti ekki að gera neitt í mál- inu. Hins vegar kipptist ég við og fékk nagandi sam- viskubit yfir því að vera ekki jafn hagsýnn og þeir sem lögðu það á sig að eyða kvöldinu fyrir hækkun í bið- röðum við bensíndælurnar. Síðan eru hins vegar liðin allmörg ár og samviskan að mestu hætt að ónáða mig út af svona smámunum. En í umræðum eru jafnan fjölmargir reiðubúnir að kenna olíufélögum um hækkanir á bensínverði, en sú er ekki raunin að þessu sinni. Flestir virðast sammála um að orsakavald- arnir séu nú hækkun á heimsmark- aðsverði á olíu og gengisþróun Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni. Staðreyndin er líka sú, að um 65% af verði bensíns til neytenda fer bein- ustu leið í ríkiskassann og á það mestan þátt í því að bensínverð er hér með því hæsta sem gerist í heim- inum. Skilningurinn á þessu hefur aukist að undanförnu en enn virðist þó langt í land að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta. Þeir verða að beita sig dálitlum aga í sambandi við ríkisútgjöldin og ýmsir hagsmuna- hópar að stilla kröfugerð sinni í hóf, því ef tækist að lækka bensínskatt- ana hér á landi yrði það umtalsverð kjarabót fyrir allan almenning í land- inu. ■ —♦— Ekki svo að skil- ja að við þessar fréttir hafi ég alltaf flýtt mér út á bensínstöð og fyllt tankinn eða dælt á brúsa til að eiga til síðari nota. Einhvern veginn varð aldrei neitt úr því. —♦— ■ .0» ■ ni ný i sumar EASYTRONIC sjálfskipting • ABS-hemlakerfi • geislaspilari • öryggispúðar • rafdrifnar rúður • rafstýrðir útispeglar • fjarstýrðar samlæsingar • velti- og aflstýri • 5 höfúðpúðar • 5 þriggja punkta bílbelti • 14” felgur • og niargt fleira. □PELS Bílheimar Sævarhöfda 2a - 112 Reykjavík sími 525 9000 - www.bilheimar.is Meðan verið er að eyða hnökrum á dreifingu 1 HÍ í ÍABLAÐIÐ l IGCUR F R A M M 1 Fréttablaðsins verður hægt að nálgast blaðið á öllum bensínstöðvum Esso á höfuðborgar- svæðinu. Á BENSÍNSTÖÐVU M Esso í framtíðinni mun blaðið liggja frammi á fyrstu bensínstöð Esso eftir að komið er inn á höfuð- borgarsvæðið, hvaðan sem komið er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.