Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Landslið íslands í borðtennis: Komnir heim í próf bowðtennis íslenska karlalandsliðið hafnaði í 51. sæti í liðakeppni á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem fram fer í Osaka í Japan þessa dagana. Þeir Adam Harðarson, Markús Árnason og Guðmundur E. Stephensen kepptu til úrslita í sínum riðli nú um helgina. Fyrst mættú þeir Lettlandi og sigruðu örugglega, 3-1. Næst á eftir Lettunum kepptu þeir við landslið Indónesíu, sem sigraði naumlega, 3-2, eftir hörku- viðureign. Síðasti leikur íslands í mótinu var á móti landsliði írlands sem strákarnir sigruðu glæsilega, 3- 2. Lokaniðurstaðan var sú að ísland hafnaði í bronssæti 3. deildar, eða í 51. sæti af 97. Það voru Kínverjar sem urðu heimsmeistarar eftir 3-0 sigur á Belgum. Það sem vekur hvað mesta at- hygli við frammistöðu íslendingana á mótinu er hversu vel Guðmundi E. Stephensen gekk. Guðmundur spil- aði alls 14 leiki og af þeim tapaði hann einungis einum. Það var á móti Argentíubúanum Liu Song, sem er mjög sterkur varnarspilari. Song vann Guðmund naumlega í æsispennandi oddalotu. Strákarnir taka ekki þátt í ein- staklingskeppninni sem fer fram nú í vikunni. Ástæðan er sú að Guð- mundur og Markús þurfa að mæta í próf. Guðmundur stundar nám við lands. Næst á dagskrá eru Smá- Menntaskólann við Sund og Markús þjóðaleikarnir þar sem stefnan er nemur hagfræði við Háskóla ís- sett á gull. ■ MOLAR Skoski knattspyrnumaðurinn Col- in Hendry var dæmdur í sex leikja bann í framhaldi af rysking- um við leikmann San Marino í und- ankeppni heimsmeistarakeppninnar í síðasta mánuði. Hendry var einnig dæmdur til að greiða 10.000 sviss- neska franka í sekt. Leikmaður San Marino, Nicola Albani, var fluttur á sjúkrahús eftir að Hendry gaf hon- um harkalegt olnbogaskot í hálsinn í leik San Marino og Skota í síðasta mánuði. Atvikið, sem fór framhjá dómurum leiksins, sást greinilega í sjónvarpsupptöku, sem varð til að þess að Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, sendi Hendry í bann. Þetta mun væntanlega þýða að fer- ill Hendrys, sem er 35 ára og leik- maður Bolton Wanderers í Englandi, er á enda. Skoska knatt- spyrnusambandið hefur áfrýjað dómnum. Atta manns dóu og 50 særðust þegar knattspyrnuleikur fór úr böndunu í Lubumbashi í Kongó á sunnudaginn. Tvö af bestu liðum Kongó, Lupopo og Mazembe, voru að spila. Lupopo hafði komist yfir snemma í leiknum. Þegar Mazembe jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok varð allt vitlaust og áhorfendur byrjuðu að henda flöskum inn á völlinn. Lögreglan svaraði með því að skjóta táragasi upp í stúkuna og þá byrjaði troðningurinn. Áhorfend- ur börðu niður girðingarnar til að sleppa undan táragasinu en fjöl- margir urðu undir. Þetta er annar harmleikurinn í Afríku í mánuðin- um en 11. apríl dóu 43 á fótboltaleik í Suður-Afríku. Knattspyrnuáhangandi í Darm- stadt lést af höfuðáverka sem hann hlaut á knattspyrnuleik í síð- ustu viku. Maðurinn, sem var 25 ára, féll úr sjö metra hæð ofan af hárri járngrind sem lögregla hafði notað til að skilja að áhangendur keppnisliðanna. Hann lést samdæg- urs á sjúkrahúsi. Atvikið átti sér stað á vináttuleik Eintracht Frank- furt og Darmstadt. SETIÐ l' STRAUMNUM Keppendur stinga bátnum t.d. upp á endann eða snúa honum f hringi til að fá stig. Flúðafimi á mánudag: Jónsi varði titilinn flúðafimi Kajakklúbbur íslands hélt keppni í flúðafimi á mánudagskvöld. Mótið var haldið fyrir neðan Elliðaár- virkjun. Keppnin felst í því að sýna listir sínar á kajak í straumnum fyrir neð- an eina tiltekina flúð. Keppendur stinga bátnum t.d. upp á endann eða snúa honum í hringi. Ellefu manns tóku þátt og fjöldi áhorfenda hvöttu þá áfram. I meist- araflokki var það Jón Ragnar Magn- ússon sem sigraði með 177 stig. Jón sigraði einnig í fyrra. Magnús Karls- son var í öðru sæti með 160 stig og Bikash Gurung í þriðja sæti með 150 stig. í nýliðaflokkisigraði Erlendur Magnússon með 67 stig. ■ Kappakstri frestað í Bandaríkjunum: Svimaði á 380 km/klst kappakstur Óvæntar aðstæður urðu til þess að fresta Firehawk 600 kapp- akstri í Texas í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Ökumenn, sem höfðu verið að æfa í brautinni, svimaði og þeir misstu jafnvægið. í ljós kom að þar sem brautin er mjög brött, 24 gráður, þá verður G-krafturinn of mikill eða fimm stig. Engin önnur braut i CART-mótaröðinni er brattari en 18 gráður og reglur segja að G- krafturinn megi alls ekki fara yfir þrjú stig. Brautin hafði verið prófuð fyrr á árinu en þar sem reynsluökumaður- inn keyrði ekki nógu marga hringi þá varð hann ekki fyrir áhrifum krafts- ins. Það var ekki fyrr en eftir tíma- tökur á laugardaginn sem vandamál- ið kom í ljós. Hallinn gerði ökumönn- um kleyft að gefa í botn og keyra á allt að 380 km/klst hraða. Af 25 öku- mönnum voru fjór- ir sem urðu ekki varir við sköddun á innra eyra eða auga. Einn af þeim var Bryan Herta: „Mér fannst þetta frábært. Ég hef aldrei keyrt hraðar. Þetta var eins og að vera í F-16 orrustuþotu." Ekki er enn búið að ákveða hvort eigi að endur- byggja brautina. ■ Ekki fleiri hneyksli á verðlaunapalli Bandaríkjamenn efna til kynningar um prúðmannlega framkomu bandarískra keppenda. ólympíuleikar Bandaríska Ólympíu- nefndin ætlar að gefa væntanlegum vinningshöfum á leikunum í Salt Lake City leiðbeiningar um hvernig beri að haga sér á verðlaunapalli, minnugir hneykslis á síðustu ólymp- íuleikum þegar vinningslið Banda- ríkjamanna í 4x400 metra boðhlaupi var með trúðslæti á pallinum. Sandra Baldwin, forseti bandarísku ólympíunefndarinnar, hyggst fá þá sem þegar hafa unnið til verðlauna á ólympíuleikum til liðs við sig, en liðsmennirnir fjórir úr boðhlaupinu fyrrnefnda, Maurice Green, Jon Drummond, Bernard Willis og Brian Lewes.verða þar trúlega víðs fjarri. Hlaupararnir mættu nefnilega á verðlaunapall í Sidney berir að ofan og voru þjóð sinni tU skammar með alls kyns skrípalátum við afhending- una og til að bæta gráu ofan á svart gerði Green sér lítið fyrir og rak út úr sér tunguna framan í myndavél- arnar í þá mund að Henry Kissinger afhenti honum verðlaunapeninginn. Fjórmenningarnir, vqrii gagn- SKRÍLSLÆTI VIÐ VERÐLAUNAAFHENDINGU. Fjórmenningarnir í 4x400 metra boðhlaupssveit Bandarlkamanna urðu þjóð sinni til skammar á verðlaunapalli í Sidney. rýndir bæði af áhorfendum og öðr- misst stjórn á sér í gleði- og sigur- um keppendum og báðust afsökunar vímunni. Þetta mun ekki eina dæmið á framkomunni, en sögðust hafa tint. ófyrirgefanlega framkomu Bandaríkjamanna á verðlaunapalli. Árið 1992 huldu leikmenn landsliðs- ins í körfubolta, „Dream Team“, bún- inga sína með bandaríska fánanum svo ekki sæist í Rebook-merkið á búningunum, en einhverjir leik- manna voru með samning við Nike. Þá er ekki síður í fersku minni at- vik frá leikunum í Mexíkó árið 1968, þegar Tommie Smith og John Carlos mættu berfættir á verðlaunapall eft- ir að hafa hreppt 1. og 3. sætið í 200 metra hlaupi, og íklæddir svörtum hönskum hófu hnefana á loft að sið Svörtu hlébarðanna, sem voru bar- áttusamtök blökkumanna í Banda- ríkjunum. Alþjóðlega ólympíunefnd- in fór fram á að tvímenningunum yrði refsað og brást bandaríska nefndin við með að gera þá brott- ræka úr ólympíuþorpinu. Miklar kröfur eru gerðar til Bandaríkjamanna á leikunum í Salt Lake City og ætlast bandaríska ólympínuefndin til að heimamenn verði öðrum keppendum til fyrir- myndar. ■ Mikið úrval af ferðatöskum landakortum og ferðabókum í sumarfríið. BÓKABÚÐIN HLEMME SKÁKHÚSIÐ BÓKABÚÐIN MJÓDD BÓKABÚÐIN HAMRABORG * 554 0877

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.