Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR HVERNIG FER? Fyrri leikur Leeds og Valencia í Meistarakeppni Evrópu? ARNAR BJÖRNSSON A STÖÐ 2: „Leeds vinnur 2:0. Ungu sóknarleikmennirnir hjá Leeds, Harry Kewell og Lee Bowyer, verða of frískir fyrir hina öldnu heiðursmenn, Angloma (35) og Carbonari (36) í vörninni hjá Valencia. Þetta skapar pláss fyrir Alan Smith sem mun skora bæði mörk Leeds." SNORRI MÁR SKÚLASON Á STÖÐ 2: „Leeds hafa verið sterkir á heimavelli f meistara- deildinni í vetur. Allir hjá tiðinu, allt frá húsverð- inum á Elland Road til þjálfarans, eru ákveðni; i að nota tækifærið. Leeds mun hafa sigur og mörk- in verða bæði áströlsk, eitt frá Harry Kewell og eitt frá Mark Viduka." T MOLAR Ij/'AsÍgr- J\aði Hauka í þriðja leik liðanna um ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik með 27 mörkum gegn 18. Leikurinn fór fram á Akureyri á mánudags- kvöld. Þá er staðan 2-1 fyrir KA, sem getur tryggt sér titilinn í næsta leik. Hann fer fram á Ásvöllum á fimmtu- daginn. Fyrri leikur Valencia og Leeds í meistaradeildinni: O’Leary sigurviss knattspyrna Góður sigur Leeds á Deportivo La Coruna í átta liða úr- slitum, 3:2 samtals, hefur gefið lið- inu sjálfstraustið sem þarf til að komast í úrslitaleik meistardeildar- innar á San Siro 23. maí, að mati David O’Leary. Er hann þegar far- inn að hugsa til úrslitaleiksins og býst hann fastlega við því að Real Madrid komist framhjá Bayern Munchen í hinum fjórðungsúrslit- unum. „Ég myndi ekki vilja leika gegn Real Madrid heima og að heiman en vil endilega fá þá í einn úrslitaleik á hlutlausum velli. Af hverju ekki? Ef einhver á mögu- leika að vinna þá, þá er það í einum lokaleik frekar en í tveimur leikj- um,“ segir O’Leary. Fyrst þarf liðið þó að komast framhjá spænska liðinu Valencia, en liðið tapaði einmitt fyrir Real Madrid í úrslitum keppninnar í Par- ís í fyrra. Ætla má að liðið hafi því nokkurn áhuga á því að grípa tæki- færið og hefna ófaranna. Endur- koma framherjans Kily Gonzales sem var meiddur gæti hjálpað til. Mikið álag hefur verið á liði Val- encia að undanförnu en margir leik- menn liðsins eru komnir nokkuð til ára sinna. Leeds er hinsvegar með yngri liðum í ensku deildinni ■ EFTIRSÓTTUR ÁSTRALI Ekkert virðist hafa dregið af Leeds þrátt fyrir álag að undanförnu - Mark Viduka skoraði um síðustu helgi og verður á fullri ferð í kvöld á Elland Road. Gullinu stolið í Nýhöfn Islenskir skylmingakappar náðu glæsilegum árangri á Norðurlandameistaramóti. Fingralangur Dani rændi ein- um af gullverðlaununum. Philadelphia Charge, lið Margrétar Ólafsdóttur og Rakelar Ögmunds- dóttur, lék sinn annan leik í banda- rísku WUSA-deild- inni á laugardaginn. Charge mætti Atl- anta Beat í Atlanta. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Margrét var í byrjunarliðinu og var skipt út af á 53. mínútu en Rakel kom ekki inn á. Charge er nú í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig þegar tveir leikir eru búnir. Landsliðsþjálfari íslands í körfuknattleik, Friðrik Ingi Rún- arsson, tilkynnti á mánudag 24 leik- manna æfingahóp sem mun æfa fram að Smáþjóða- leikunum í San Marino seinna í mánuðinum þegar tólf leikmenn fara í sjálft liðið. Því næst tekur und- ankeppni Evrópu- mótsins við en landsliðið mætir Sviss 6. júní í Sviss og írlandi 9. júní. Hópinn skipa: Baldur Ólafsson, Long Island, Fannar Ólafsson, USC, Frið- rik Stefánsson, Njarðvík, Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík, Gunnar Ein- arsson, Keflavík, Helgi Jónas Guð- finnsson, Ieper, Helgi Magnússon, Westminster, Herbert Arnarson, Val, Hlynur Bæringsson, Skallagrími, Hreggviður Magnússon, ÍR, Jón Haf- steinsson, Keflavík, Jakob Sigurðs- son, Birmingham, Jón Arnór Stefáns- son, KR, Logi Gunnarsson, Njarðvík, Magnús Gunnarsson, Keflavík, Magní Hafsteinsson, KR, Óðinn Ás- geirsson, Þór Akureyri, Ólafur A. Ingvason, Njarðvík, Ólafur Jón Ormsson, KR, Páll Kristinsson, USC, Sigurður Þorvaldsson, ÍR, Skarphéð- inn Ingason, Hamri, Sævar Sig- mundsson, Alabama og Þorleifur Ólafsson, Grindavík. Andri Sigþórsson skoraði fyrir Austria Salzburg í sigri liðsins á Austria Wien, 4-1, á sunnudaginn. Hann skoraði á 20. mínútu en 14 mínú- tum seinna fór hann af leikvelli með vægan heila- hristing en hann hlaut sár á höfði sem blæddi mjög mikið úr. Salzburg er í 6. sæti austur- rísku úrvalsdeildarinnar með 44 stig er sjö leikir eru eftir. DV greindi frá. skylmincar Um síðustu helgi var haldið Norðurlandameistaramót í skylmingum með höggsverði. Mótið fór fram í Kaupmannahöfn og tóku sex íslendingar þátt. Alls voru kepp- endurnir á mótinu 24, frá fjórum löndum. Árangurinn var glæsilegur, hópurinn kom heim í gær með tvö gull-, fjögur silfur- og ein bronsverð- laun í farteskinu. Þetta er besti ár- angur sem íslenskir skylmingakapp- ar hafa náð. Þjálfari hópins er Niko- lay Ivanov Mateev. Hann hefur verið búsettur hér á landi í tíu ár. „Ég er mjög ánægður með árangurinn," sagði Nikolay, sem hefur stundað skylmingar i þrjátíu ár. „Verst þótti mér að Andri Kristinsson skyldi ekki ná í gullverðlaun í unglinga- og full- orðinsflokki. Hann átti þau skilin." Guðrún Jóhannsdóttir vann sinn flokk og er því Norðurlandameistari kvenna. í lokabardaganum mætti hún félaga sínum úr Skylmingafélagi Reykjavíkur, Þorbjörgu Ágústdóttur. „Þetta var nokkuð erfiður bardagi. URSLIT KK 1. Sveit Islands HnHðHBHHHBHnBHMRMBRI 2. Sveit Danmerkur 3. Sveit Finnlands 4. Sveit Svíþjóðar Kgr.lafloK!<ur: 1. Sebastian Usiewisz, Danmörku 2. Andri Kristinsson, íslandi 3-4. Mika Roman, Finnlandi 3-4. Jan Rasmussen, Danmörku 5. Ragnar Ingi Sigurðsson, íslandi Pte.ngjaflflkk-ur: 1. Olli Mahlamakki, Finnlandi 2. Andri Kristinsson, íslandi 3-4. Hróar Hugoson, íslandi 3-4. Johan Claesson, Svíþjóð NBA Asunnudagskvöld slógu meistarar síðasta árs, Los Angeles Lakers, Portland Trail Blazers út úr úrslitakeppninni með þremur vinn- ingum gegn engum. Leikurinn fór 99- 86 fyrir Lakers. Þá sigruðu New York Knicks Toronto Raptors með 97 stigum gegn 89. Knicks eru yfir í einvíginu með tvo vinninga gegn ein- um. Sacramento Kings unnu Phoenix Suns með 104 stigum gegn 96 og eru komnir yfir í einvíginu, 2-1. Á mánu- dagskvöld slógu San Antonio Spurs Minnesota Timberwolves úr keppn- inni með þremur vinningum gegn engum. Leikurinn fór 97-84 fyrir Spurs. Þetta er í fjórða árið í röð sem Timberwolves detta út í fjórða leik fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA. Sportvörugerðin er flutt í Skipholt 5, 105 Reykjavík Símar 562-8383 og 899-0000 Við Þorbjörg þekkjum mjög vel á hvor aðra. Um miðbik bardagans var staðan tvísýn en ég náði að vinna 15- 10.“ En ástæðan fyrir því að hópurinn kom heim með tvö en ekki þrjú gull- verðlaun er sú að Guðrúnu hélst ekki lengi á verðlaununum sínum. Þegar hún sat ásamt öðrum úr hópnum á kaffihúsi við Nýhöfn á mánudaginn tókst fingralöngum þjófi að stela töskunni hennar. í henni voru gull- verðlaunin geymd. „Við sátum á kaffihúsi utan al- faraleiðar og geymdum töskurnar undir borði. Þjófurinn var mjög lúmskur því ég tók ekki eftir því að taskan mín væri horfin fyrr en við stóðum upp.“ Guðrún er búin að æfa skylming- ar með höggsverði í þrjú ár og segir hún að Nikolay sé búinn að setja sam- an sterkan hóp sem ætlaði sér þenn- an góða árangur á Norðurlandameist- aramótinu. Næst á dagskrá hjá henni er heimsbikarmót í Þýskalandi í júní en hópurinn stefnir á heimsmeistara- mót í Frakklandi í lok öktóber. ■ EKKERT GULL Á MYNDINNI Fingralöngum Kaupmannahafnar búa tókst að stela gullverðlaununum af Guðrúnu Jóhannsdóttur á mánudaginn. URSLIT KVK Kvennaflokkur: 1. Guðrún Jóhannsdóttir, íslandi 2. Þorbjörg Ágústsdóttir, íslandi 3-4. Sigríður M. Sigmarsdóttir, Islandi 3-4. Maja Stedink, Svíþjóð Stúlknaflokkflr 1. Þorbjörg Ágústsdóttir, Islandi 2. Sigríður M. Sigmarsdóttir, Islandi Deildarbikar karla: knattspyrna Undanúrslit í Deild- arbikar karla í efri deild fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í gær. Þar mættust annars vegar FH og ÍA og hins vegar Grindavík og KR. FH sigraði í A með fimm mörkum gegn tveimur. ÍA skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. FH bætti þremur mörkum við og innsiglaði sigurinn. í seinni leiknum bar KR sigur úr býtum með tveimur mörk- um gegn einu marki Grindvíkinga. Deildarbikarinn hófst fyrir tveimur mánuðum. Keppnin skiptist í tvo riðla og voru átta lið í hvorum. Fjögur efstu liðin úr hverjum riðli kepptu í útsláttakeppni í 8-liða úr- slitum. KR mætti Fram á gervigras- vellinum 24. apríl síðastliðin og sigr- aði með einu marki gegn engu. Grindavík mætti ÍBV sama dag í Reykjaneshöllinni og sigraði með tveimur mörkum gegn engu. 25. apr- íl vann FH Breiðablik á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn engu. 26. FH MALAÐI FH vann ÍA með fimm mörkum gegn tveimur f framlengdum undanúrslitaleik I gær. apríl vann í A Keflavík í Reykjanes- höllinni með einu marki gegn engu. FH og KR mætast því á gervigras- vellinum í Laugardal næstkomandi sunnudag í úrslitaleik Deildar- bikarsins. ■ FH og KR í úrslit á sunnudag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.