Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Næturvörður afstýrði stórbruna Vamarstefna Bush: Fækka kjarn- orkuvopnum washincton. ap George W. Bush hyg- gst fækka bandarískum kjarnorku- vopnum verulega, hugsanlega án þess að semja við Rússa um gagn- kvæmar aðgerðir. Hins vegar ætlar hann að hraða uppbyggingu hnatt- ræns varnarkerfis gegn flugskeytum Bandaríkin ráða nú yfir u.þ.b. 7.200 kjarnorkuvopnum og hafa skuldbundið sig til þess að fækka þeim niður í 3.500 samkvæmt START II samningnum. Bush hefur oft sagt frá því að hann vilji fækka kjarnorkuvopnum, en hann hefur ekki sagt nákvæmlega hversu langt hann vilji ganga í þeim efnum. ■ íkveikja. Eldur kom upp í Súlnasal Hót- el Sögu um tvöleytið í fyrrinótt en eld- ur hafði verið borinn að gluggatjöldum í vesturhluta salarins. Jóni Gesti Ófeigssyni næturverði tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Gestir hótelsins söfnuðust saman í anddyri þess þegar brunarvarnarkerfi fór í gang en fengu að fara til herbergja sinna þegar slökkvilið hafði lokið rann- sókn. Töluvert tjón varð á Súlnasalnum í brunanum og barst reykur í eldri álmu hótelsins en nýrri álman slapp að mestu við reyk. Óvíst er hver kveikti í. í samtali við fréttastofu Bylgjunnar Kveikt í gardínum í Súlnasal: sagði Jón Gestur að hann hefði tæmt fimm stór slökkvitæki til að ráða niður- lögum eldsins. Jón Gestur hafði blautar dulur yfir vitunum þegar hann réðst að eidinum og kom í veg fyrir mikinn elds- voða með snarræði sínu. Að lokinni læknisskoðun sneri hann svo aftur til starfa, að því er fram kom á Bylgjunni. Vilja 150 þúsund í grunnlaun Löggan vill tala við Davíð löggæsla Framkvæmdastjórn Lands- sambands lögreglumanna hefur án árangurs reynt að fá fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra til að ræða við hann um stöðu löggæslu- mála. Mikil óánægja ríkir innan lög- reglunnar með stöðuna í kjaramálum stéttarinnar en lítið hefur miðað í samningum þeirra við ríkið. í kröfum sínum fer lögreglan fram á að grunn- laun þeirra hækki úr 102 þúsundum í 150 þúsund og að eftirlaunaaldur þeirra verði miðaður við 65 ára aldur í stað 70 ára. Á sama tíma og stjórnvöld fögn- uðu 10 ára forsætisráðherratíð Davíðs í fyrradag gengu hátt í 400 einkennisklæddir lögreglumenn fylktu liði niður Laugaveginn að Al- þingishúsinu til að leggja áherslur á kröfur sínar. í ályktun félags- fundar þeirra í fyrradag kemur fram að lögreglan stendur ekki á þeim styrku stoðum sem henni er ætlað á meðan ekki verður hugar- farsbreyting á afstöðu stjórnvalda í hennar garð. Þá sé hætt við at- gervisflótta úr stéttinni sem ekki sé til þess fallið að auka á öryggi borgaranna nema síður sé. ■ LÖGREGLUMENN ÞJÓFSTÖRTUÐU 1. maí með þvi að fara í kröfugöngu sólarhring á undan öðru launafólki. 1. MAÍ Verkalýðsdagurinn gekk vel í flest- um bæjarfélögum í gær sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nóttin á Akranesi var friðsæl þrátt fyrir þó nokkurn eril á öldurhúsum bæjarins. ---£-- * IBorgarnesi var umfang skemmtana í tilefni dagsins í minna lagi. Verka- lýðsfélagið á staðnum hélt uppá 70 ára afmæli sitt samhliða því að bjóða íbú- um upp á 1. maí kaffi. ✓ — AVestfjörðum var rólegt yfir helg- ina. Lítið var um skemmtanir kvöldið fvrir 1. maí og margir barir lokaðir. A ísafirði var kennsla í Menntaskólanum í gær, sem skýrir fjarveru ungmenna á öldurhúsum. —♦— Akureyringar hlupu að venju 1. maí hlaup sitt og tóku 6-700 manns þátt að þessu sinni. Hlauparar voru á öllum aldri og hlupu 2, 4 og 10 kílómetra. Veitingastaðir voru opnir kvöldið áður og var slangur af fólki á ferli. Fleiri virtust þó taka því rólega og undirbúa sig fyrir keppnina daginn eftir. * —♦— Ovenju rólegt var yfir Neskaupstað 1. maí að þessu sinni. Lögreglan sagði nokkra á ferli en lítið hefði verið um rauða fána eða kröfuspjöld. Ein- hverjar ræður hafa þó verið haldnar ' að frumkvæði verkalýðsfélagsins á staðnum. Umboðsmaður Alþingis: Spítali svari félagsráðgjafa stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Lands- spítala-háskólasjúkrahúss að gefa konu, sem sótti um afleysingastarf sem félagsráðgjafi hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir rúmum tveimur árum, rökstudda grein fyrir því hvers vegna annar félagsráðgjafi var ráð- inn í starfið en hún ekki. ■ Opnaðu nýja heima á evröpskri tungumálahátíd Endurmenntunarstofnun HÍ býður til hátíðar um helgina að Dunhaga 7 þar sem fræðast má um evrópsk tungumál. Tungumálaskólar kynna starfsemi sína og boðið verður upp á fjölbreytta fræðslu- og skemmtidagskrá. ■ v Laugardagur 5. maf kl. 13-18 -.1 Heimsljósin Fjölþjóðlegur barnakór og strengjakvartett /waípmOTritemáJaraðheira^ Sunnudagur 6. maf kl. 13-18 Tónlist frá Vojvodina í Serbíu Á íslensk tunga við í íslenskum kaupstað - ein? Guðmundur Andri Thorsson ■R?* í " Tunaumáíi í tvísvnu Erindi Baldurs Ragnarssonar og uppiestur ^ ■ .....I. á ýmsum sjaldheyrðum tungumálum J tungur þeirra öm Árnason og Karl Ágúst Úlfsson skemmta Sigurður Ægisson blaðamaður ) TUngumálakunnátta - Margrét Jónsdóttir spænskukennari besta fordómavörnín v-------------------Szymon Kuran leikur pólska tónlist *»Bi»*JiSWWo. • iájí Pólska samfélagið á íslandi Ania Wojtynska M.A.-nemi í mannfræði Skiptinemar frá AFS lesa Ijóð á ýmsum evrópskum tungum wwwiiwii m ts tfHHHI TUWMWWRMtWWWWII Islenskukennsla fyrir útlendinga - Stefna stjórnvalda og raunveruleiki Ingibjörg Hafstað kennsluráðgjafi Samísk Ijóð “S. JEinar Bragi les úr þýðingum sínum Leikur að orðum { Elísabet Brekkan og ungir Islendingar) Félagar úr Delizie Italiane leika ítalska tónlist *> ' Guðrún Theódórsdóttir íslenskukennari Staða færeyska málsamfélagsins Eðvarð T. Jónsson ) :—-ýEST rrnnr^TÓnlÍSt 1 Nýtt námsefni I íslensku ( v fyrir útlendinga auðrún H. Tulinius og Karl Guðmundsson segja ’ Leiðir að Ijóðum Tónlist frá færeyjum wC ml frá þýðingum sínum á Ijóðum Pablos Neruda Isienskt táknmál er annað mál Ómaksins virði? - um þýðingar á tölvu- og tæknimáli Sigrún Helgadóttir i reiknifræðingur / Tal og texti a skjanum - raddsetning og skjátextar ( Flamenco dans ')( Evróþsk kvikmynd^ I | £ 1 Evrópskt tungumálaár 2201 ■ /Opin námskeið í evrópskum \ tungumálum 7. - 11. maí Svandís Svavarsdóttir táknmálsfræðingur Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur m * ww . xm ■ ■■ ■■■ - ■ ■ • l, .. -j ..valílBS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.