Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 og handíðaskóla íslands 1985-1989 og er þetta 5. einkasýning hans. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11- 17 og henni lýkur 14. maí. Gunella sýnir olíumálverk f Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Sýningin nefnist Keliur og er efniviðurinn íslenska bóndakonan úti I náttúrunni við leik og störf. Trúin á álfa og huldufólk kemur þar líka við sögu. Sýningin stendur til 6. maf. í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur Kristján Jónsson opnað sína 6. einka- sýningu. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári og sérstaklega með rými Stöðlakots í huga. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14- 18 og lýkur 13. maf. í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík stendur yfir samsýning á verkum Páls Guðmundssonar og Asmundar Jóns- sonar. Safnið er opið 13-16. Sýningin stendur til 6. maí. Myndir 370 barna af mömmum f spari- fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið á verslunartfma. Sýningin stendur til 3. mai. í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21 Paradísarmissir í sænska skerjagarðinum: ,,Þá er þverra mun þessi gleði“ leikhús Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld hið magnaða Ieikrit Laufin í Toscana eft- ir sænska leikritahöfundinn Lars Norén. Þetta er meinfyndið verk um ráðvillt nútímafólk eftir einn vin- sælasta leikritahöfund Norðurlanda en hann hlaut nýlega Norrænu leik- skáldaverðlaunin. Leikritið fjallar um stórfjölskyldu sem kemur saman á hverju sumri til að treysta böndin, en upplausn fjölskyldunnar og persónu- LAUFIN í TOSCANA Stefán Jónsson leikur leiðindarpúkann Hubert legir harmleikir eru á næsta leiti. Baksvið leikritsins er fall Berlínar- múrsins, hrun Austantjaldslandanna og átökin á Balkanskaga. Óspart er vitnað í Anton Tékov, einkum leikrit hans Mávinn, auk þess sem höfundur- inn er í ákveðnu uppgjöri við sjálfan sig sem leikritaskáld. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, en leikendur eru þau Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sigurður Skúlason, Valdi- mar Örn Flygering, Guðrún S. Gísla- dóttir, Stefán Jónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Erlingur Gíslason. ■ norrænan myndlistarmann, en þar á meðal eru þeir Hreinn Friðfinnsson og Tumi Magnússon. Opið 11-17. Sýningin stendur til 6. maí. „Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón sýningu í Menningarmíðstöðinni Gerðubergi í sýningarröðinni „Þetta vil ég sjá". Þar hefur Sjón valið til sýningar verk eftir Erró, Magnús Pálsson, Magn- ús Kjartansson, Hrein Friðfinnsson, Friðrik Þór Friðriksson og fleiri. Menn- ingarmiðstöðin er opin frá 9 að morgni til 21 að kvöldi. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að breyta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. Sýningin stendur til 6. júní. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. Sjö olíumálverk er á sýningu Kristínar Geirsdóttur í Hallgrímskirkju. í verkun- um er lögð áhersla á krossinn, þríhyrn- inginn og litinn en verkin voru gerð sér- staklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin stendur til 20. maí. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar í Gryfju Lista- safns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ás- mundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni. Berglind Björnsdóttir Ijósmyndari hefur opnað sýninguna 2001 Space Odyssey í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustlg. Mynd- irnar eru bæði svart/hvítar og í lit. Sýn- ingin er opin alla virka daga frá kl. 10- 18, laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 13-17. Sýningin stendurtil 6. maí. I Listasafni Sigurjón Ólafssonar er sýning á verkum Sigurjóns sem spanna 30 ára tímabil í listsköpun hans. Sýndar eru Ijósmyndir og verk í eigu safnsins, raunsæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk. Fram til 1 júní er safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur til 1. júní. Ásdís Kalman heldur sýningu í Lista- salnum Man, Skólavörðustíg, á abstrakt- málverkum sem hún hefur gert á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4. einka- sýning TÓNLIST Út 'i eyjum . Nú ber vel í veiði fyrir unnend- ur eyjatónlistar: Buena vista social club frá Kúbu á Klakanum og glæný plata að koma í búðir hér frá Grænhöfðaeyja-söngkon- unni Cesariu Evora, sem heimsótti okkur í fyrra. Sao Vicente di longe (S.V. í fjarska) heitir skífan og er alveg „týpísk" Cesariu-plata, glað- lega angurvær... 15 lög eru á skíf- unni, flest hljóðrituð í Havana á Kúbu, nokkur í París og eitt í Brasilíu. Skemmtilegar myndir eru á plötuumbúðunum og í bæk- lingnum af Cesariu heima í átt- högunum og víðar, og eins og með fyrri plötum hennar sem ég hef séð fylgja söngtextarnir á portú- Sao Vicente di longe________________ Flytjendur: Cesaria Evora ásamt Caetano Veloso, Pedro Guerra, Chuco Valdés, Bonnie Raitt og fleirum. Útgefandi: Lusafrica gölsku og í enskri þýðingu. Þetta er einstaklega afslappandi pakki út í gegn, eiginlega lágstemmdur, engin læti né sýndarmennska hér á ferð. Andrea Jónsdóttir Alveg ótrúlega náttúruleg stemmning. RANNVEIG FRÍÐA OG GERRIT SCHUIL Tónleikar þeirra og Guðnýjar Guðmundsdóttur verða endurteknir í kvöld. Tónlistarhúsið Ýmir: Perlur tónbókmenntanna tónleikar Rannveig Friða Bragadóttir mezzosópran, Gerrit Schuil píanó- leikari og Guðný Guðmundsdóttir sem leikur á víólu eridurtaka í kvöld kl. 20.00 tónleika sína, sem þau voru með í gærkvöld í Tónlistarhúsinu Ými. Þau ætla að flytja margar helstu perlur tónbókmenntanna, en þar á meðal eru lög eftir Schubert, Brahms, Grieg og Hugo Wolf. Tón- leikarnir eru haldnir í tengslum við kynningu á Tónlistarhúsinu Ými, en Gerrit Schuil hefur verið nýráðinn listrænn stjórnandi hússins. FRÉTTABLAÐIÐ Til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu Fréttablaðið hóf göngu sína á 23. apríl síðastliðinn, og er því dreift að morgni dags inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu, viðtakendum að kostnaðarlausu. Fréttablaðið er fyrst og fremst heimilisbiað en þó má gera ráð fyrir að fyrir- tæki óski eftir því að fá eintök af blaðinu send eins og tíðkast hefur með önn- ur dagblöð. Fréttablaðið gerir fyrirtækjum, stofnunum og samtökum það til- boð að skrá sig fyrir eintökum af blaðinu og fá þau send til sín gegn því að viðkomandi fyrirtæki greiði sendingarkostnað. Ef áhugi er fyrir hendi á slíkri sendingarþjónustu er bent á að hafa samband í síma 515 75 20 og leggja inn pöntun. Sendingarþjónusta á Fréttablaðinu tii fyrirtækja kostar kr. 1100 á mánuði. Fyrir hönd Fréttablaðsins, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.