Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.05.2001, Qupperneq 2
I KJÖRKASSINN DAVÍÐ ODDSSON, FORSÆTISRÁÐ- HERRA Vinsæll meðal lands- manna en góðærið ekki honum einum að þakka að mati netverja. Er góðæri undanfarinna ára Davið Oddssyni að þakka? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 24% Spurning dagsins í dag: Á Samkeppnisstofnun að rannsaka starfsemi olíufélaganna vegna bensín- verðshækkana? Farðu inn á vísi.is og segðu I þlna skoðun I ___________ SCHENGENSAMSTARF Allar ferðir til og frá Schengen svæðinu eru skráðar í gagnagrunn aðildarríkjanna. Schengen samstarfið: 10 frávísanir frá gildistöku iawpamæraeftirlit Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, sem sér um landamæraeftirlit á Keflavíkurflug- velli, hefur vísað 10 einstaklingum frá landi síðan Schengen samstarfið hófst 25. mars síðast liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá landamæraeftirlitinu voru 8 af þess- um 10 einstaklingum með fölsuð vegabréf. Tveimur var vísar frá af öðrum ástæðum. Aðrar ástæður geta verið stolin vegabréf, ónóg fjárráð eða að engar skýringar eru gefnar á ferðalaginu. Allar ferðir til og frá Schengen svæðinu eru skráðar í gagnabanka, svokallað SIS kerfi (Schengen In- formation System). Vegna þeirrar skráningar hefur tekist að hafa hend- ur í hári þeirra sem ferðast um með fölsuð vegabréf. Eftirlýstir einstak- lingar eru geymdir í gagnagrunnin- um og gefur kerfið til kynna þegar einhver þeirra kemur inn á Schengen svæði eða yfirgefur það. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli vísar fólki frá landi áður en það kemur inn í það. Ef einstaklingur sleppur fram hjá Iandamæraeftirlit- inu færist málið til ríkislögreglu- stjóra og kemur það í hans hlut að brottvísa hlutaðeigandi frá landi. ■ ERLENT Eldur kom upp í rússíbana í skemmtigarði í borginni Bruhl, skammt frá Köln í Þýskalandi í gær. A.m.k. 36 manns slösuðust og þús- undir manna flúðu garðinn í ofboði. Enginn lét lífið, að sögn lögreglu- stjórans í bænum, en litlu mátti muna. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins á tveimur klukkustundum. —♦— Fimm manns létust og 22 til við- bótar slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti ofan í skurði á Spáni í fyrrinótt. 40 ferðamenn voru í rútunni, sem var á leiðinni frá Madrid til Malaga. Vitað er til þess að einn þeirra sem lést var frá Bandaríkjun- um og tveir þeirra frá Marokkó. Or- sök slyssins eru enn ókunn og er máliö í rannsókn hjá lögreglu. 2 FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Útiloka ekki samúðaraðgerðir í sjómannadeilunni: Aðild að ESB gegn okri og einokun i. maí Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsambands íslands sagði í 1. maí ræðu sinni á Ingólfs- torgi í gær að með inngöngu íslands í Evrópusambandið yrði hægt að knýja fram eðlilegt verðlag í landinu og brjóta á bak aftur alla einokun. Hann hvatti til þess að umræða um forsendur að hugsanlegri aðild að ESB yrði sett á dagskrá. Hann sagði einnig að launafólk ættu að íhuga samúðaraðgerðir með sjómönnum ef stjórnvöld mundu grípa í verkfall sjómanna með lagasetningu. Ögmundur Jónasson formaður BSRB lagði áherslu á það í sinni ræðu að verkalýðshreyfingin héldi vöku sinni í baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og velferð fyrir alla í glím- unni við afturhalds- og einokunaröfl- in. Talið er að 1-2 þúsund manns hafi tekið þátt í 1. maí hátíðahöldunum í Reykjavík í gær að mati töluglöggra lögreglumanna. Eins og oft áður var veðrðið ekki hagstætt launafólki því það gekk á með rigningu og hvössum vindi þegar verst var. ■ BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS Verkafólk hélt upp á 1. maí með hefðbundinni dagskrá, göngu.ræðum söng og upplestri. ÞÝSKIR LÖGREGLUÞJÓNAR VAÐA ELD Mótmælahópar höfðu reist logandi götuvígi í Berlfn f gærmorgun. Mótmælabannið í Berlín hunsað Mótmælendum og lögreglu lenti saman víða um heim 1. maí BERLÍN oc LONPON. ap Þúsundir rót- tækra vinstrimanna og stjórnleys- ingja í Berlín köstuðu grjóti og flöskum í lögregluna og settu upp logandi götuvígi í gærmorgun. Átök- in hörðnuðu síðdegis þegar mótmæl- endur bjuggu sig af fullri alvöru undir árvissar óeirðir á 1. maí í hverfinu Kreuzberg. Þrátt fyrir að allar mótmælaað- gerðir í hverfinu hafi verið bannað- ar og 9.000 manna lögreglulið væri á götum úti tókst ekki að koma í veg fyrir átökin, sem árum saman hafa einkennt alþjóðadag verkalýðsins þar í borg. Allir draumar stjórn- málamanna og fjölmargra borgara um friðsamleg hátíðahöld urðu að engu. Þúsundir.verkamanna tóku þátt í hefðbundnum athöfnum 1. maí víða um heim í gær, en auk þess lenti lög- reglu saman við hópa fólks sem voru að mótmæla alþjóðavæðingu og auð- valdi í ýmsum borgum. í London króaði lögreglan nokkur hundruð mótmæiendur af á Oxford Circus í hjarta borgarinnar, en lög- reglan hugðist koma í veg fyrir að herskár minnihluti efndi til uppþota í tengslum við tíu þúsund manna mótmælagöngu. Flöskum og spýtum var kastað í lögregluna og tugir manna voru handteknir. í Sidney í Ástralíu lenti lögreglan einnig í átökum við mótmælendur og þurfti að flytja a.m.k. tvo lög- regluþjóna á sjúkrahús. Hátíðahöldin 1. maí gengu þó að venju friðsamlega fyrir sig í Frakk- landi, en þúsundir manna fóru þar út á göturnar til þess að taka þátt í þeim. Þar beindust mótmælin eink- um gegn nýlegum uppsögnum fjölda fólks. í Tyrklandi tóku 20.000 manns þátt í mótmælagöngu og þúsundir manna hvöttu stjórnvöld til þess að semja við vinstrisinnaða fanga sem hafa verið í hungurverkfalli sem kostað hefur tuttugu manns lífið. í Rússlandi tóku hundruð þús- unda þátt í mótmælagöngum, þar af nærri 30.000 manns í Moskvu. Sá fjöldi er þó ekki nema lítið brot mið- að við þann aragrúa sem fyllti Rauða torgið á tímum Sovétríkjanna. ■ STING Á TÓNLEIKUM f SVISS Á MÁNUDAG Að tónleikunum loknum flaug hann til Ital- íu þar sem flugvélinni hlekktist á. Söngvarinn Sting: Slapp ómeiddur úr flugslysi flugslys Söngvarinn og tónlistarmað- urinn Sting slapp ómeiddur þegar einkaflugvél hans af gerðinni Cessna Citation 5 fór út af flugbraut í lend- ingu í Flórens á ftalíu á mánudaginn. Söngvarinn var að koma úr tónleika- ferð til Sviss þegar óhappið átti sér stað. Svo virðist sem bremsur flug- vélarinnar hafi verið í ólagi, því flug- vélin lenti eðlilega en nam ekki stað- ar fyrr en á grasflöt rétt við girðingu umhverfis flugvöllinn. Alls voru fimm manns um borð, en engan þeir- ra sakaði. ■ —♦— l.maí, Reykjavík: Gáfu rósir og grænmeti grænmetismál. Félagsmenn í Sam- bandi garðyrkjubænda settu svip sinn á 1. maí-hátíðahöldin í gær með því að gefa verkafólki rósir og græn- meti á leið þess á Ingólfstorg. Með því vildu þeir minna á hagsmuni sína og fá „gott“ veður hjá launafólki. Talsmenn garðyrkjubænda bentu m.a. á að þeir fengu aðeins um 50 krónur af hverri rós sem seldi væri á 400-500 krónur í blómabúð. Talið er að garðyrkjubændur hafi gefið nokk- ur þúsund rósir og töluvert magn af grænmeti í þessari aðgerð sinni í gær. ■ Skilar af sér á næstu dögum Endurskoðunarnefnd í málefnum öryrkja átti skila af sér fyrir hálfum mánuði öryrkjar „Við munum skila þessu af okkur alveg á næstunni", segir Ólaf- ur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, um starf nefndar á vegum ráðuneytisins sem hefur unn- ið að endurskoðun á málefnum ör- yrkja. „Ég þori ekki að segja ná- kvæmlega daginn en efnislega erum við búnir að fjalla um þetta.“ Nokkuð hefur tafist að skila nið- urstöðum hópsins sem átti upphaf- lega að skila af sér fyrir hálfum mán- uði síðan. „Það var talað um 15. apríl. Síðan reyndist það nauðsynlegt fyrir okkur að taka nokkra daga í viðbót við þetta“, segir Ólafur en neitar því að nokkuð óvænt hafi komið upp á. Aðalástæðuna segir hann vera þá að apríl hafi verið fremur ódrjúgur mánuður til starfa og 15. apríl meðal annars komið upp á páskum. „Þess vegna reyndist nauðsynlegt að taka nokkra daga í viðbót í þetta. Þetta er spurning um að ljúka fráganginum. Þetta er talsvert umfangsmikið verk með miklu af útreikningum og svolít- ið flókin framsetning." ■ ÓLAFUR DAVÍÐSSON Frídagar í apríl seinkuðu starfi nefndarinnar STUTT 25.500 börn og unglingar undir 18 ára aldri eru með debetkort frá bönkum og þremur stærstu spari- sjóðum. Mismunandi kröfur eru gerðar áður en kortin eru afhent. Fimm af sex bönkum og sparisjóð- um gera kröfu um samþykki for- ráðamanns barna undir 16 ára aldri og helmingur þegar umsækjandi er 16 eða 17 ára. SPRON veitir einn möguleika á yfirdráttarheimild en einungis til þeirra sem fá lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. —♦— 40 manns slösuðust þegar farþega- lest á leið frá Nice til Feneyja lenti í árekstri við þjónustuvagn ná- lægt landamærum Ítalíu og Frakk- lands í fyrrinótt. Um 150 manns voru í farþegalestinni. Fjórir farþeg- anna eru alvarlega slasaðir. _

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.