Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐiÐ 2. maí 2001 MIÐVIKUUDAGUR FRETTABL\ÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Slm'bréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjóm@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF | SiÓMENN ÓÆSKILEGIR Samtök atvinnulífsins minna á að ekki er heimilt að ráða í vinnu sjómenn sem eru I verkfalli. Ekki ráða sjómenn Samtök atvinnulífsins sendu frá sér bréf 26. april sl. sem birtist hér lítið eitt stytt: verkföll Samtök atvinnulífsins hafa beint þeim eindregnu tilmælum til aðildarfyrirtækja að ráða ekki verk- fallsmenn til starfa, en samkvæmt samþykktum SA er félagsmönnum óheimilt að ráða til sin launþega sem eru í verkfalli eða verkbanni. Þá eru þeir sem kunna að hafa ráðið verk- fallsmenn til vinnu vegna ókunnug- leika um kjaradeiluna vinsamlegast beðnir að láta þá hætta störfum. Samkvæmt 47. gr. samþykkta SA um vinnustöðvanir er félagsmönnum óheimilt að ráða til sín launþega sem eru í verkfalli eða verkbanni. Fregn- ir hafa borist af því að sjómenn sem eru í verkfalli hafi ráðið sig til ann- arra starfa og hafi þannig getað aflað sér tekna í verkfallinu á sama tíma og útgerðirnar eru tekjulausar vegna verkfallsins. Samtök atvinnulífsins beina þeim eindregnu tilmælum til aðildarfyrirtækja sinna að ráða ekki verkfallsmenn til starfa og virða þan- nig í hvívetna 47. gr. samþykkta SA. Yfirstandandi vinnustöðvun (verkfall og verkbann) á fiskiskipum nær til áhafna fiskiskipa sem eru 12 rúmlestir og stærri. Verkfall og verkbann nær til eftir- talinna stöðuheita: Skipstjóri, stýri- maður, vélstjóri, vélavörður, mat- sveinn, bátsmaður, netamaður, Baader maður og háseti. Komi upp vafaatriði um það hvort starfsmaður sem hefur verið ráðinn eftir að verkfallið hófst 15. mars 2001 sé í verkfalli er hægt að ganga úr skugga um það hjá Landsssambandi íslenskra útvegsmanna eða Samtök- um atvinnulífins. ■ Ekkert uppnám vegna sjómannaverkfalls Það er sérkennilegt að ganga um Reykjavíkurhöfn í góða veðrinu. Þar baka sig í sólinni hátt á þriðja tug togskipa, hvert öðru litfegurra en með ryðgaða skutrennu. Sjómenn og dáðadrengir sjást hvergi, enda komn- ir í önnur störf eða hvíla sig með fjöl- skyldum sínum heima og á sólar- strönd. Nokkrir iðn- aðarmenn eru að „Sjómannaverk- dytta að skipunum, fall hefur staðið en annars er allt samfleytt frá kyrrt í kringum páskum og það Þau- líða dagar án Sjómannaverk- þess að minnst hefur staðið sé á það í fjöl- samfleytt frá pásk- miðlum." um °g Það líða dag- ar án þess að minnst —^— sé á það j fjölmiðl- um, enda þokaðist lengi vel lítið í átt til samkomulags. Öðru vísu mér áður brá. Þegar loðnu- eða togaraflotinn sigldu í höfn hér áður fyrr varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Blöðin voru með stríðsfyrirsagnir á hverjum degi og forystumenn sjómanna og útvegs- manna „grétu“ í hverjum fréttatíma útvarps og sjónvarps. Það var sífellt verið að reikna út hve mikil verð- mæti færu forgörðum og hve hrapa- lega þjóðarbúið yrði leikið ef veiðar stöðvuðust í langan tíma. Og þing- menn hlupu til og settu lög á deilurn- ar. Það hrikti í þjóðarskútunni frá reiða og niður í kjöl. Nú er sjómannaverkfalli tekið með jafnaðargeði. Ég hef t.d. ekki enn séð hvað hver verkfallsdagur kostar þjóðarbúið eða hve mikil verð- ...MáLmamia EINAR KARL HARALDSSON veltir fyrir sér logninu kringum sjómannaverkfall mæti eru þegar farin í súginn. Margt getur skýrt þetta tómlæti. Með því að sækja stífar er hægt að fylla upp í þorskkvótann á fiskveiði- árinu þótt stopp verði í nokkrar vik- ur. Og það má vera að annar stíll sé í viðræðum sjómanna og útvegsmanna en áður. En mestu ræður þó eflaust að efnahagslífið er orðið margbreytt- ara en fyrrum og þjóðlífið ekki bara saltfiskur. Menn með mikla yfirsýn eins og Kristján Ragnarsson og Guð- jón A. Kristjánsson muna tímana tvenna og eru sammála um að nú fyrst sé að koma verulegur þrýsting- ur á lausn sjómannaverkfallins.l FLOTINN I HÖFN Skuttogararnir liggja svo tugum skiptir aðgerðarlausir I Reykjavíkurhöfn og fólkið I landinu lætur sér fátt um finnast. Hvenær komast Baldvin Þorsteinsson, Gissur og Helganesið, og hvað þeir nú heita togarnir, á sjó? Við erum upptekin við þjónustuna Hlutdeild sjávarútvegsins í efnahagsheildinni hefur minnkað hratt þjónustuhackerfio Á árinu 2000 komst framlag þjónustu (á vegum einkaað- ila og hins opinbera) til landsfram- leiðslunnar upp í 62.4% borið saman við 52% árið 1980. Iðnaður (án fisk- vinnslu) hafði þá 25.5% hlutdeild, 0.5% meira en 1980. Sjávarútvegur hefur dregist saman (veiðar og vinnsla) og var skerfur hans til landsframleiðslunnar 10.2% árið 2000, borið saman við 17% árið 1980. Þessi þróun skýrist af því að lands- framleiðslan hefur vaxið örar síðan 1980 en aflaverðmæti úr sjó, þar sem fiskistofnar eru fullnýttir og ríflega það. Landbúnaður hefur líka skropp- ið saman: hlutdeild hans er komin niður í 1.8% en var 5% 1980. Hlut- deild gömlu forgangsatvinnuveg- anna til sjós og lands í mannafla og landsframleiðslu hefur því á innan ÞiÓN USTUHAGKERFIÐ 1980 2000 1980 2000 81 Þjónusta 52,0% 62.5% □ Iðnaður 25,0% 25.5% □ Sjávarútvegur 17,0% 10,2% □ Landbúnaður 5,0% 1,8% við 20 árum minnkað úr 22% niður í 12%. Ef málið er tekið frá annarri hlið þá stefnir hlutdeild sjávarútvegsins í útflutningsverðmætum niður í 40% á þessu ári samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar en var 60% fyrir tuttugu árum. Á árinu 2000 var hlutdeildin 44,6%. Og svo hefur sjómönnum fækkað á síðasta áratug um 2000. Engum blöðum er um það að fletta að sjávarútvegur og útvegsklasinn (með afleiddum hátækniiðnaði) verð- ur áfram mikilvægur atvinnuvegur á íslandi, og seint mun koma hér upp ástand þar sem landbúnaðar og sjáv- arútvegur vega samanlagt ekki meira en 2-3% í landsframleiðslu eins og víðast er í 24 ríkjum OECD. En fólk hefur um annað að hugsa en útveginn, og fréttir vikunnar voru af íslenskri erfðagreiningu og árangri Össurar í útlöndum og 2 milljarða rannsóknarsamningi Hjartaverndar. Það sýnir að mannauðurinn, sem er undirstaða þjónustu og hátækniðnað- 1 SPENNUFALL [ Spennufall Frestun verkfalls. Mok vertíðarbáta á þorski. Kvótakerfið. Góður afli smábáta. Engar timabundnar veiðar Þrýstingur Tímabundnar veiðar: Úthafskarfi I maí og júní. Norsk-íslenska síldin I maí og júní. Afkomutap útgerða og sjómanna. Útflutningsstopp. Gengisórói. ar á framtíðina fyrir sér og honum eru engin þau takmörk sett sem nátt- úrulegar auðlindir setja okkur. einarkarl@frettabladid.is AÐALFUNDUR 2001 Aðalfundur Félags rafeindavirkja 2001 verður haldinn að Stórhöfða 31 1. hæð, (gengið inn að norðanverðu) fimmtudaginn 3. maí n.k. kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Félags rafeindavirkja TVÆR HLIÐAR | r Obærilegt ástand sjómannaverkfall „Við þurfum tíma til þess að taka þessi 33 þúsund tonn sem við meg- um veiða úr djúpsjávarkarfanum í lokaða hólfinu út af Reykjaneshrygg. Þess vegna má verkfall ekki dragast mikið úr þessu án þess að mikil verðmæti fari í súginn," seg- ir Kristján Ragnarsson formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Hið sama má segja um síldveiðar sem fara að hefjast. Sjávarútvegur skiptir enn gríðar- legu máli fyrir þjóðarbúið. „Mér er til dæmis tjáð að gengislækkunina að undan- förnu megi að verulegu leyti rekja til þess að nú er ekkert flutt út af sjávarafurðum, en einungis fluttar inn vörur af öllu tagi. En kvótinn skapar meiri ró en áður: „Nú geta menn tekið sinn aflakvóta síðar á ár- inu og einnig er heimilt að flytja 20% á milli ára.- Það er ekki eins mikill hamagangur í þessu og var fyrir daga kvótakerf- isins. En þetta er þó óbærilegt ástand." ■ KRISTJÁN RAGNARSSON, FORMAÐUR LÍÚ Kvótakerfið róar umræður um sjómannaverkfall en nú eru að hefjast veiðar sem eru takmark- aðar við tíma. Nú kemur þrýstingur sjómannaverkfall „Með frestun verkfalls- ins var hægt að klára loðnuvertíðina eft- ir föngum og vertíðarbátarnir mokuðu upp fiski“, sagði Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður. „ Sjómenn voru fegnir að komast í frí eftir lætin og hvorugum deiluaðilanna lá á að semja um og eftir páska. „Smábátaflotinn hefur á góðviðr- isdögum farið langt með að anna eftir- spurn -á fiskmörkuðum svo almenningur hefur ekki fundið fyrir verkfallinu. En nú eru framundan tímabundnar veiðar. Þá fer þrýstingur að aukast. í raun eru það stórútgerðirnar sem öllu ráða innan LÍÚ og það er fyrst þegar verkfallið fer að koma við hagsmuni þeirra að þrýstingur verður á að semja.“ Guðjón telur það í sjálfu sér ánægjulegt að það séu fleiri út- vegir á íslandi heldur en sjávarútvegur, og heldur að kvótakerfið hafi einnig sitt að segja um tómlætið. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON ÞINGMAÐUR Það hefur eng- inn þrýstingur verið á lausn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.