Fréttablaðið - 07.06.2001, Page 11

Fréttablaðið - 07.06.2001, Page 11
FIMIVITUDACUR 7. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Bilið minnkar skyndilega Forskot Blair að nálgast 10% í skoðanakönnunum. Kosið um framtíð Bretlands, segir Hague. Frjálslyndir gætu bætt verulega við sig. KosNiNCAR. Skoðanakönnun ICM/Guar- dian í gær gaf Verkamannaflokknum 43% atkvæða, íhaldsmönnum 32% og frjálslyndum 19%. Forskotið, sem var allt að 20% fyrir viku hefur því minnkað niður í 11%. Verði niðurstaðan í samræmi við könn- unina fækkar þing- sætum Verkamanna- flokksins úr 179 í 167. Svo virðist sem Frjálslyndir Demókratar hafi einkum notið góðs af Stjórnmála- sagan full af „öruggum" hlutum sem síðar kom á daginn að voru allt ann- að en öruggir, segir Blair —4— fylgistapinu, en þeir hafa á sl. tveimur vikum farið úr 14% í 19. Kosningabaráttunni lauk formlega í gærkvöldi og þeyttust leiðtogarnir landshorna á milli til að koma skila- boðum sínum til mikilvægra svæða. Skilaboðin þóttu einna helst vera á til- finningalegum nótum fremur en upp- talning á atriðum úr stefnuskrám. Blair hvatti fólk til að gefa sér „tæki- færi til að halda áfram starfinu sem þegar [væri] hafið.“ Virtist hann hafa af því áhyggjur að kjósendur ætluðu að sitja heima í dag. „Stjórnmálasag- an er full af dæmum um örugga hluti sem síðar kom á daginn að voru allt annað en öruggir," sagði Blair, áhyggjufullur yfir nýjustu tölum skoðanakannana. William Hague sagði framtíð Bretlands vera í húfi í kosn- ingunum í dag: „Kjósendur þurfa að spyrja sig hvernig land þeir vilja að börn og barnabörn þeirra erfi,“ sagði Ilague. Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, sagði að atkvæði greitt frjálslyndum væri atkvæði gegn nú- verandi skipan mála í almennings- þjónustu og lofaði miklum umbótum. Margir breskir stjórnmála- skýrendur telja helstu ástæðu þess að Verkamannaflokkurinn haldi enn umtalsverðu forskoti vera þá að kjós- endur treysti honum betur en öðrum til að veita öfluga almenningsþjón- ustu. 36% aðspurðra í gær töldu að mennta- og heilbrigðiskerfin myndu batna í höndum Blair, en aðeins 16% töldu að það myndi versna. ■ CHARLES KFNNEDY ÓSKAÐ ALLS HINS BESTA Á síðasta degi baráttunnar dró verulega saman með þremur stærstu flokkunum. Charles Kennedy og frjálslyndir bættu við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missti nokkur prósentustig. UNDIR HENDUR RÉTTVlSINNAR Óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgja ritstjóra og útgefendum stærsta dagblaðs Nepals, Kantipur Daily út úr byggingu blaðsins. Ritstjórinn, Yvraj Ghimire er annar frá vinstri. Blaðið birti grein eftir uppreisnarleiðtoga. Handteknir fyrir að birta grein Ostöðugleiki skekur Nepal. Takmarkað skoðanafrelsi í kjölfar blóðbaðsins í konungshöllinni. Gætu fengið þriggja ára fangelsi. KflTMflNDU. NEPAL, flP. RÍtStjÓri Og tveir útgefendur stærsta dagblaðs Nepals, Kantipur Daily, voru handteknir vegna gruns um landráð, en blaðið birti grein eftir Baburam Bhattari, leiðtoga uppreisnarhreyfingar í land- inu. í greininni hvatti Bhattari bæði her og landsmenn til að snúast gegn hinum nýja forseta Gyanendra. Nýi valdhafinn var krýndur sl. mánudag í kjölfar þess að frændi hans, Dipendra krónprins, drap nokkra meðlimi kon- ungsfjölskyldunnar og sjálfan sig. „Við hvetjum hinn konunglega her til að hætta stuðningi við brúð- urnar sem tekið hafa sér bólfestu í konungshöllinni og taka upp málstað raunverulegra ættjarðarvina," skrif- aði Bhattari. Dagblaðið hefur áður birt greinar eftir uppreisnarleiðtog- ann, en ástæða handtökunnar nú er talin vera óstöðugleikinn sem nú skekur Nepal. Samkvæmt stjórnar- skránni geta þeir sem gerast sekir um landráð fengið 3 ára fangelsi ásamt fjársektum. Ekki er ljóst hvert framhald málsins verður. ■ Kviknaði í húsbíl Boðkerfi Neyðarlínunnar virkaði ekki sem skyldi, en snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir sprengingu DflLVÍK Litlu munaði að illa færi þegar kviknaði í húsbíl fyrir utan íbúðarhús á Dalvík laust eftir átta í gærkvöld. Slökkvilið staðarins var ekki nema fimm mínútur á vettvang og tókst að slökkva eldinn. Gasslanga við kósangaskút gaf sig og var kúturinn sjálfur orðinn svartur þegar slökkvi- liðsmenn náðu honum út úr bílnum. Hefði getað farið iila ef hann hefði sprungið. Að sögn lögreglunnar voru við- brögð vaskra manna slökkviliðsins ótrúlega hröð. Fyrstu boð bárust manni á sömu mínútu og tilkynnt var um brunann, en boð til síðasta manns bárust sjö mínútum síðar. Hann var þá mættur til starfa og var langt kom- inn í slökkvistarfi. Olag virðist því vera á útkallskerfi símans og ekki gott til þess að vita þegar sekúndur skipta máli. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni eru vandkvæði á því að öll boð fari út á sama tíma og er um að kenna tæknilegum vandræðum hjá Landssímanum. ■ Elsta kona í heimi látin paris. ap Hin 115 ára gamla Marie Bremont lést í svefni í gærnótt á hjúkrunarheimili í bænum Cande í Frakklandi. Samkvæmt heimsmeta- bók Guinness var hún elsta mann- eskja í heimi. Hún fæddist árið 1886 í Maine-et-Loire og hélt hún upp á 115 ára afmæli sitt 25. apríl síðastliðinn. ■ o HANDFLOKUN HATIÐ Sjómannadagurinr = Hafnardagurinn Dagskrá hátíðarinnar 9. til 10. júní er á vefnum: www.rvk.is/hofnin Netmarkaðurínn Framsækin netverslun www.netmarkadurinn.is Hlutafjárútboði Kaup- þings hf. er nú lokið: Forgangsrétt- arhafar keyptu allt hlutafé hlutafjárútboð Hlutafjárútboði Kaup- þings hf. er nú lokið. í boði var nýtt hlutafé, 200 milljónir króna að nafn- virði eða 2.480 milljónir króna að söluvirði. Forgangsréttarhafar skráðu sig fyrir öllu því hlutafé sem í boði var, en alls óskuðu forgangsrétt- arhafar eftir kaupum á 262 milljón- um króna að nafnvirði, eða 3.246 milljónum króna að söluvirði. Um- frameftirspurn var því 31% eða um 766 milljónir króna að söluvirði. Eig- endur rúmlega 97% hlutafjár í Kaup- þingi hf. nýttu sér forgangsrétt sinn í útboðinu. Vegna þessa kemur ekki til sölu á hlutafé í Kaupþingi hf. til al- mennra fjárfesta. Tilgangur hluta- fjárútboðs Kaupþings hf. er að fjár- magna vöxt og viðgang félagsins, en Kaupþing hf. er nú með starfsemi í sex löndum utan fslands. ■ Hekla innkallar 700 bíla: Galli í Pajero- bifreiðum BiFREiDflGflLLi Bílaumboðið Hekla hef- ur tekið ákvörðun um að innkalla 700 Mitsubishi Pajero-bifreiðar af ár- gerðinni 1994-1997. Ástæða innköll- unarinnar má rekja til bilana í stýr- isarmi ökutækjanna, en einn þeirra sem varð fyrir því óláni að stýrið virkaði ekki var Kristján L. Möller, alþingismaður. Kristján hafði sam- band við Heklu út af biluninni og eft- ir tveggja vikna viðræður og rann- sókn hjá Iðntæknistofnun ákvað Hekla - í samráði við Mitsubishi Motors í Japan - að skipta um stýr- isarm allra bifreiðanna sem um er að ræða. Jón Trausti Ólafsson, fram- kvæmdarstjóri þjónustusviðs Heklu, sagði að fyrirtækið vissi um fimm til- vik þar sem bilun kom upp í stýr- isarminum með þeim afleiðingum að stýrið virkaði ekki. Að sögn Jóns hef- ur bilunin aldrei valdið því að orðið hafi skaði á fólki eða tjón á bílum. Allir eigendur bílanna munu fá bréf frá Heklu á næstu dögum. ■ Rekstrarstjórar athugið Leikskólakennarar athugið Tekið er á móti umsóknum um stöðu rekstrarstjóra og einnig er óskað eftir kennurum í fullt starf og hlutastörf við nýja leikskólann í Áslandi í Hafnarfirði. Islensku menntasamtökin ses Vinsamlega sendið umsókn yðar og starfsferil til IMS, PO Box 86, 222 Hafnarfjordur, or email to ims@ims.is Fleiri upplýsingar eru að finna á vefsíðu okkar: www.ims.is AP/ANDREW PARONS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.