Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 1
MENNING Fólk í tuttugu orðum bls 18 FÆREYJAR Góðufólki líkaði mótmælin bls 12 SAMKEPPNI Sigraði borgina bls 2 \ O una.ner FRÉTTABLAÐIÐ .... 49. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Þriðjudagurinn 3. júlí 2001 ÞRimUpAGUR Sparisjóðsmál fyrir dóm dómsmál í dag verður mál ákæru- valdsins gegn fyrrum sparisjóðs- stjóra í Ólafsfirði tekið fyrir í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. Milosevic svarar til saka strIðsgiæpir Slobod- an Milosevic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, kemur í fyrsta skipti fyrir dómara við stríðs- glæpadómstólinn í Haag í Hollandi í dag. Milosevic er sakaður um ábyrgð á stríðsglæpum og fjöldamorðum í fyrrverandi Júgóslavíu á undanförnum árum. | VEÐRIÐ í DAGÍ REYKJAVÍK Norðvestlæg átt, 5 til 8 m/sek. Skýjað með köflum og skúrir. Hiti 10 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður <9 3-8 Súld Q12 Akureyri O 3-5 Skýjað Q12 Egilsstaðir Q 3-8 Skýjað Q14 Vestmannaeyjar © 3-3 Súld 08 Einar Már talar dönsku fyrirlestur Einar Már Guðmunds- son rithöfundur heldur fyririestur um eigin bækur og aðrar íslenskar nútímabókmenntir í Norræna hús- inu kl. 13.30 og mælir á danska tungu. Að loknu erindi svarar hann fyrirspurnum. Enn fundað með þroskaþjálfum vinnudeila Sáttafundur í kjaradeilu- þroskaþjálfa hefst hjá ríkissátta- semjara klukkan 13 í dag. Konur leika heima og ytra fótbolti U-17 Iandslið kvenna leikur við Svíþjóð á Norðurlandamóti í Noregi. Þrír leikir eru í símadeild kvenna kl. 20 í kvöld. j KVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 Fögnuður breyttist í slagsmál og handtöku Lögregluþjónn kærður eftir átök á balli á Blönduósi. Verið var að fagna nýrri lögreglustöð. Málið rannsakað í næsta umdæmi. Sá kærði var á frívakt. LÍKAMSMEiÐiNGAR Lögregiuþjónn á Blönduósi hefur verið kærður fyr- ir líkamsrárás. Kærandinn segir að lögreglan, sem var á frívakt, hafi ráðist á sig fyrir utan skemmtistað þar sem dansleikur fór fram. Fyrr um kvöldið var verið að fagna opn- un nýrrar lögreglustöðvar. Þar var margt fyrirmenna samankomið og eftir hófið fóru margir þeirra á dansleik. Þeirra á meðal voru þrír lögregluþjónar og sýslumaður Húnvetninga, Kjartan Þorkelsson. Það var nokkuð liðið á ballið þegar kærandinn og einn lögregluþjón- anna lentu í stimpingum. „Ég er búinn að kæra þetta og er búinn að fá lögfræðing tii að fara í málið. Við eigum eftir að vita meira um atvik, en ég var mikið ölvaður og man ekki alla málavöxtu. Lögmaður- inn hefur ekki fengið svar frá lög- reglumanninum og því veit ég ekki hvað hann ætlar að gera,“ segir kær- andinn. Hann hefur lagt fram áverka- vottorð til stuðnings kærunni, en það fékk hann á mánudeginum, en eftir slagsmálin var hann settur í fanga- gcymslu. Lögregluþjónar á vakt komu, að beiðni þeirra sem horfðu á átökin, og handtóku manninn. Kjartan Þorkelsson sýslumaður kannast við málið en vill ekkert tjá sig um það, segir að eðlilega hafi það ekki verið rannsakað á Blönduósi þar sem starfsmaður embættisins er kærður. Ríkharður Másson, sýslu- maður í Skagafirði, fékk málið til rannsóknar. Hann segir rannsókn þess rétt vera að hefjast. Eftir sé að að yfirheyra þá sem tókust á og sjón- arvotta. Þeirra á meðal er sýslumað- ur Húnvetninga, samkvæmt því sem kærandi segir. Ríkharður Másson, segir aðspurð- ur, að lögreglumenn á frívakt séu eins og hverjir aðrir borgarar og ekki sé unnt að gera til þeirra meiri kröf- ur en annara. „Ég rakst á lögregluþjóninn inni á ballinu og þegar ég kom út var ráðist á mig. Eftir það hringdu þeir á iög- regluna og ég var handtekinn. Ég fer með þetta alla leið og ætla ekki að neitt gefa eftir,“ segir maðurinn sem meiddist á hálsi og baki. ■ Útrunnið ökuskírteini: Próflaus í 14 ár lögreglumál Lögreglumenn í Kópa- vogi stöðvuðu í gær ökumann og gerðu athugasemd við að ökuskír- teini mannsins væri útrunnið. Gildistími ökuréttinda mannsins rann út árið 1987 og hefur maður- inn keyrt ökuréttindalaus frá þeim tíma eða í 14 ár. Að sögn lögreglu er alltaf eitthvað um að fólk keyri með útrunnin skírteini en þetta er þó það elsta sem lögreglumenn í Kópavogi minnast að hafa komist í tæri við. Nú liggur fyrir mannin- um að taka ökuprófið aftur ef hann ætlar sér að halda áfram akstri. ■ BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ? Þeir eru ófáir sem ferðast um á reiðhjólum þegar veður leyfir. Þessi hjólreiðamaður hafði gert hlé á för sinni þegar Ijósmyndari Fréttablaðsins kom að og lét fara vel um sig á skiptistöð Straetó í Mjóddinni. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ jHvaða dagblöð koma á neimilin; |96 97 mm 96 skipt RS 90 eftir Fréttablaðið 74°/o aldri? L |49Tb' 67 n 60 , : ÍMorgunblaðið Samkvæmt r könnun 1 s Gallup frá maí 2001. ll 8-24 25-3435-4445-54 55-80 70.000 eintök 70% fólks les blaðið I' 69,2% IBÚA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM 18 TIL 80 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ ALLTAF EÐA OFT SAMKVÆMT KÖNNUN GALLUP FRÁ MAl 2001. Frumaflskaup í Héraðsdómi: Niðurstaða í dag sóltúnsmálið Málsaðilar í Sól- túnsmálinu mættu fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur í gær klukkan 09:00 og fluttu mál sín. Málflutningur stóð í rúmlega fjórar klukkustundir og flutti Jón Steinar Gunnlaugsson mál sækjenda í málinu en Hróbjart- ur Jónatansson mál verjenda. Sóltúnsmálið snýst um kaup LÍ á fyrirtækinu Frumafl. Einn stjórnarmanna í LÍ, Jóhann Óli Guðmundsson, er aðaleigandi Frumafls og telja sækjendur málsins að óeðlilegt sé að ekki skuli vera hægt að fá verðmat á LÖCBANNÁ KAUPIN? Héraðsdómúr mun úrskurða í dag hvort rétt sé að setja lög- bann á kaup U á fyrirtækinu Frumafli. fyrirtækinu áður en kaupin fara iram og hafa óskað eftir lögbanni á kaup LÍ á Frumafli Þá telja sækjcndur málsins að ólöglega hafi verið boðaö til stjórnarfundar er kaupin voru ákvörðuð. Enn fremur telja sækjendur málsins að Fruinafl sé eignalaust fyrirtæki og því sé óeðlilegt að kaupverðið sé 860 milljónir króna. Varnaraðil- ar málsins segja að fyrirtækið eigi eignir en vilja ekki tjá sig um þær við fjölmiðla. Búist er við ákvörðun frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. ■ | FÓLK | Hreinrœktað rokk SÍÐA 15 ÍÞRÓTTIR T Kynþáttahatur vandamál ennþá | ÞETTA HELST / Islensk erfðagreining hefur gert risasamning við Hoffman la Roche sem breytir miklu fyrir fyrir- tækið. _ ^ bls. 4 IjTlugmaður sætir rannsókn eftir að hann setti skrúfu á flugvél í stað beirrar sem var í ólagi. bls. 5 —♦— Tugir manna ltafa verið yfirheyrð- ir vegna rannsóknar á Bóhem. bls. 7 —♦— Vélstjórar og útvegsmenn verða að setjast niður og semja aftur eftir að gerðardómur kvað upp sinn dóm. bls. 10 \

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.