Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 12

Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 12
I 12 FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2001 ÞRIÐJUPAGUR LÖGRECLUFRÉTTIRl Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um innbrot um þrjúleytið aðfaranótt mánudagsins. Brotist hafði verið inn í verslun í Breiðholt- inu og þaðan stolið töluyerðri pen- ingaupphæð. Enn er ekki ljóst hver- su há upphæðin var eða hverjir voru að verki en málið er enn í rannsókn. ..... • • Okumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, var stöðvaður af Iögreglunni í Reykjavík á 151 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi við Sandskeið aðfaranótt sunnudags. —♦— Talsverð umferð var í umdæmi Reykjavíkurlögreglu um helgina, sérstaklega síðdegis á sunnudag. Gekk hún þó að mestu vel. Is afoldarprentsmiðj a: Prentvélin stækkuð prentun Þessa dagana er verið að endurbæta prentvél ísafoldarprent- smiðju sem prentar Fréttablaðið. Að því loknu verður hægt að prenta 20 af 24 síðum blaðsins í fjórlit og prent- gæði aukast. Þetta er gert til þess að mæta þörfum auglýsenda og fylgja eftir góðum árangri Fréttablaðsins. Nýjum einingum er aukið í véiina, en einnig auðvelda ný brotvél og „papp- írsmatari" sjálfa prentvinnsluna. Vegna vinnu við prentvélina urðu taf- ir á prentun aðfararnótt mánudags og tafðist útburður blaðsins af þeim sökum. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar á því ■ LÖGREGLUFRÉTTIRl Komið var með veikan sjómann til Siglufjarðar í fyrrirnótt en mað- urinn var um borð í norsku loðnu- skipi. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði var maðurinn fluttur á sjúkra- húsið á Siglufirði en er ekki talinn alvarlega veikur. --4--- Björgunarsveitin á Húsavík var send tii aðstoðar erlendum ferðamönnum sem ient höfðu í vanda suður af Mývatni. Hafði bif- reið ferðalanganna festst í sand- gryfju. Að sögn taismanns lögregl- unnar á Húsavík er töluvert um að aðstoða þurfi ferðamenn þegar þeir lenda í bílavandræðum. Sagði hann fjórhjóiadrifið oft vera að vefjast fyrir þeim. m i ■u Lyftarar ehf Hryðjarhöfða 9 sími 581 2655 SANYL ÞAKRENNUR Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. .FABORG Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 Erlent: Chirac og Putin funda í Moskvu moskva. ap. Jacques Chirac, Frakk- landsforseti, lýkur í dag þriggja daga opinberri heimsókn sinni í Rússlandi. Á biaðamannafundi í gær fagnaði Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, tillögum Bandaríkja- manna um fækkun kjarnavopna í heiminum, en sagði hins vegar að fækkun vopna þyrfti að vera undir ströngu eftirliti áuk þess sem hún þyrfti að samræmast ABM-afvopn- unarsamningnum frá árinu 1972. Put- in gagnrýndi einnig ákvörðun um framsal Slobodan Milosevic til stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna og sagðist efast um að framsalið myndi verða til þess að auka stöðug- leika á Balkanskaganum, en skömmu áður hafði Chirac fagnað framsalinu. Er þeir voru spurðir út í stríðið í Tsjetsjeníu, sem Frakkar hafa gagn- rýnt harðlega, hélt Chirac í fyrri orð sín um að aðeins yrði hægt að trygg- ja frið ef samið yrði um landnám. Putin varði hins vegar stefnu Rússa gegn aðskilnaðarsinnum og sagði engar líkur vera á að rætt yrði við vopnaða uppreisnarmenn. ■ Chirac, forseti Frakklands, sýnir hæfni sína með veiðistöngina á bryggju í St. Pétursborg á sunnudaginn rétt eftir komu Chirac til Rússlands. Putin (t.v.) fylgist áhugasamur með. Öllum góðum Færey- ingum líkar þetta vel Það vakti mikla athygli þegar Poul Mohr neitaði að taka á móti forseta Islands við komuna til Færeyja þar sem honum var skipað í röð fyrir aftan danska embættismenn. Hann hefur verið ræðismaður Islands í Færeyjum í 17 ár en fullvíst má telja að fjöldi Islendinga hafi heyrt um hann í fyrsta skipti af þessu tilefni. færeyjar „Færeyingum líkar vel við þetta“, segir Poul Mohr, ræðismaður Islands í Færeyjum, um þau viðbrögð sem hann hefur fengið meðal landa sinna við þeirri ákvörðun sinni að hunsa mótttökuna á flugvellinum í Vogey þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom í opinbera heimsókn til Færeyja. „Öllum góðum Færeyingum líkar vel við þetta og þeir hafa margir orðið til að fagna þessari ákvörðun minni.“ Það sem fór í taugarnar á Poul var sú ráðstöfun Dana að senda tvo emb- ættismenn, Vibeke Larsen ríkisum- boðsmann Dana í Færeyjum og Flemming Mörch sendiherra Dana hér á íslandi til að vera viðstadda heim- sókn forsetans til Færeyja. Með þess- um þykir honum sem Danir hafi viljað setja mark sitt á heimsóknina og sýna fram á að þeir væru enn herraþjóð í Færeyjum. Ræðismaðurinn neitaði því að mæta í mótttökuna á flugvellin- um sem frægt er orðið en ferðaðist að öðru leyti með forsetanum meðan á heimsókninni stóð. Poul átti ekki mikil samskipti við dönsku embættismenn- ina en gaf sér tíma til þess að greina þeim frá því að mótmæli hans snerust ekki gegn þeim persónulega heldur því sem hann teldi óþolandi yfirgang af hálfu danskra stjórnvalda. Hann sagðist þó velta fyrir sér hvort til- gangurinn væri annar en sá einn að minna á dönsk yfirráð. „Tveir heyra betur en einn og sendiherrann og rík- isumboðsmaðurinn hlustuðu eftir hverju orði forsetans", segir Poul sem segir að það kæmi sér síður en svo á óvart að Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra Danmerkur fengi skýrslu um allt það sem forsetinn sagði og dönsku fulltrúarnir skildu. Poul segiet hvorki hafa rætt mót- mæli sín við forseta íslands né Helga Ágústsson sendiherra íslands í Fær- eyjum sem var í för fylgdarliði forset- ans. Hann hafi hins vegar orðið þess áskynja að þeir litu svo á að þetta mál sneri að samskiptum Dana og Færey- inga eins og gerðu engar athugasemd- ir við mótmæli hans. Poul hefur verið ræðismaður ís- lands í Færeyjum frá árinu 1984. Þá kom Einar Ágústsson þáverandi sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn að máli við hann og bað hann um að taka að sér stöðu ræðismanns. Poul hafði þá verið í talsverðum samskiptum við Islendinga, einkum í gegnum störf sín í Skipasmiðja Tórshavnar sem hann rekur. „Ég hafði verið í miklum sam- skiptum við íslenska sjómenn og út- gerðarmenn í gegnum slippinn. Þeir sóttu sér þjónustu til okkar um mar- gra ára skeið en þó sérstaklega á sjö- unda og áttunda áratugnum þegar þeir stunduðu miklar veiðar í Norðursjó. Ég hef því kynnst fjölmörgum íslend- ingum og eignast marga góða vini á ís- landi.“ Þrátt fyrir að Poul hafi verið ræð- ismaður Islands í nær 17 ár segir hann að starfið hafi aldrei reynst erfitt eða óþægilega umfangsmikið. „íslendingar eru ekki útlendingar í Færeyjum. Þeir lenda heldur aldrei í neinum vandræðum að ráði og því engin vandamál að ráði sem þarf að leysa." Það er fleira en skipasmiðja Pouls og ræðismannsstörfin sem tengja hann traustum böndum við ísland. Eins og margir aðrir sem í Færeyjura búa stundar hann hestamennsku og notar til þess íslenska hesta. „Ég er al- inn upp við það að fara í útreiðartúra á íslenskum hestum. Pabbi minn hélt ís- lenska hesta á sínum tíma og sjálfur er ég nú með fjóra góða íslenska hesta." bínní@frettabladid.is FORSETINN LENTUR (slenski ræðismaðurinn er hvergi sjáanlegur en fulltrúi Dana fylgir forseta áleiðis. Mykines í Færeyjum: Einmanalegt á veturna mannlíf Þeir voru ekki allir f jölmenn- ir staðirnir sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti sótti heim í opin- berri heimsókn sinni til Færeyja. Af- skekktasti staðurinn er eyjan Mykines þar sem einungis búa ellefu manns allan ársins hring. Þeim fjölg- ar þó talsvert á sumrin en þá búa þar um 30 manns auk þess sem fjöldi ferðalanga kemur þangað í dagsferð- ir. Meðal þeirra sem Fréttablaðið hitti fyrir á Mykines var Jansy Han- son sem hefur búið þar alla æfi og man þá tíma þegar íbúar voru á ann- að hundraðið. Þeim fór að fækka eft- ir að rafmagnið barst og segir Jansy að það geti verið afskaplega ein- manalegt í eynni að vetrarlagi þegar kaldur vindurinn ber eyjuna og þá ellefu íbúa sem þar hafa vetursetu. Þrátt fyrir fámennið er Mykines sjálfstætt sveitarfélag með eigin sveitarstjórn. í henni sitja þrír ein- staklingar, eða rúmur fjórðungur eyjaskeggja. Enda fer það iðulega svo að Mykines er fyrsta sveitarfé- lagið til að birta úrslit í sveitarstjórn- arkosningum. ■ JOHANNA OG JANSY Jansy er póststjóri á Mykinesi og var áður oddviti sveitarstjórnar. Jo- hanna Leonsson lætur sér nægja að búa í eynni á sumrin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.