Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 18
18
FRÉTTABLAÐIÐ
3. júlí 2001 ÞRIÐfUDACOR'
HVAD BORÐAÐIR ÞÚ í GÆRKVÖLDI?
Óskar Bergsson
varaformaður skipulags- og
byggingarnefndar
Ég borðaði afganga frá helginni. Á föstudaginn
var kjúklingur í kínverskum pönnukökum og á
laugardaginn grillaðar lærissneiðar með rjóma-
sveppasósu og salati. í gær var svo tekið til í ís-
skápnum og borðað það sem eftir var og það
var alveg eins Ijúffengt kalt.
íslensk mannanöfn:
Hvað mega
stúlkurnar
ekki heita?
mannanöfn Á föstudag var hér birtur
listi yfir drengjanöfn sem hafnað
hefur verið af mannanafnanefnd frá
1997 til 2000. í gær var svo birtur
listi yfir millinöfn sem hafnað hefur
verið af sömu nefnd. Af einhverjum
ástæðum er listinn yfir stúlknanöfn
sem hafnað hefur verið mun lengri
en listinn yfir drengjanöfn. Hér birt-
ist hann:
ABEL
ALEXSANDRA
ANCEL
ANNALÍSA
ANNARÓSA
APRÍL
ARÍELE
ARNAPÁLA
ATHENA
AXEL
BLÆR
CARLA
CATHINCA
CHRISTEL
ELINBORG
ELÍZA
FRANZISCA
GURI
INDIANA
■ NGA-LILL
IREN
ISABELLA
JEANNE
JENNIFER
JESSY
KAP
KAYA
KRISTIANNA
LÁRENZÍNA
LILY
MAIA
MAJ
MARIEANNE
MARÍS
NANCY
NAOMI
NAÓMI
ROSEMARIE
SARAH
SATANÍA HBb
§§| siv .
líSB STEFANIE
§§ TANYA WÉSS0>
THERESA
VERONICA
M YÁSMIN
ÝRENA i'WMMm
ýíri ■ ja
m- ýrí
Stretchbuxur
St. 38-50 - Frábært úrval
Verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi
Sími: 552 3970
Einar Már til Kína:
Huliðsheimaferðir
Englarnir nema fimmtánda landið
bækur Edda - miðlun og útgáfu hefur
gengið frá samningum um útgáfu á
Englum alheimsins eftir Einar Má
Guðmundsson við eitt helsta bókafor-
lagið í Kína, The Commercial Press,
eins og það nefnist á ensku en það for-
lag hefur áður gefið út íslendingasög-
urnar í Kína.
Kína er fimmtánda landið sem rétt-
urinn á skáldsögunni er seldur til en
áður hefur verið gengið frá samning-
um um útgáfu í Bretlandi, Bandaríkj-
unum, Þýskalandi, Frakklandi, Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Spáni, Hollandi, Ítalíu, Tékklandi,
lýrklandi og Póllandi.
Englar alheimsins komu út á ís-
landi árið 1993 og hlaut Einar Már
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir hana tveimur árum síðar. Höf-
undurinn hefur hlotið mikið lof fyrir
Engla alheimsins heima og erlendis.
Kvikmynd byggð á sögunni var frum-
sýnd í lok árs 1999 og hefur hún hlotið
fjölda viðurkenninga víða um heim.
Einnig gekk athyglisverð leikgerð sög-
unnar fyrir fullu húsi í Kaupmanna-
höfn haustið 1999 og kom sú sýning á
Listahátíð í Reykjavík í fyrra. ■
ENGLUNUM LÍKT VIÐ
GAUKSHREIÐRIÐ
Einar Már Guðmundsson hefur hlotið mik-
ið lof fyrir sögu sína Engla alheimsins
bæði hér heima og erlendis og hefur sög-
unni meðal annars verið líkt við hina
þekktu sögu Gaukshreiðrið.
í Hafnarfirði:
Skyggnst undir yfirborð
pulrænt í sumar verður boðið upp á
röð ferða um huliðsheima Hafnar-
fjarðar undir leiðsögn Erlu Stefáns-
dóttur og er hver ferð tileinkuð sér-
stöku þema. Ferðirnar verða á
þriðjudagskvöldum og taka um tvo
tíma.
Fyrsta ferðin verður farin í kvöld
og nefnist hún Dýrlingar og fjalla-
verur. Farið verður að kapellu heil-
agrar Barböru, fjallahringurinn og
fjallaverurnar skoðaðar, horft til
Helgafells og rýnt í bústaði dverga
og jarðadverga. Mæting er við Upp-
lýsingamiðstöð.
Önnur ferðin nefnist Hugleiðsla
og verður farin 17. júlí. Draugaferð
verður farinn 31. júlí og Kirkjuferð
14. ágúst. ■
ÞRIÐJUAGURINN
5. JÚLÍ
ÚTIVIST____________________________
19.00 Huliðsheimaferð í Hafnarfirði með
Erlu Stefánsdóttur, Dýrlingar og
fjallaverur. Mæting við Upplýs-
ingamiðstöð. Fyrsti áfangastaður
er kapella hinnar heilögu Barböru
þar sem beðið er til hennar.
Fjallahringurinn er skoðaður og
fjallaverurnar eftir að skynjanir
ferðalanga hafa verið opnaðar,
horft er til Helgafells og spáð í
nafngiftina. Áð á völdum stað og
innsæið notað til að ferðast aftur f
tímann. Loks er rýnt inn í bústaði
dverga og jarðdverga.
20.00 Kvöldferð íslenska fjallahjóla-
klúbbsins verður farin frá skipti-
stöð Strætó í Mjóddinni f kvöld.
Hjólað verður um Mosfellsbæ,
alls um 38 km. Fólki er bent á að
það er á eigin ábyrgð í ferðum
klúbbsins og ættu allir að nota
hjálm og hafa skjólgóðan fatnað
og mat meðferðis.
FYRIRLESTRAR_______________________
13.30 íslenskar bókmenntir. Einar Már
Guðmundsson rithöfundur fjallar
um íslenskar nútímabókmenntir
með sérstaka áherslu á eigin
bækur. Einar Már svarar spurning-
um að loknum fyrirlestrinum. Fyr-
irlesturinn verður haldinn í Nor-
ræna húsinu. Hann er fluttur á
dönsku og lýkur kl. 15.00.
TÓNLEIKAR__________________________
20.30 Þórunn Guðmundsdóttir sópran-
söngkona og lngunn Hildur
Hauksdóttir píanóleikari koma
fram á tónleikum f Sigurjónssafni
í kvöld. Flutt verða lög eftir
Gabriel Fauré, Richard Strauss og
íslensk einsöngslög eftir Karl O.
Runólfsson, Árna B. Gíslason,
Gunnar Sigurgeirsson, Pál Isólfs-
son, Jórunni Viðar og Loft Guð-
mundsson.
21.30 Tríóið „3" heldur tónleika á Café
OZIO í kvöld. Þetta eru aðrir tón-
leikar þremenninganna en fyrstu
tónleikar sveitarinnar voru einmitt
á Ozio fyrir um þremur vikum og
var þeim mjög vel tekið. 3 eru
Stefán Örn Gunnlaugsson, söngur
og píanó, Ragnar Örn Emilsson,
gítar og raddir og Jón Ingólfsson,
kontrabassi og raddir. Sérstakur
gestur er Lára Sóley Jóhannsdótt-
ir, fiðla og raddir. Efnisskráin sam-
anstendur af lögum sem samin
eru eða flutt af þekktustu einherj-
um rokk- og poppsögunnar;
Bowie, Tom Waits, Paul Simon,
Beck, James Taylor o.fl.
Myndlistarsýning í Hafnarhúsinu:
Myndir af fólki
KARAKTERSVIPUR I ORÐUNUM Sýtlingar-
salur íslenskrar grafíkur er býsna
vel falinn baka til í Hafnarhúsinu.
Þegar inn er komið blasa við gulleit-
ar myndir eftir Stellu Sigurgeirs-
dóttur sem hún kallar portrettmynd-
ir af huga fólks.
í vetur sendi hún vænum hópi
vina sinna og kunningja rafpóst með
beiðni um tuttugu orð frá hverjum
og einum. Orðin setti hún síðan upp
á filmur með svipaðri leturgerð og
notuð er í tölvum og eftir að hafa
unnið myndirnar með býsna flókinni
tækni bar hún litarefni og býflugna-
vax á þær sem gefur þeim sérstaka
áferð. En hvernig skyldi þessi hug-
mynd hafa kviknað?
„Mig langaði bara til að fara að
vinna með fólk. Útskriftarverkið
mitt var mjög persónulegt og mig
langaði til þess að fara alveg út úr
því ferli. Ég hef gaman af fólki og
gaman af orðum og vissi ekkert
hverjar undirtektirnar yrðu. Ég
sendi örugglega sextíu manns beiðni
um að taka þátt í þessu, allt fólk sem
ég þekki vel, en það voru 28 manns
sem skiluðu inn og ég er óskaplega
þakklát fyrir það. Þetta er ótrúleg
svörun og skemmtileg."
-Kom þér á óvart hvernig svörin
voru?
„Já, það kom mér á óvart hvað ég
sá í raun og veru mikinn karakter út
úr orðunum frá hverjum og einum.
Það er líka svo gaman að þótt sumir
komi með sömu orðin þá er hug-
myndin á bak við þau ekki endilega
sú sama. Mér finnst mjög einkenn-
andi fyrir hvern og einn, karakter-
svipur í orðunum. Verkin eru því í
raun eins og myndir af huga fólks
eða því sem fer í gegnum hugann þá
stundina. Sumir eru mjög tilfinn-
inganæmir, aðrir setjast strax niður
og bara pikka beint niður það sem
þeim dettur í hug, enn aðrir hugsa
um hvert orð og koma með ýmsar
útskýringar. Ég breytti ekkert röð-
inni á orðunum og lét útskýringarn-
ar standa óbreyttar en hafði bara
minna letur á þeim þannig að þær
sjást varla nema rýnt sé í myndirn-
ar.“
1 tuttugv
- Útlitið er svolítið eins og á
gömlum handritum.
„Já, en það var nú alveg ómeðvit-
að. Ég var fyrst og fremst að reyna
að fá fram landslagform í hverja
mynd, þess vegna heitir sýningin
portrettlandslag. Ég hef verið að
vinna með vax í þrjú ár og hef verið
að þróa ýmsa tækni með það. Vax er
skemmtilegt efni og lifandi, maður
getur ekki alltaf stjórnað þvi. En um
leið myndar það ákveðna hulu sem
22.00 Eyjólfur Kristjánsson verður í góð-
um gír með kassgítarinn á Kaffi
Reykjavík fram um kl. 1 eftir mið-
nætti.
Hið vikulega Stefnumót er haldið á
Gauknum í kvöld.
SÝNINGAR_________________________
Sýningin Samræmd heildarmynd -
Kirkja, arkitektúr, glerlist, skrúði,
stendur nú yfir í Fella- og Hólakirkju. Á
sýningunni eru sýnd frumdrög af teikn-
ingum kirkjunnar, frumdrög, vinnuteikn-
ingar og Ijósmyndir af vinnuferli glerl-
istaverkanna og skrúðans. Hönnuðir er
Leifur Breiðfjörð og Sigriður Jóhanns-
dóttir. Sýningin stendur til 8. júlí og er
opin alla virka daga kl. 10-16 og um
helgar kl. 13-18.
í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn-
ingar. í húsinu Lækargötu 4 er sýningin
Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í
Kjöthúsi er sýningin Saga bygginga-
tækninnar. I húsinu Líkn er sýningin
Minningar úr húsi. Þar er sýnt innbú
frá fjölskyldu Vigfúsar Guðmundsson-
ar búfræðings sem bjó á Laufásvegi
43. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskrift-
ina: il fegurðarauka. Sýning á útsaumi
Tónleikar í Sigurjónssafni:
íslensk og erlend sönglög
Saga hornleiks á íslandi:
Látum
hornin gjalla
túnleikar Þórunn Guðmundsdóttir
sópransöngkona og Ingunn Hildur
Hauksdóttir píanóleikari koma fram
á tónleikum í Sigurjónssafni í kvöld.
Á tónleikunum verða flutt
lög éftir Gabriel Fauré, Ric-
hard Strauss og íslensk ein-
söngslög eftir Karl 0. Run-
ólfsson, Árna B. Gíslason,
Gunnar Sigurgeirsson, Pál
ísólfsson, Jórunni Viðar og
Loft Guðmundsson.
Þórunn Guðmundsdóttir
stundaði framhaldsnám í
söng við Indiana University
í Bandaríkjunum. Hún hefur
stundað ýmis störf sem
tengjast tónlist, meðal ann-
ars komið fram sem ein-
söngvari með Kammersveit
Reykjavíkur og ýmsum kór-
um. Einnig hefur hún haldið fjölda
einsöngstónleika. Þórunn starfar nú
sem söngkennari við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar.
Ingunn Hildur Hauksdóttir stund-
aði nám við Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar og síðan við Tónlistarskólann
í Reykjavík. Þaðan lauk hún píanó-
kennara- og einleikaraprófi
vorið 1993. Ingunn hefur
komið fram við ýmis tæki-
færi, og unnið með söngvur-
um og í kammermúsík. Hún
starfar við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar. ■
SAMAN Á TÓNLEIKUM OG f
UPPTÖKUM
Þórunn Guðmundsdóttír og Ing-
unn Hildur Hauksdóttir hafa starf-
að mikið saman á undanförnum
árum, meðal annars haldið fjölda
tónleika og gert upptökur á ís-
lenskum sönglögum. Á þessari
mynd er Hjalti Rögnvaldsson með
þeim stöllum.
bækur Hornleikarafélag íslands hef-
ur gefið út bókina Látum hornin
gjalla eftir Bjarka Bjarnason. í bók-
inni er rakin saga
hornleiks á íslandi
í máli og myndum
frá því hljóðfærið
nam land í ís-
lensku tónlistarlífi
á þriðja áratugi
20. aldar og fram
til aldamóta. Þar
er einnig íslenskt
hornleikaratal þar
sem greint er
stuttlega frá hornleikurum sem
starfað hafa hér á landi um lengri eða
skemmri tíma.
Bókin Látum hornin gjalla fæst á
skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands og í Tónastöðinni í Skipholti. ■