Fréttablaðið - 03.07.2001, Page 22

Fréttablaðið - 03.07.2001, Page 22
'*> ' HRAÐSOÐIÐ HAFSTEINN HAFSTEINSSON forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir þyrluáhafnir þurfa að vera í stöðugri þjálfun. Allur vafi sjúklingi í hag HVERJAR VORU ástæður þess að sömu mennirnir þurftu að sinna svo mörgum útköilum um helgina. Er of fáliðað? Almennt er ekki of fáliðað, en það koma toppar eins og um helgina, en þá vinnur þyrluáhöfnin þann tíma, sem henni er heimill, en eftir það er leitað til varnarliðsins. Það hefur ein- nig komið fyrir að þyrluáhöfn, sem ekki er á vakt hefur verið kölluð út. HVAÐ samanstendur þyrlusveít af mörgum mönnum? Það eru fimm í þyrluáhöfn hverju sinni, en sveitin er fjölmennari. í áhöfn eru flugstjóri, flugmaður, flug- virki sem er spilmaður, stýrimaður sem er sigmaður og læknir. í þyrlu- sveitinni eru fimm flugstjórar, þrír flugmenn, fjórir stýrimenn, fjórir flugvirkjar og sex læknar. Sigmaður- inn fer niður í skip eða á þá staði, sem ekki er unnt að lenda á, en spilmaður- inn stjórnar spilinu. Framangreindir aðilar eru í stöðugri þjálfun til að geta sinnt starfi sínu sem best. HVERNIG gengur útkall fyrir sig? Haft er samband við stjórnstöð þar sem yfirmaður gæslufram- kvæmda er æðstráðandi, og þar er tekin ákvörðun um hvort farið verði í þyrluflug. Oftast er haft samband við þyrlulækninn sem er á vakt og ákvörðunin byggist of á hans mati um ástand sjúklingssins eða þess slasaða. Síðan er það mat flugstjór- ans á þyrlunni hvort fært sé á við- komandi stað. Þetta ferli tekur aðeins fáar mínútur. Síðan er útkall og er gerður greinarmunur á því hvort fara þurfi án tafar í útkallið eða að það liggi ekki eins á. Þegar vafi leik- ur á hvort fara eigi í útkall er vafinn ætíð túlkaður þeim slasaða í vil. ■ Hafsteinn Hafsteinsson hæstaréttarlög- maður, hefur verið forstjóri Landhelgis- gæslunnar síðan 1993. Hann varð lög- fræðingur Landhelgisgæslunnar 1969 og var jafnframt blaðafulltrúi fyrirtækis- ins í fimmtíu mílna þorskastríðinu frá september 1972. Framkvæmdir í Þýskalandi: Arnarhreiðri“ Hitlers breytt í hótel >> erlent. í júlí verður hafist handa við byggingu nýs hótels og golfvallar í Munchen í Þýskalandi á sama stað og alpabústaður Hitlers, „Arnar- hreiörió," var staðsettur. Hótelið verður 140 herbergja og mun kosta um 9 milljarða króna. Auk þess að vera staður þar sem Hitler skipu- lagði mörg af óhæfuverkum sínum, þ.á.m. að ráðast inn í Sovétríkin árið 1941, var staðurinn m.a. sum- arbústaður naistaleiðtogans Her- manns Göring. „Þetta er afar við- kvæmur staður, en þetta er hins vegar ekki staður þar sem fólk lét lífið, eins og í Auschwitz, heldur staður þar sem þeir sem skipulögðu morðin héldu sig, þar sem helstu nasistaleiðtogarnir skemmtu sér á meðan heimurinn í kringum þá var í rústum,“ sagði Kurt Faltlauser fjármálastjóri hótelsins í viðtali við Reuters. ■ 22 FRÉTTABLAÐIÐ V<’ '*,*,t (i* t t t t't' 3. júli 2001 ÞRIDJUDAGUR Dick Cheney var á sjúkrahúsi um helgina: Vélgengur hjartsláttur varaforsetans stiórnmál. Dick Cheney, hinn sextugi vararforseti Bandaríkjanna, mætti í vinnuna í gær eftir að hafa gengist undir aðgerð á laugardag þar sem hjartagangráði var komið fyrir í brjósti hans. Þetta var í þriðja skipti frá forseta- kosningunum í nóvember sl. sem Chen- ey lagðist inn á sjúkrahús vegna hjart- veiki. í nóvember, meðan enn var hart deilt um talningu atkvæða í Flórída, fékk hann vægt hjartaáfall og gekkst undir æðavíkkun. í mars gekkst hann undir neyðaraðgerð til að víkka út æðar. Læknar varaforsetans ákváðu í framhaldinu að setja í hann nýtísku hjartagangráð, sem bæði örvar hjart- sláttinn, þegar hann er of hægur og gefur rafstraum þegar hjartað slær of hratt. Það var gert um helgina og var varaforsetinn aðeins nokkrar klukku- stundir á sjúkrahúsi Cheney fékk fyrst hjartaáfall árið 1978, þá 37 ára gamall. Annað áfallið dundi yfir 1984 og hið þriðja árið 1988. Þá gekkst hann undir kransæðaaðgerð og hélt fullri heilsu þar til í nóvember sl. Cheney er lykilmaður í bandaríkja- stjórn og i sterkari stöðu en nokkur STÁLSLEGINN Dick Cheney varatorseti Bandaríkjanna bar sig vel þegar hann yfirgaf George Washington sjúkrahúsið á laugardag ásamt eiginkonu sinni Lynne og dóttur þeirra Liz. varaforseti í manna minnum. Efa- semdir um leiðtogahæfileika Bush for- seta hafa leitt til þess að víða er litið á Cheney sem sterka manninn í Hvíta húsinu enda er hann margreyndur stjórnmálamaður sem sat í fulltrúa- deild bandaríkjaþings, var varnar- málaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og starfsmannastjóri Geralds Fords bandaríkjaforseta 1975-1977. Cheney er um þessar mundir í for- svari fyrir stefnumótun Bush forseta í átakamálum á borð við stefnuna í orku- málum og Kyoto-bókunina. ■ I FRÉTTIR AF FÓLKI Adögunum veitti Hjálparstarf kirkjunnar neyðaraðstoð þremur erlendum nektardans- meyjum sem hrökklast höfðu úr vinnu. Séra Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir leitaði til Hjálp- arstarfsins vegna bágra aðstæðna stúlknanna. „Ég er kona út í bæ sem horfi á þetta sér- staka vandamál í samfélaginu og vegna veru minnar, þá beinir fólk vonaraugum til mín“, segir séra Auður Eir í viðtali við Fréttabréf Hjálparstarfsins, Margt smátt. „ Elísabet (Þorgeirsdóttir)kom að máli við mig, hvort ég gæti ekki aflað hjálpar frá kirkjunni. Ég sneri mér til Hjálparstarfs kirkj- unnar til að fá hjálp í brýnum vanda stúlknanna." Hjálparstarfið veitti stúlkunum þremur 25.000 í neyðaraðstoð sem framfærslueyri til að fleyta þeim áfram meðan verið var að vinna í þeirra málum. Lögreglurannsókn fór fram á kjör- um stúlknanna og dvöldu þær í Kvennaathvarfinu þar sem þær töldu sig ekki óhultar. * Agúst Einarsson prófessor telur á heimasíðu sinni tímabært að forseti íslands tímasetji væntan- legt hjónaband sitt. „Forsetinn á vissulega sitt einkalíf en hann er fyrst og fremst í opinberri stöðu og það er eðlilegt úr því að heitkona hans fylgir honum víða sem fulltrúi íslands að kveðið verði upp um það hvort ekki sé að vænta hjóna- bands innan tíðar. Óvígð sambúð forseta um lengri tíma er ósmekk- leg úr því að aðilarnir koma báðir fram fyrir hönd íslands," segir Ágúst og heldur áfram: „Þjóðin styður Olaf Ragnar eins og hún hefur ávallt stutt forseta sína þótt þeir hafi verið kjörnir eftir harða kosningabaráttu. Það er hins veg- ar mikilvægt að forseti lýðveldis- ins misbjóði ekki siðferðisvitund almennings. Hjónabönd eru horn- steinn í samfélagi okkar og þótt mörg þeirra dugi ekki ævina á enda eru þau þungamiðja í trú okkar. Forseta lýðveldisins ber að laga sig að slíkum grunngildum enda hefur honum verið veitt það svigrúm sem hann bað sjálfur um.“ Elsa B. Friðfinnsdóttirverður aðstoðarmaður Jóns Kristjáns- sonar, heilbrigðis-og trygginga- málaráðherra og tekur til starfa innan skamms. Hún kemur í stað Þóris Haraldsson- ar sem hverfur til annarra starfa. Elsa er hjúkrunar- fræðingur og lauk mastersprófi í kennslu- og rannsóknum frá há- skólanum í Bresku Kolumbíu árið 1995 og heilsuhagsfræði frá End- urmenntunarstofnun Háskóla ís- lands 1997. Hún hefur verið lektor við Háskólann á Akureyri frá 1991 og var starfandi forstöðumaður ÁSGEIR EIRÍKSSON REKSTRARHAGFRÆÐINGUR Hann leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði vinsælli ferðamáti en verið hefur. „Það eru spennandi tímar framundan" segir Ásgeir Eiríksson Strætó er verð- ugt verkefni Nýr forstjóri Strætó bs. ók strætisvagni á yngri árum. Skrifaði háskólaritgerð um strætó. Vill að fleiri notfæri sér þjónustuna. strætó bs. „Það eru spennandi timar framundan og markmiðið er að gera almenningssamgöngur að fýsilegri valkosti á höfuðborgarsvæðinu en verið hefur", sagði Ásgeir Eiríksson nýráðinn forstjóri Strætó bs. um nýja starfið. Ilann segir að almenn- ingssamgöngur séu mun meira not- aðar í flestum öðrum borgum heims en hér tíðkast og þessu vilji hann breyta. Nú verða tvö fyrirtæki SVR og Almenningsvagnar sameinuð í Strætó byggðasamlag og vonast Ás- geir til þess að það komi til með að bæta aðsóknina. Nýja fyrirtækið er í eigu 7 sveitarfélaga: Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Mosfellsbæjar Bessastaða- hrepps og Seltjarnarness. Asgeir er ekki að koma að al- menningssamgöngum í'fyrsta sinn en hann ók strætisvögnum á náms- árum sínum. Auk þess sem kandítatsritgerð hans í rekstarhag- fræði í Háskólanum í Uppsölum var á þessu sviði. Ritgerðin var gerð fyrir Uppsala-bus, og var skrifuð útfrá lögum sem þá höfðu nýlega tekið gildi um rétt starfsmanna til að koma að stjórnun og ákvörðunum innan fyrirtækja. „Verkefni mitt var að koma með tillögur um hvern- ig strætisvagnafyrirtækið gæti séð til þess að þessi réttur starfsmanna yrði uppfylltur", sagði Ásgeir Aðspurður um hvort þetta væri þá draumastarfið sagði Ásgeir „ég get nú varla sagt að ég hafi gengið lengi með þessa hugmynd í magan- um, maður sér ákveðið starf aug- lýst, það höfðar til manns og manni finnst að þarna sé eitthvað á ferð- inni sem maður eigi erindi í og sæk- ir þá um. Reyndar bjó ég við þetta starf í uppvextinum, vegna þess að faðir minn heitinn Eiríkur Ásgeirs- son var forstjóri SVR frá 1951-1983, svo kannski það sé hluti af þessu líka.“ Ásgeir tekur til starfa í síðasta lagi 1. september, en það hvort hann byrjar fyrr ræðst af því hvenær hann fær sig lausan úr starfi fjár- málastjóra Reykjalundar. ■ Heilbrigðisdeildar háskólans þar frá 1997 til 1999. Elsa var hjúkr- unarframkvæmdastjóri fræðslu- og rannsóknardeildar hjúkrunar á Landspítalanum frá haustinu 1999 til haustsins 2000, þegar hún var valin til að gegna starfi sviðs- stjóra hjúkrunar skurðlækninga- sviðs Landspítala háskólasjúkra- húss og fær leyfi frá því starfi nú. Ketill B. Magnússon hefur verið ráðinn á skrifstofu forstjóra Sím- ans til að sinna stefnumótun og að- stoða forstjóra við ýmis önnur verk- efni sem hingað til hafa verið aðkeypt. Ketill er með M.A.-gráðu í heimspeki frá háskólanum í Saskatchewan með sérhæfingu í vinnu- og viðskiptasið- fræði, B.A.-próf í heimspeki frá Há- skóla íslands og próf í rekstrar- og viðskiptafræðum frá EHÍ. Hann hefur unnið sem stjórnendaþjálfari hjá Skref fyrir skref ehf. síðustu tvö ár. Ketill er kvæntur Örnu Schram, blaða- manni og eiga þau Birnu, 7 ára. AP-MYND/RON EDMONDS.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.