Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
20. júlí 2001 FÖSTUPAGUR
^ íslandsflug:
Ovíst með framhaldið
í innanlandsflugi
samcöncur Við vorum á útleið í inn-
anlandsfluginu en kannski er þarna
eitthvað tækifæri sem gefur tilefni
til breytinga, án þess að ég sé að
gefa eitthvað í skyn,“ sagði Ómar
Benediktsson, framkvæmdastjóri
íslandsflugs, þegar Fréttablaðið
leitaði eftir viðbrögðum hjá honum
við þeim áformum Flugfélags ís-
lands að hætta áætlunarflugi til
Vestmannaeyja og Hafnar í Horna-
firði.
Ómar sagði stjórnendur íslands-
flugs ekkert hafa rætt þessi mál.
„Við vorum komnir með hugann til
útlanda og er starfsemi okkar nú
fyrst og fremst kom-
in þangað. Við tókum
þá stefnu í fyrra að
draga okkur úr inn-
anlandsfluginu miðað
við þær forsendur
sem þá voru, þannig
að ég treysti mér ekki
til að segja eitt eða
neitt um framhaldið
að svo stöddu.“ Ómar sagði einnig
koma til greina að aðstoða þau flug-
félög sem hefja vilja áætlunarflug
á þessa staði þar sem íslandsflug
byggi yfir ákveðinni reynslu þar að
lútandi. ■
OMAR
Engin ákvörð-
un tekin.
Götum lokað í Baltimore vegna eiturgufa:
Flutningcdest með
eiturefni út af sporinu
baltimore- ap. Flutningalest, sem
hafði meðferðis vetnissýru ásamt
fleiri hættulegum efnum, fór út af
sporinu í neðanjarðargöngum í
Baltimore í Bandaríkjunum í
fyrradag. Eldur kviknaði í lestinni
og sást svartur reykjarmökkurinn
langar leiðir og þurftu yfirvöld að
loka tímabundið öllum helstu göt-
um sem liggja í borgina vegna eit-
urgufa sem komust út í andrúms-
loftið. Um 100 slökkviliðsmenn
voru sendir á vettvang til að ráða
niðurlögum eldisins og voru tveir
þeirra fluttir á sjúkrahús vegna
brjóstverkja eftir hetjulega bar-
áttu. Ekki er vitað um ástæður
slyssins. ■
FÆR KÆLINGU
Slökkviliðsmaðurinn Jim McCafferty fær
vatnskælingu eftir að hafa barist við eld-
innn í neðanjarðargöngunum sem staðsett
eru i Howard stræti í Baltimore. Eiturgufur §
bárust um nærliggjandi hverfi og þurfti 5
m.a. að aflýsa hafnarboltaleik sem halda <
átti i nágrenninu.
Akureyri:
Eldur
kom upp í
reykofni
löcreclufréttir Eldur kom upp í
reykofni fyrirtækisins Kjarnafæði
á Svalbarðseyri um sexleytið í gær-
morgun. Það voru starfsmenn fyr-
irtækisins sem uppgötvuðu eldinn
og tilkynntu slökkviliðinu á Akur-
eyri að eldtungur stæði úr ofninum.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn
voru starfsmenn að mestu búnir að
slökkva eldinn og tók það slökkvi-
liðsmenn skamma stund að ráða
endanlega niðurlögum hans.
Að sögn talsmanns slökkviliðs-
ins myndaðist mikill reykur sem
lagðist um allt húsnæðið. Töluvert
var um hráefni í ofninum og
skemmdist það allt saman. Engar
skemmdir urðu á húsnæði fyrir-
tækisins. ■
♦
Kúariða:
Astralir
bannainn-
flutning á
nautakjöti
CANBERRA. ÁSTRALÍU. AP. Ástralir
hafa ákveðið að banna allan inn-
flutning á nautakjöti frá 15 Evr-
ópuþjóðum til að sporna við að
kúariðusmit berist til landsins.
Bannið nær til allra þeirra þjóða
sem flytja út nautakjöt, en á
meðal þeirra eru Danmörk,
Þýskaland, írland, Frakkland og
Bretland, en innflutningur á
nautakjöti þaðan var bannaður
árið 1996 eftir að í ljós koma að
kúariða gæti tengst Cretzfeldt-
Jakob sjúkdómnum. Bannið mun
taka gildi þann 16. september. ■
Árni sendi þéttidúkinn
til Eyja og til baka
DV ræddi í gær við bílstjóra sem flutti þéttidúkinn í geymslu Þjóðleikhússkjallarans í Gufunesi.
Einnig sagði blaðið frá því að Árni hefði sjálfur séð um öll fjármál Brattahlíðarnefndarinnar og
samið við Istak um framkvæmdir á Grænlandi.
StjórnsýSLA Þéttidúkur sem Árni
Johsen keypti í nafni byggingar-
nefndar Þjóðleikhússins og hann
sagði að nota ætti til viðgerða á
Þjóðleikhúsinu var sendur til Vest-
mannaeyja þann 11. júlí af Árna
sjálfum að því er fram kemur í DV
í gær. í Morgunblaðinu í gær var
fullyrt að dúkurinn hefði fyrst ver-
ið geymdur í Þjóðleikhúsinu en
síðan verið flutt-
ur í geymslu
Þjóðleikhús-
skjallarans uppi
í Gufunensi og
var það haft eftir
Árna sjálfum og
Rafni Gestssyni,
húsverði leik-
hússins. Sam-
kvæmt DV sendi
Árni hins vegar
dúkinn, sem var
keyptur í Garð-
heimum og kost-
aði 173 þúsund
krónur, þangað
sjálfur á þriðjudaginn eða eftir að
mál hans komust í fjölmiðla.
í DV er rætt við Ingvar Sigur-
jónsson, bílstjóra hjá Svansprenti
Magnúsar, sem tók að sér að flytja
dúkinn á þriðjudaginn. Ingvar
sagði að skömmu eftir að hann
hefði tekið við dúknum í vöruflutn-
ingamiðstöðinni Flytjanda hefði
Árni hringt og leiðbeint honum að
geymslu Þjóðleikhússkjallarans í
Gufunesi, þar sem maður sem
sagðist heita Daníel hefði tekið á
móti honum.
DV fjallaði í gær einnig um setu
Árna sem formanns í Brattahlíðar-
Arnijohnsen
Samkvæmt DV sá
Ámi einn um fjár-
mál Brattahlíða-
nefndarinnar.
Allt . .ma
i höndum —_
l$$JtL££$5
Dúkurinn «| Éyja
oglaumað til
Áml yiUekkwt
DV
í DV í gær sagði Ingvar Sigurjónsson, bflstjóri Flutningaþjónustu Magnúsar, að Árni hefði leiðbeint sér I gegnum síma að geymslu Þjóð-
leikhússkjallarans.
nefndinni og byggingarnefnd
hennar. Þar kom fram að hann
hefði einn séð um fjármál nefndar-
innar og samið sjálfur við ístak
m.a. um byggingu Þjóðhildar-
kirkju og skála Eiríks rauða í
Brattahlíð á Grænlandi. Blaðið
ræddi Ernst Olsen, framkvæmda-
stjóra Vestnorræna þingmanna-
ráðsins. Rie Oldenburg, samstarfs-
mann Árna í byggingarnefndinni,
Hjálmar Árnason, varaformann ís-
landsdeildar Vestnorræna ráðsins
og Gísla S. Einarsson, og spurði
þau um bókhald Brattahlíðsnefnd-
arinnar, en enginn kannaðist við að
hafa séð það og sagði Olsen að Árni
hlyti að vita hvar það væri. Olden-
burg sagði enga aðra nefndarmenn
en Árna hafa komið nálægt þeim
fjármunum sem farið hefðu til
framkvæmda. Hjálmar og Gísli
sögðust aldrei hafa séð reikninga
eða skýrslu um fjárútlát Bratta-
hlíðanefndarinnar.
Eftir því sem DV kemst næst
nam kostnaðurinn við fram-
kvæmdirnar á Grænlandi um 70
milljónum króna. Blaðið tók fram
að það hefði ekki neinar upplýsing-
ar um misferli Árna í þessu sam-
bandi, en sagði ljóst að tengsl Árna
við ístak væru sterk þegar litið
væri til þess að hann hefði úthlut-
að fyrirtækinu fjölda verka í Þjóð-
leikhúsinu og á Grænlandi. ■
Jórvík hleypur í skarðið
til Eyja og Hafnar
Bjóða á ódýrari fjargjöld en Flugfélag íslands. Bæta flugvélaflotann
samcöncur „Við teljum að minni
staðir henti minni flugfélögum,“
sagði Jón Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélagsins Jór-
víkur, þegar hann var spurður að
því af hverju þeir teldu sig í stakk
búna að geta sinnt áætlunarflugi til
Hornafjararðar og Vestmannaeyja
ef Flugfélag íslands hefði gefist
upp á þessum áætlunarleiðum. „Við
teljum okkur hafa lært mikið á því
að hafa sinnt áætlunarflugi til Pat-
reksfjarðar. Við höfum unnið að því
sem af er þessu ári að styrkja bak-
land okkar og vinna að stækkun
flugvélaflotans, burt séð frá því
sem var að gerast hjá Flugfélagi ís-
lands og ákváðum á aðalfundi fé-
með 19 sæta vélum.
lagsins í apríl síðastliðinn að fara í
rekstur á 19 sæta vélum m.a. í þeim
tilgangi að mæta ákveðinni þörf í
leigufluginu.“ Jón Grétar sagði
flugvélarnar vera af 12 ára gamlar
skrúfuþotur af gerðinni Jetstream.
Flugfélag Jórvíkur gaf út þá til-
kynningu á miðvikudag að þeir
hygðust hefja flug til Hornafjarðar
og Vestmannaeyja á hausti komandi
en eins og kunnugt er hættir Flugfé-
lag Islands áætlunarflugi þangað 1.
október nk. Jón Grétar var spurður
að því hvort fargjöld hjá þeim yrðu
ódýrari en hjá FI. „Við höfum ekki
borið okkur saman við þá, fyrst er
að sjá hvernig áætlunin verður sett
upp og það munum við gera í nánu
samstarfi við heimamenn. Við gerð-
um það þegar við hófum flug til Pat-
reksfjarðar og gaf það mjög góða
raun. Ég geri nú samt ráð fyrir því
að við verðum eitthvað ódýrari."
Gert er ráð fyrir að flogið verði til
Hornafjarðar 3-4 sinnum í viku en
daglega til Vestmannaeyja.
Jón Grétar sagðist ekki hræðast
aðra samkeppni. „Við höfum t.a.m.
átt mjög góða samvinnu við ís-
landsflug og aðra rekstraraðila í
gegnum tíðina og svo hefur Ómar
Benediktsson sagt það opinberlega
að íslandsflug vilji draga sig alveg
út úr innanlandsfluginu."
Fram kom í tilkynningu Jórvík-
ur að félagið hyggist stefna að því
JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON
Unnið að leiðum til að styrkja bakland fyrirtækisins, stækka flugvélaflotann og hleypa inn
nýjum rekstraraðilum.
að fjölga áætlunarstöðum sínum.
„Við höfum verið að horfa til sunn-
anverðra Vestfjarða, Sauðárkróks
og svo lá það lengi í loftinu að
Hornafjörður myndi falla út úr
áætlunarflugi Flugfélagsins. Þetta
eru þeir staðir sem við höfum verið
að horfa til og fylgst grannt með
framvindu mála.”
Flugfélagið Jórvík var stofnað
árið 1993. Þeir sem komu að stofn-
un félagins voru þeir Jón Grétar
Sigurðsson, Dagfinnur Stefánsson,
Sigurður Gunnsteinsson og Jón
Magnússon en þeir eru allir fyrrum
starfsmenn Flugleiða. „Starfsemi
félagsins hefur vaxið hægt og ró-
lega en við erum undanfarna mán-
uði verið að styrkja bakbein fyrir-
tækisins og verið að skapa svigrúm
fyrir nýja aðila inn í reksturinn,"
sagði Jón Grétar og sagðist bjart-
sýnn á framtíð fyrirtækisins.
kolbrun@frettabladid.is