Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
20. júlí 2001 FÖSTUPACUR
NÝ FARSÍMAÞJÓNUSTA • LÆGRA MÍNÚTUVERÐ
Rögnvaldur Pálmason
Hann starfar hjá Sigurplasti.
SPURNING DAGSINS
Hvað finnst þér um afsögn
Árna Johnsen?
Mér líst mjög vel á hana. Þetta var það eina
sem hann gat gert i stöðunni eftir að hafa
verið gripinn svona glóðvolgur. Dúkamálið var
bara síðasta hálmstráið. Svo er spurning hvort
það komi jafnvel eitthvað meira í Ijós eftir
rannsókn málsins. Ég gæti alveg trúað því.
AIMSTER EKKI NAPSTER
Þrátt fyrir að hart hafi verið í ári hjá fyrir-
tækinu Napster hefur fyrirtækinu Aimster
vaxið fiskur um hrygg. Notendum þess
fjölgar stöðugt og nýverið gerði fyrirtækið
samning við AOL Time Warner og geta þvl
notendur Aimster einnig notað samskipta-
forrit AOL.
Ofgnótt tónlistar enn á
Netinu:
Islenskir tón-
listarmenn á
Aimster
tónlist Napster þarf ekki að loka
fyrir vefþjón sinn og því geta
tónlistarunnendur, enn um sinn,
niðurhlaðað lögum með notkun
forritsins. Þetta var niðurstaða
áfrýjunarréttar í Bandaríkjunum
en Napster-forritið hefur verið
óstarfhæft frá því 2. júlí sl. Not-
endum Napsters hefur fækkað til
muna frá því að fyrirtækið hóf að
reyna að koma í veg fyrir það að
notendur sínir gætu niðurhlaðað
lög sem vernduð eru samkvæmt
höfundarréttarlögum.
Þrátt fyrir að Napster hafi
verið lokað er ekki svo að fokið
sé í flest skjól fyrir tónlistarunn-
endur sem ekki tíma að borga
fyrir tónlistina sína. Með því að
nota forritið Aimster, sem finna
má á vefsíðunni www.aimst-
er.com, er hægt að finna öll þau
lög sem nú prýða Topp 20-lista út-
varpsstöðvanna, að nokkrum ís-
lenskum lögum undanskildum.
Þar er einnig að finna þónokkurn
fjölda af lögum eftir Bubba
Morthens, Björk Guðmundsdótt-
ur og hljómsveitirnar Skítamóral
og Sigur Rós. ■
Umhverfisráðherra vongóður í Bonn:
Sérákvæði Islands
ekki á dagskrá
umhverfismál Siv Friðleifsdóttir, um-
hverfisráðherra, var í gær stödd í
Bonn í Þýskalandi þar sem hún von-
aðist til þess að hægt yrði að útfæra
frekar Kyoto-bókunina svokölluðu
sem kveður á um losun koltvíoxíðs í
andrúmsloft. ísland hefur farið fram
á að fá undanþágu frá takmörkunum
sem landinu eru ætluð í losun koltví-
oxíðs.
Ráðherrann sagði að vel hefði
gengið að kynna sjónarmið fslend-
inga fyrir þeim ráðherrum sem fund-
inn sóttu.
„Það hefur verið vaxandi skilning-
ur á okkar stöðu og vísinda- og tækni-
nefnd hefur fjallað um okkar sérá-
kvæði. Það liggur þó nú í dvala og bíð-
ur þess að vera tekið til afgreiðslu
eins og aðrar tillögur. Það er því ekki
verið að fjalla um íslenska ákvæðið
hér og ekki er búið að samþykkja það
heldur," sagði ráðherrann og bætti
því við að á fundinum væru til um-
fjöllunar mál sem hefðu mun meiri
þýðingu í alþjóðasamhengi.
Aðspurð sagði ráðherrann að hún
teldi Kyoto-sáttmálann ekki vera and-
vana fæddann þrátt fyrir að Banda-
ríkjamenn, sem ábyrgir eru fyrir
UMHVERFISRÁÐHERRAR FUNDA
Utanríkisráðherrar eða fulltrúar 178 ríkja
mættu til fundar i Bonn í gær til þess að
ræða Kyoto-sáttmálann. Alla veganna 55
riki sem losa yfir 55 prósent koltvíoxíðs út í
andrúmsloftið þurfa að samþykkja bókun-
ina til þess að hún verði að veruleika og er
nú þrýst á Japani að samþykkja hann eftir
að Bandaríkjamenn lýstu sig andsnúna sátt-
málanum.
fjórðung af losun alls koltvíoxíðs í
heiminum, hafi lýst sig andsnúna
honum. Hún sagði að reynt yrði að
ganga frá samkomulagi sem væri
þess eðlis að Bandaríkjamenn gætu
gengið inn í það á síðari stigum samn-
ingsferlisins. ■
]lögreclufréttir
rír bílar lentu saman rétt hjá
Árskógssandi á Ólafsfjarðar-
vegi sl. miðvikudag. Tveir bíl-
anna eru mikið skemmdir en sá
þriðji slapp með minniháttar
skemmdir. Tveir voru í bílnum
sem lenti á milli hinna tveggja
og kvörtuðu þeir yfir eymslum í
hálsi og baki og voru fluttir á
sjúkrahúsið á Akureyri.
—♦—
Tvö tveggja ára börn í Vestur-
bænum brenndust illilega
rétt fyrir hádegi í gær þegar
heitt vatn úr hraðsuðukatli féll
yfir þau. Börnin voru flutt á
slysadeiid Landspítalans og að
sögn lögrelgunnar í Reykjavík
sluppu bæði börnin við bruna í
andliti.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Bonn:
samkomulagi
bonn, þýskalanpi. ap. Umhverfis-
ráðherrar 178 landa funda um
þessar mundir í Bonn í Þýskalandi
í tilraun til að ná samstöðu um
Kyoto-sáttmálann. Evrópusam-
bandið ætlar að gera allt sem í
valdi þess stendur til að verja sátt-
málann fyrir tillögum Japan, Ástr-
alíu, Kanada og Rússlands, um að
fá undanþágu frá reglum um losun
gróðurhúsalofttegunda út í and-
rúmsloftið. Vafi liggur á hvort
sáttmálinn muni halda sér af þess-
um sökum, en Bandaríkjamenn
höfnuðu honum í marsmánuði og
var það ekki til að styrkja stoðir
hans. Samningaviðræðurnar hafa
gengið illa sökum mismunandi
skoðana landa á framkvæmd sátt-
málans. Helstu ágreiningsatriðin
felast annars vegar í því hvernig
eigi að umbuna þeim þjóðum sem
hafa góða stjórn á skógum sem
draga koltvísýring úr loftinu og
hins vegar hvernig eigi að refsa
þeim sem ekki fylgja sáttmálan-
um, sem kveður á um að þjóðir
heimsins skuli draga úr gróður-
húsaáhrifum um að meðaltali
5,2% á árunum 1990-2012. „Við
erum þegar farin að vinna yfir-
vinnu,“ sagði Margot Wallstrom,
umhverfisfulltrúi Evrópusam-
bandsins. „Við megum ekki við
fleiri skakkaföllum."
Talið er líklegt að ákvarðanir
um framtíð sáttmálans verði tekn-
ar í Genúa á Ítalíu þar sem leiðtog-
ar sjö helstu iðnríkja heims auk
Rússlands munu hittast á morgun.
Vonast leiðtogar Evrópuríkja til
þess að George Bush, Bandaríkja-
forseti, standi ekki í vegi fyrir
sáttmálanum, en hann hefur hald-
ið því fram að hann sé „alvarlega
gallaður" og komi bandarískum
efnahag illa.
Mikil óvissa hefur einnig ríkt
um hvort Japan muni styðja sátt-
MÓTMÆLANDI
Þessi maður mótmælti í gær stefnu Bandaríkjamanna í umhverfismálum, en í mars síðastliðnum ákvað Bush Bandaríkjaforseti að hunsa
málann. „Það sem við þurfum að
gera er að komast að samkomulagi
um ýmis ágreiningsmál," sagði
Kyoto-samkomulagið.
Yuriko Kawaguchi, umhverfisráð-
herra Japan í viðtali við þýska
sjónvarpsstöð. „Öll löndin þurfa
að vera eins sveigjanlegt og mögu-
legt er til að hægt sé að semja um
reglur Kyoto-sáttmálans.“ ■
Illa gengur að ná
GRACE
TÍSKUVERSLUN
Niðurskurðaráformum mótmælt:
SólarhringsverkfaU í Argentínu
Utsala - Utsala
Allar síðkápur á 8.000 kr.
Stuttjakkar 6.500 kr.
Tilboðið gildir í dag
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) sími 553 0100
buenos aires. argenti'na. ap. Þúsund-
ir ríkisstarfsmanna fylktu liði á
götum Argentínu í gær í sólar-
hringsverkfalli til að mótmæla nið-
urskurðaráformum ríkisstjórnar-
innar, en til stendur að lækka laun
almennings og ellilífeyrisgreiðslur
til að rétta við bágan efnahag
landsins. Reiði almennings hefur
helst beinst að Fernando De la
Rua, forseta landsins og Domingo
Cavallo, fjármálaráðherra, sem er
maðurinná bakvið áformin. Verk-
fallið er það stærsta sem skipulagt
hefur verið i landinu frá því 23. Crímuklæddur mótmælandi hrópar ókvæðisorð að ríkisstjórninni. Mikii efnahagslægð er
nóvember. ■ nú í Argentínu, en skuldastaða ríkisins nemur nú um 130 milljörðum dollara.
GRÍMUKLÆDDUR MÓTMÆLANDI