Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 8

Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júll 2001 FÖSTUPAGUR BRAUT RECLUR Helgi Hjörvar sagði að ekki væri um að ræða aðför að nektardansstöðum og að allir sitji við sama borð þegar þeir brjóta reglurnar. Veitingamaðurinn á Club Clinton segir að úrskurðarnefnd áfengismála muni úrskurða honum „í vil á næstunni." |löcreclufréttir| Brotist var inn í fjóra bfla í gær- morgun, þrjá í Breiðholtinu og einn á Seltjarnarnesi, og stolið úr þeim geislaspilurum og geisladisk- um. Þá var stolið hjólkoppum af bif- reið í Breiðholtinu. —4— s Amiðvikudag voru þrír teknir fyr- ir of hraðan akstur í Ólafsfjarð- argöngunum. Hámarkshraði þar er 50 km og mældist einn þeirra á 107 km hraða. Að sögn lögreglunnar var hér um vítaverðan akstur að ræða. Lögreglan í Kópavogi hafði af- skipti af ungum ökumanni um tvítugt um hádegisbilið í gær. Mað- urinn var að aka á Digranesvegi og mældist hann á 101 km hraða en há- markshraði á þessu svæði eru 50 km. Forseti borgarstjómar um Glub Glinton: „Pöntum ekki álit lög- reglu“ borgarráð „Hvort sem um er að ræða pizzastað eða nektardansstað þá ber mönnum að fara eftir reglum," sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórn- ar, aðspurður um þá ákvörðun borg- arstjórnar að svipta veitingastaðinn Club Clinton vínveitingaleyfi. Helgi vísar ásökunum Kristjáns Jósteinssonar, veitingamanns á Club Clinton, um „pólitíska aðför og stofn- anaofbeldi" af hendi borgarstjórnar, til föðurhúsanna og segir að ómögu- legt sé fyrir Reykjavíkurborg að „panta álit hjá lögreglu11 eins og Kristján heldur fram í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Frá því að lögreglan var gefa út þessa fyrstu umsagnir sínar þá braut veitingaraðilinn ítrekað þær reglur sem honum er gert að starfa eftir, einkum varðandi vínveitingatímann. Þrátt fyrir að lögreglan hefði ítrekað rýmt staðinn og áminnt hann þá hélt hann áfram uppteknum hætti og lög- reglan mælist gegn því að þeir sem ekki fara eftir reglunum fái leyfi,“ sagði Helgi. ■ |löcreclufréttir| Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið dæmd fyrir að draga sér um það bil 6 millj- ónir króna þegar hún starfaði sem kassadama hjá Hagkaup á Akureyri á árunum 1998 og 1999. Hún játaði og sagði Hér- aðsdómi Norðurlands eystra að hún hefði notað peninginn í eit- urlyf, áfengi og skemmtanir. DV greindi frá. Fimm umferðaróhöpp urðu á innan við tveimur tímum í Reykjavík. Gerðist þetta á tíma- bilinu frá klukkan tólf á hádegi og til klukkan tvö. Að sögn lög- reglunnar gerðist þetta um leið og sólin fór að skína og akstur- skilyrði urðu betri. Leitað að olíu og gasi við Jan Mayen Fyrsta skipti innan efnahagslögsögunnar. Norskt fyrirtæki fær þriggja ára leyfi. Fjarkönnun án borana. Ovíst um árangur. TÁRAGASI KASTAÐ Stuðningsaðili helsta stjórnarandstöðu- flokks Sri Lanka kastar táragassprengju til- baka að lögreglunni eftir að hún hafði kas- tað táragasi og skotið gúmmíkúlum að mótmælendum. gúmmikúlum auk þess sem hún kas- taði táragassprengum að þeim. Þjóð- arflokkurinn, helsti stjórnarand- stöðuflokkur Sri Lanka, hafði áður hótað því að senda 100 þúsund mót- mælendur á götur borgarinnar til að mótmæla brottvikningu ríkisstjórn- arinnar þann 11. júlí síðastliðinn. Tók forsetinn ákvörðunina nokkrum klukkustundum eftir að stjórnarand- staðan hafði safnað saman nægum atkvæðum til að lýsa yfir vantrausti á hana. Þrátt fyrir að brottvikningin hafi verið lögleg samkvæmt stjórn- arskránni, hefur hún verið harðlega gagnrýnd af öðrum stjórnmálaflokk- um auk mannréttindahópa og stjórn- málafræðinga. ■ Moskva og Pétursborg t*ann 12. september verður borgarferö (15 daga/14 nætur) til tveggja stærstu borga Rússlands sem erú 1 senn heillandi og magnþrungnar hvor á sinn hátt. Menningarborgin Moskva sem er merkileg blanda gamla og nýja timans, verður skoðuð hatt og lágt undir Öruggri leiðsögn Hauks Haukssonar sem hefur marqra ára reynslu á þessum slóðum. SÍðan verður farið með járnbrautarlest til gömlu höfuðborgar keisaraveldisins - Pétursborgar við Finnskaflóa. þaðan veröur flogið með SAS til Kaupmannahafnar á heimleiöinni. Vilji menn vera eftir i Kaupmannahöfn eöa koma inn i Stokkhólmi, látið vita sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gef\ir Haukur Hauksson i simun 848 44 29,og 554 06 66. SkoðiÖ www.austur.com Ahugasamir skrái sig sem fyrst á bjarmaland@strÍK.is Dagur 1. miðvd. 12. sept. Morgunflug fra Keflavík gegnum Stokkhólm, þaöan flogið meö SAS og komiö til alþjóðaflugvallarins i Moskvu síðdegis. Rútuferð beint á hótel Rossiiu sem er á besta stað i hjarta Moskvu við Rauðatorgið. Kvöldverður á hóteli og frjálst kvöld. Dagur 2. Morgunverður hóteli. ítarleg rútuskoöunarferö um heimsborgina Moskvu. Dagur 3. Kreml, Rauðat.org, Alexandrovsky garöurinn þar er gröf óþekkta hermannsins og þangað hefur . heiöursvöröur hersins verið færður úr grafhýsi Lenins. Frjálst kvöld, mögulegt að fjölmenna á spilaviti eða rússneskt diskótek (fyrír þá sem viljaj . Dagur 4. Pushkinlistasafnið,, þar eru forngrisk og egypsk listaverk auk frumverka evrópskra meistara s.s. Picasso, Van Gogh o.m.fl... Arbat göngugatan, götustemning, tónlistarmenn og kaffihúsamenning. Siödegis borðaö á veitingastaðnum ií sjöunda himnii í sjónvarpsturninum Ostankino (540 m) - frábært útsýni yfir borgina. Dagur 5. Farið i Gorki skemmtigarðinn og listasafn þar sem geymdar eru styttur fallinna kommunrstaleiðtoqa sem teknar hafa verið niður. 19:00 Bolshoi leikhúsið, besti ballett heims. Dagur 6. Prúttmarkaöurinn Izmailovo, þar fást framandi munir á kostakjörum. Skemmtigaröurinn „V.D.N.X." í stalíniskum stil með gullstyttum, byggður á sinum tíma til að sýna „efnahagsárangur" hins stóra ríkis. Kl. 19:00 hin frægi Moskvusirkus, brottför i rútu frá hóteli kl.l8:10. Dagur 7. Sveitaferö til Sergiev Posad (áður Zagorsk), fraegrar klausturborgar norður af Moskvu, ekið um frjósamar sveitir ;Rússaveldis. Dagur 8.^Sigling á Moskv.uánni í fljótábát og þjóödansasýning um kvöldið. Dagur 9. Sigurgarðurinn til minningar um siqurinn í heimstyrjöldínni síöari, merkilegt striðsminjasafn. Metró, hin einstaka neðanjarðarlest í Moskvu skoöuö, en hún var byggð að frumkvæði Stalins og opnuö 1935. Dagur 10. Frjáls dagur í höfuðbórginni. Kl. 23:50 fariö á fyrsta farrými með næturlestinni Rauðu örlnni iKrasnaja strelai til Pétursborgar. Mæting á iLeningradský vokzal" brautarstöðinni; kl. 23:15, fariö þangaö i rútu frá hóteli. Dagur 11. Komið til Pétursborgar um kl. 9, farið á hótel með rútu, þar morqunverður og frjáls timí. Péturs og Páls - virkið skoðað, þar eru keisararnir grafnir. Dagur 12. „Peterhof" = Péturshof sumaraösetur keisaranna frá því að Pétur mikii lét byqqja Pétursborg 'árið 1703. Þjóðverjar eyðilögðu staðinn í hinu 900 daga Leningradumsátri en Rússar endurreistu af stakri eljusemi. Kunstkamera ináttúrugripasafni Péturs mxkla. Dagur 13. Rútuskoðunarferö um hina einstöku bprg iFeneyjar norðursinsi. Hermitage safnið imesta listasafn allra timai. Daqur 14. Frjáls dagur í Pétursborq. Lokahóf fi kvoldverður með hljómsveit og dansi í boði fararstjóra. Dagur 15. miövd. 26.sept. Heimferö, flogiö frá Pétursborg til Kaupmannahafnar, lent í Keflavík 15:35. HERINN BURT Vistrisinnaðir stúdentar mótmæla veru bandarískra hermanna á Okinawa-eyju fyrir utan bandaríska stjórnarráðið í Tókýó í gær. Liðþiálfi bandaríska flue- hersins: Kærður fyrir að nauðga japanskri konu t6ký6. ap. Timothy Woodland, lið- þjálfi í bandaríska flughernum, var í gær kærður fyrir að hafa nauðgað tvítugri japanskri konu á eyjunni Okinawa í Japan þann 29. júní. Bandarísk yfirvöld neituðu í byrjun júlí að framselja Woodland til jap- anskra yfirvalda eftir að handtöku- skipun hafði verið gefin út á hendur honum þann 2. júlí og vakti það mikla reiði á meðal íbúa eyjunnar. Var hann síðan handtekinn þann 6. júlí eftir samningaviðræður á milli bandarískra og japanskra fulltrúa. Réttarhöldin yfir Woodland, sem er einn af 26 þúsund bandarískum her- mönnum sem starfa á Okinawa- eyju, verða haldin á vegum jap- anskra dómstóla og verði hann dæmdur sekur mun hann afplána dóminn í japönsku fangelsi. íbúar í Okinawa hafa lengi kvartað yfir endurteknum afbrot- um bandarískra hermanna á eyj- unni, en þrátt fyrir loforð Banda- ríkjastjórnar hefur lítið verið gert í málunum. ■ Þúsundir íbúa Sri Lanka: Mótmæla brottvikningu ríkisstjórnarinnar COLOMBO, SRI lanka. AP. Að minnsta þegar þúsundir manna mótmæltu ríkisstjórn landsins frá störfum í 60 kosti einn lést og 27 særðust í ákvörðun forseta landsins, Chand- daga. Lögreglan brást harkalega við Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær rika Kumaratunga, um að víkja allri og sló til mótmælenda og skaut jarðefni Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef- ur veitt norska fyrirtækinu InSeis leyfi til leitar að olíu og gasi innan íslensku efnahagslögsögunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem leyfi af þessu tagi er veitt á íslensku hafsvæði samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Steinar Þór Guðlaugsson jarðeðl- isfræðingur hjá Orkustofnunin segir að líkurnar fyrir því að eitt- hvað muni finnast séu best mæld- ar með þeim kostnaði sem norska fyrirtækið ætlar að leggja í þessa leit næstu þrjú árin, eða yfir 100 milljónir króna. Leitarsvæðið þekur um 42 þúsund ferkílómetra á suðurhluta Jan Mayen hryggjar- ins í norðausturhluta íslensku efnahagslögunnar. Ráðherra segir að fleiri fyrir- tæki hafi ekki sótt um leyfi til þessara rannsókna. Við leitina verða stundaðar umfangsmiklar hljóðvarpsendurmælingar og því þarna um að ræða fjarkönnun án borana. Rannsóknarskipið Polar Prinscess er væntanlegt á svæðið innan skamms. Steinar Þór segir að Jan Mayen hryggurinn sé talin vera úr meginlandsbergi af svip- aðri gerð og það berg sem er til staðar yst á landgrunni Græn- lands og Noregs. Af hálfu fyrir- tækisins er gert ráð fyrir að nið- urstöður mælinganna muni vekja áhuga annarra olíufyrirtækja, enda hefur það samkvæmt leyf- inu heimild til að selja öðrum að- gang að niðurstöðunum. Fyrir þetta leyfi borgar fyrirtækið alls um 850 þúsund íslenskar krónur. Ráðherra bendir á að leyfis- veitingin til InSeis veitir því eng- an rétt til borana eða vinnslu. Leyfið er veitt að fenginni um- sögn sjávarútvegsráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. í lög- unum er einnig gerður greinar- munur á leit að olíu og gasi annars vegar og rannsóknum á vinnslu olíu og gass hins vegar. Af öðrum svæðum sem komið hafa til álita sem hugsanlegir staðir fyrir olíu og gas er svæðið í kringum Öxar- fjörð og út af Eyjafirði. -grh@frettabladid.is STEINAR ÞÓR GUÐLAUGSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Hófleg bjartsýni ríkir um það hvort ollu og gass sé að finna innan efnahagslögsögunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.