Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 10

Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 10
FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLADSINS JÓN BJARNASON Dagskrá ferðarinnar eins og okkur var kynnt hún var hefðbundin. Það sem stóð til boða utan hennar var á ábyrgð heimamanna. Góður siður að sœkja kjör- dœmin heim Jón Bjarnason, alþingis- og fjárlaganefnd- armaður, skrifar: fjárlacanefnd Af gefnu tilefni skal bent á að fjárlaganefnd alþingis hefur um langt árabil haft þann góða sið að heimsækja formlega eitt kjördæmi á ári. Nú var komin röðin að Suðurlandskjördæmi. Tímasetning og dagskrá þessara heimsóknar var ákveðin snemma í vetur. Sveitarstjórnir á hverjum stað skipuleggja þessar heimsóknir í samráði við nefndina. Lögð er áhersla á að fjárlaganefnd kynnist sem best lífi og starfi í hverju byggðalagi. Heimsótt eru sjúkrahús, skólar og atvinnufyrirtæki. Jafnframt gera viðkomandi sveitarstjórnir grein fyrir mikilvægustu viðfangs- efnum sínum á hverjum tima. Sér- staklega er farið yfir þau verkefni sem sem ríkið ber ábyrgð á eða er þátttakandi í. Þessar heimsóknir fjárlaga- nefndar vítt og breitt um landið eru mikilvægar fyrir starf nefndarinn- ar. Þær skapa aukin og bein tengsl alþingis við lífið í landinu og sterk- ari vitund um þau verkefni og vandamál sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Ég legg áherslu á skyldur hvers þingmanns að halda sem bestu sambandi við fólk og at- vinnulíf í landinu. Mikilvægt er að nefndarmenn eða varamenn þeirra mæti í þessar vinnuferðir svo þær nái tilgangi sínum. Fyrirhuguð heimsókn fjár- laganefndar til Vestmannaeyja var liður í þessu starfi nefndarinnar og síðar í haust áætlar hún að heim- sækja aðra hluta Suðurlandskjör- dæmis. ■ Leiðrétting: foreldrahús I viðtali við forráða- menn Foreldrahússins var gefið upp rangt númer foreldrasímans. Rétt númer er 581 1799. — félac Af fréttasamtali í blaðinu í fyrradag við Pauline Scheving Thor- steinsson mátti ráða að Félag nýrra íslendinga væri nýstofnað. Af því til- efni hefur Hope Knútsson komið því á framfæri við blaðið að félagið hef- ur starfað í áratug. 5-6 manna hópur fólks stofnaði það saman árið 1991 og var Hope formaður félagsins þar til fyrir þremur árum síðan. 10 FRÉTTABLADIÐ 20. júlí 2001 FÖSTUPAGUR Skóari, vertu við þinn Árni Johnsen hefur sparað sam- flokksfólki sínu og landsmönnum mikinn vandræðagang með því að é tilkynna formanni flokksins að af- sagnar hans sem þingmanns sé að vænta á næstu dögum. Hvað stendur þá eftir af hans máli? Það er fyrst að Ríkisendurskoðun „Með hvaða rétti og í hvers umboði hann hefur ráðskast með ýmis framkvæmda- mál?" —4--- fer nú ofan í saumana á öllum snertingum Árna við hið opinbera kerfi og þau verkefni þar sem hann hefur haft með umsýslu og f jármál að gera. Þegar henni lýkur eða fyrr verður væntanlega einnig um lögreglurannsókn að ræða. í annan stað hlýtur það að vera umfjöllunarefni Ríkisendurskoð- unar, fjölmiðla og stjórnmála- manna hvernig í ósköpunum það gat gerst að Árna Johnsen var leyft að valsa um með fram- kvæmda- og fjármál Brattahlíða- nefndar og byggingarnefndar Þjóðleikhússins eins og þau væru hans einkamál. Og með hvaða rétti og í hvers umboði hann hefur ráðskast með ýmis önnur fram- kvæmdamál eins og fornleifaupp- gröft í Herjólfsdal o.s.frv.? í þriðja lagi hljóta tengsl þing- mannsins við ístak og önnur verk- takafyrirtæki að koma til sérstakr- ar skoðunar. Hefur hann með að- stöðu sinni í ráðum og nefndum á vegum hins opinbera útvegað leist! MáLmaona Einar Karl Haraldsson spyr hvað standi eftir af máli Árna Johnsen? verktökum „gullmola" sem hann hefur síðan fengið umbun fyrir í fríðu? Þessi endi er órannsakaður enn. í fjórða lagi verður ekki undan því vikist að kannað verði ofan í kjölinn hvort fleiri þingmenn séu að vasast í verkefnum fram- kvæmdavaldsins með svipuðum hætti og Árni Johnsen, utan við ramma allrar venjulegrar stjórn- sýslu. Skóari vertu við þinn leist! Þingmenn eiga að sinna löggjafar- störfum og lýðræðislegri umræðu og eftirliti en ekki að blanda sér í mál framkvæmdavaldsins. Engin lög og engar reglur halda aftur af eindregnum brota- vilja. Ef engar bremsur eru á framferði manna og engin tak- mörk fyrir ósvífninni, þá er erfitt að verjast ósómanum. En mál Árna gefur tilefni til allsherjar endurskoðunar á starfsháttum þings og stjórnsýslu. ■ Samstarfsráð höfuðborgarsvœðisins Sveitarstjórnarmenn, atvinnurekendur, fulltrúar verkalýðsfélaga og félagasamtaka, fólk úr menningargeira og ráðuneytum á að koma með hugmyndir um sameiginleg verkefni. SAMVINNUNEFND Samvinnunefnd 8 sveitarfélaga vill m.a. að sett verði á laggirnar samstarfsráð Höfuðborgarsvæðisins. SAMSTARF Samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur auk- ist á mörgum sviðum undanfarin ár með góðum árangri. Þar má nefna rekstur vatnsveitna, hita- veitu, rafveitna, slökkviliðs og sorpförgunarstöðva, sorpurðun og nú nýlega rekstur almennings- vagna. Þessi samvinna hefur leitt í ljós hagkvæmni þess að sveitar- félögin vinni saman að uppbygg- ingu og notkun lands, vegagerð og almenningssamgöngum, um- hverfismálum og fleiri málaflokk- um. Samvinnunefnd átta sveitar- félaga um svæðisskipulag á höf- uðborgarsvæðinu bendir í tillög- um sínum að skipulagi til 20024 að svæðisskipulagið sé leið til þess að festa þessa samvinnu í sessi. Störf samvinnunefndarinnar hafa án efa dregið úr tortryggni og togstreytu milli sveitarfélag- anna og hugmyndir um ný sam- starfsverkefni hafa kviknað í störfum hennar. Samvinnunefnd- in á samkvæmt tillögunum að gegna mikilvægu hlutverki í framkvæmd og samræmingu þótt aðalskipulag verði áfram til ákvörðunar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auk þess er lagt til að sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu beiti sér fyrir stofnun samstarfsráðs fyrir höfuðborgar- svæðið í því skyni að skapa vett- vang fyrir umræður um málefni höfuðborgarsvæðisins sem heild- ar. Hópur sveitarstjórnarmanna, fólk úr atvinnulífinu, menningar- geiranum og frá ráðuneytunum hefur unnið að skilgreiningu á ýmsum sameiginlegum viðfangs- efnum fyrir höfuðborgarsvæðið í framtíðinni. Þessi vinna er kveikj- an að tillögunni um stofnun sam- starfsráðs. Það á að taka afstöðu til nýrra þróunarmöguleika, skapa umræður, hafa frumkvæði að og stuðla að myndun skapandi tengsla milli aðila á höfuðborgar- svæðinu. ■ Frjálst samstarf 5AM5TARF Verkefni samstaTfsráðs höfuðborgarsvæðisins verða ekki lögbundin, enda er hér um frjálstsamstarf milli sjálfstæðra og óháðra aðila að ræða. Sam- kvæmt tillögu samvinnunefndar um svæðisskipulag eru verk- efnasviðin þessi: • Að vera sameiginlegur vett- vangur umfjöllunar um málefni höfuðborgarsvæðis- ins sem heildar. • Að vinna að sameiginlegri stefnumótun og tillögugerð. • Að vera vettvangur skoð- anaskipta milli sveitar- stjórnarmanna annars vegar og fulltrúa atvinnulífs, ríkis- valdsins og félagasamtaka um málefni sem snerta höf- uðborgarsvæðið í heild. • Að fjalla um, meta og gera tillögur um vaxtarfæri í nýj um greinum á svæðinu. Þróun í átt til lögbundins samstarfs Víða erlendis tíðkast lögbundið samstarf á höfuðborgarsvæðum um þætti eins og umferðarkerfi, landnýtingu, sorphirðu, hafnir, atvinnu- og kynningarmál. samstarf „Það þurfa að koma til nýjar samstarfsaðferðir á höfuð- borgarsvæðum í takt við tímann og þarfirn- ar“, sagði I n g i b j ö r g Sólrún Gísla- dóttir borg- arstjóri í samtali við blaðið. „Það tíðkast orðið á ýmsum slíkum svæð- um erlendis að myndað sé 1 ö g b u n d i ð samstarf um þætti eins og grunngerð, umferðar- kerfi - vegi og samgöngur - land- nýtingu, sorphirðu, hafnir, at- vinnumál og kynningarmál. Þá INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Við erum að byrja að feta okkur áfram fyrstu skrefin á þessari braut. er stundum efnt til atkvæða- greiðslu í sveitarfélögunum til þess að binda samstarfið niður. Þetta með bindandi samstarf er mikilvægt, líkt eins og í hug- myndinni að baki Evrópusam- bandinu, svo ekki sé verið að gera út á hreppapólitík fyrir kosningar í málum sem snerta grunnþætti á svæðinu og horfa til langs tíma, a.m.k. ekki af hálfu stjórnenda, enda þótt gera megi ráð fyrir að einstakir bæj- arfulltrúar sjái sér hag af ein- hverjum einleikjum.“ Á Kaupmannahafnarsvæðinu er t.d. starfandi þróunarráð höf- uðborgarinnar og þar er einnig samstarf bæjarstjórna og at- vinnulífs um markaðssetningu og ferþaþjónustu undir heitun- um Copenhagen Capacity og Wonderful Copenhagen, sem margir þekkja. Á Seattle svæð- inu í Bandaríkjunum er lögbund- ið samstarf og kringum Portland í Oregon er svokallað Metro samstarf. -“Allir verða að fórna nokkru af sínu fyrir langtíma- hagsmuni allra íbúana á svæðinu og oft eru stærri aðilarnir í slíku samstarfi tilbúnari til að horfa til lengri tíma og fórna ein- hverju fyrir framtíðarávinn- ing.” Borgarstjóri benti á að slíkt lögbundið samstarf hentaði mjög vel um mannvirki sem er eitt á hverju svæði og nýtist öll- um. Þar mætti taka til af höfuð- borgarsvæðinu t.d. Borgarleik- húsið, þjóðarleikvanginn í Laug- ardal, Heiðmörk og Bláfjöll. - „Við erum að byi’ja að feta okkur áfram fyrstu skrefin þessari braut. Og ég tel að forystumenn sveitarfélaganna séu opnir fyrir hugmyndum af þessu tagi.“ ■ ORÐRÉTTl „Sá yðar sem syndlaus er... steinkast „Eiríkur Tómasson, nú virðulegur prófessor í lögum, áður stjórnarformaður í risa- gjaldþrotsfyrirtækinu Lindalaxi hf., útlistaði það fyrir okkur í sjónvarpinu, að sá sem léti ríkið borga prívatreikninga sína yrði réttarlega að gjalda fyrir það með húðláti. Jafnvel þó að við- komandi endurgreiddi allt til baka. Er endurgreiddur óðalssteinn öðruvísi en jeppavarahlutir? Er endurgreitt afmælisbrennivín óðruvísi en spýtur? Eru endur- greiddir flugfarseðlar öðruvísi en jarðvegsdúkur? Eru átján þús- und einkahringir á frímerkjavél Alþingis öðruvísi en nótulaus blindingsleikur? Er það vel- heppnaður stuldur ef maður sleppur sjálfur á lagakrókum? Er það göfugra og betra en búðar- hnupl að prakka út hundruðmillj- óna með gylltum lygum? Hver er alvondur, hver er al- góður, hvað er löglegt, hvað er siðlaust? Vonandi vefst það ekki fyrir öðrum en mér, þegar valt er veraldargengið. „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum", sagði Frelsarinn. Halldór Jónsson verkfræðingur í Morgunblaðinu miðvikudaginn 18. júlí 2001. HELLUSTEINN Greinarhöfundur víkur að ýmsum málum sem upp hafa komið á liðnum árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.