Fréttablaðið - 20.07.2001, Qupperneq 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
20- júll' 2001 FÖSTUPAGUR
! BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
| BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 - MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík og
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996 - 2016,
varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í
Fossvogi (fyrrum lóð Landgræðslusjóðs).
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. og 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er
hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
deiliskipulagi og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 -
2016, varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í Fossvogi
(fyrrum lóð Landgræðslusjóðs).
Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir að landnotkun
lóðarinnar breytist úr stofnanasvæði í íbúðasvæði.
Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi
byggingar á lóðinni verði fjarlægðar. Lóðin stækki
lítillega í austur og suður og henni verði skipt upp í
tvær lóðir. Á vestari lóðinni verði ekki heimilt að
byggja en á austari lóðinni verði heimilt að byggja um
5100fm íbúðarhús með um 50 íbúðum auk
bílakjallara. Húsið verði á allt að þremur hæðum með
inndreginni fjórðu hæó.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 20. júlí til 17. ágúst 2001. Þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og koma með
ábendingar og gera athugasemdir við þær.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 31. ágúst 2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 20. júlí 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Mosfellsbær
Varmárskóli
Ibúar Mosfellsbæjar!
Tekið er á móti ábendingum um fallega garða og
snyrtimennsku í bæjarfélaginu af upplýsingafulltrúa í af-
greiðslu Mosfellsbæjar í síma 525 6700 alla virka daga.
Þetta á við um einstaklinga og fyrirtæki vegna verð-
launafhendingar í ágúst næstkomandi. Frestur til að
koma með tilnefningar er til 4. ágúst 2001.
Umhverfisdeild
_______________________________________/
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Rétt ákvörðun
stjóRnmál „Ég styð ákvörðun
Arnaogtel hana rétta. Jafnframt
harma ég að Árna hafi orðið á þau
alvarlegu mistök sem leiddu til
þessarar ákvörðunar," sagði Dav-
íð Oddsson í yfirlýsingu í gær eft-
ir að Árni Johnsen hringdi í hann
og sagði að hann hyggðist segja
af sér þingmennsku.
Tilkynning Árna ber upp á
sama dag og Davíð slær met Her-
manns Jónassonar sem sá forsæt-
isráðherra sem lengst hefur setið
í embætti.
Davíð gaf frá sér yfirlýsingu
þar sem segir að Árni hafi haft
samband við sig og tilkynnt að
hann hyggðist segja af sér þing-
mennsku og myndi senda bréf um
þá ákvörðun til forseta Alþingis á
næstu dögum.
Davíð segir Árna um margt
ágætismann og jarðýtu til verka.
Þó hafi hann farið út af sporinu í
þessu máli. Hann segir Árna hafa
þekkt sína skoðun á málinu og
ekki þvingað hann til eins eða
neins. „Ég tek þessa atburði af-
skaplega nærri mér,“ sagði Davíð
í samtali við Ríkisútvarpið. ■
Mál Arna Johnsen:
SÖGULEGUR DAGUR
19. júlí verður lengi minnst í stjórnmála-
sögunni. Þann dag hafði Davíð Oddsson
setið lengur en nokkur annar á forsætis-
ráðherrastóli og sama dag varð Árni John-
sen fyrstur íslenskra þingmanna til að
segja af sér vegna spillingar og brota á
hegningarlögum.
Eigandi Forum hættur í
Þjóðleikhússkjallaranum
\ l>c:t<lcMkýr xcm Ami iohiwpn keyptl fyrkr b6nd hyggingamefadar I^wklaaaÍM
MORGUNBLAÐIÐ
í yfirlýsingu Daníels Helgasonar, annars eiganda Forum, kemur fram að Árni Johnsen hafi
beðið hann að opna geymsluna I Gufunesi fyrir blaðamanni og Ijósmyndara Morgun-
blaðsins og segja blaðamanninum að þéttidúkurinn hafi verið þar (viku til tíu daga. Daní-
el tók hins vegar sjálfur á móti dúknum á þriðjudaginn.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN
Annar eigandi Forum hefur hætt störfum vegna þess að hann laug að blaðamönnum
Morgunblaðsins og Rikissjónvarpsins fyrir Árna Johnsen.
þjóðleikhúSið Daníel Helgason,
annar eigandi Forum sem rekur
Þjóðleikhúskjallarann, hefur
sagt upp störfum
vegna ummæla
sinna um það hvar
þéttidúkur inn,
sem Árni Johnsen
keypti fyrir Þjóð-
leikhúsið væri
niður kominn.
Stefán Baldursson
þjóðleikhússtjóri
sagði að Þjóðleik-
húsið liti málið
mjög alvarlegum
augum. Hann
sagðist hafa átt
fund með Stefáni
Axel Stefánssyni, framkvæmda-
stjóra Þjóðleikhússkjallarans í
gær, þar sem komið hefði fram
að Daníel hefði sagt af sér í
vegna málsins.
Daníel sagði Morgunblaðinu
og Ríkissjónvarpinu að dúkurinn
hefði ávallt verið í geymslu Þjóð-
leikhússkjallarans í Gufunesi en
hið rétta er að hann var úti í Eyj-
um þar til á þriðjudag, en þá lét
Árni flytja hann í geymsluna í
Gufunesi.
í yfirlýsingu, sem Daníel
sendi fjölmiðlum í gær, biðst
hann afsökunar á að hafa flækt
málið með framburði sínum við
fjölmiðla. Hann sagði Árna hafa
hringt í sig á þriðjudaginn og
beðið um að fá að koma „ein-
hverju dóti í geymslu þar sem
hann gæti bent á það, vegna þeir-
ra nornaveiða sem stæðu yfir
gegn honum.“ í yfirlýsingunni
sagði Daníel að auk þéttidúksins
hefði ýmislegt annað verið sett í
geymsluna m.a. klósettskál og
sturtubotn. Hann sagði að á mið-
vikudaginn hefði Árni síðan
hringt og beðið hann að opna
geymsluna fyrir ljósmyndara og
blaðamanni Morgunblaðsins.
Hann hefði síðan sagt við blaða-
manninn og síðar fréttamann
Ríkissjónvarpsins að dúkurinn
hefði verið í geymslunni í viku til
tíu daga.
„Þetta var sagt gegn betri vit-
und og bið ég þessa blaðamenn
og ekki síst Stefán Baldursson
þjóðleikhússtjóra afsökunar á
þessu,“ segir í yfirlýsingunni.
Stefán sagði að Björn Leifs-
son, sem rekið hefði Þjóðleikhús-
kjallarann um nokkra hríð, hefði
síðastliðið haust óskað eftir því
að framselja samninginn til For-
um ehf. og að Þjóðleikhúsið hefði
samþykkt það. í desember hefði
Forum tekið við rekstrinum og
fyrirtækið ætti um tvö ár eftir af
samningstímanum. Aðspurður
sagði Stefán að ekki væri búið að
taka neina ákvörðun um það
hvort samningnum við Forum
yrði sagt upp, en málið yrði skoð-
að á næstu dögum. ■
—♦—
„Þetta var sagt
gegn betri vit-
und og bið ég
þessa blaða-
menn og ekki
síst Stefán
Baldursson
þjóðleikhús-
stjóra afsök-
unar á þessu,"
segir í yfirlýs-
ingunni.
—*—
LANCÓDÝRASTIR
PU SPARAR
11-20%
...bla bla bla
SÍMINN gsm
SfMINN FRELSI
GSM
TBL FRELSI
BTGsM:)
9
9
10
10
7,99
rga nm