Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 18
FR.ETTABLAÐ1Ð
20. júlí 2001 FÖSTUPACUR
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari
Ég var að klára bókina Only Love is Real
eftir Dr. Brian Weiss. Hann er frægur sál-
fræðingur sem hefur sérhæft sig i dáleiðslu
og dáleíðir fólk til að rifja upp fyrri líf. Bók-
ín er sannsöguleg, um par sem hafði verið
sálufélagar í mörgum lífurn og hittist svo
aftur i þessu iifi. ■
METSÖLULISTI
Mest seldu matar- og vínbækurnar á
amazon.com
OHow to Read a French Fry:
WHAT HAPPENS WHEN OIL
MEETS WATER AND OTHER ...
OSuzanne Somer'
EAT, CHEAT AND MELT THE FAT
AWAYL
OWeight Watchers:
NEW COMPLETE COOKBOOK
OFrench Lessons:
ADVENTURE WITH KNIFE, FORK
AND CORKSCHREW
0
©
0
ö
©
©
Kitchen Confidential:
ADVENTURES IN THE CULINARY
UNDERBELLY
How to Crill:
THE COMPLETE ILLUSTRATED BOOK
OF BARBECUE TECHNIQUES
Barefoot Contessa Parties!
IDEAS AND RECIPES FOR PARTIES
THAT ARE REALLY FUN
THE BEST RECIPE
Comfort Me With Apples:
MORE ADVENTURES AT THE TABLE
Wine & War:
THE FRENCH, THE NAZIS & THE
BATTLE FOR FRANCE'S GR ...
Söngtónleikar í
Norræna húsinu:
Aríur og
sönglög
tónleikar Á morgun verða haldnir
söngtónleikar í Norræna húsinu.
Þar koma fram Sigurlaug S.
Knudsen sópran og Blake Fischer
tenórsöngvari frá Ástralíu. Undir-
leikari er Úlrik Ólason
Efnisskráin er létt og skemmti-
leg með þekktum óperuaríum,
sönglögum og söngleikjalögum
eftir tónskáld eins og Verdi, Bizet,
Gounod, Sondheim, Copland og
marga fleiri.
Sigurlaug og Blake eru bæði í
framhaldsnámi í söng við
Northern College of Music i
Manchester og eru starfandi
söngvarar í Bretlandi.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. ■
—♦—
Salur íslenskrar grafíkur:
Flóamark-
aður
myndlist Sýning Lóu Flóamarkaður
(ljósmyndir í lit) verður opnuð í
sal félagsins íslensk Grafík,
Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17
(hafnarmegin) á morgun kl. 16.00.
Við opnunina mun dr. Sigurður
Ingólfsson lesa eigin ljóð. Sýn-
ingin stendur til 12. ágúst og er
opin fimmtudaga til sunnudaga
frá kl. 14 til 18. ■
18
• Organistinn Felix Hell spilar í Hallgrímskirkju:
Undrabarn á orgelið
tónleikar Felix Hell heitir fimmtán
ára gamall þýskur orgelleikari sem
spilar í Hallgrímskirkju um helgina.
A morgun leikur hann á tónleikum kl.
12 og á sunnudaginn kl. 20. Tónleik-
arnir eru liður í röðinni Sumarkvöld
við orgelið en organistarnir sem þar
koma fram í sumar eiga það sameig-
inlegt að vera bæði ungir og efnilegir.
Felix Hell er fæddur í Þýskalandi
árið 1985. Hann var níu ára þegar
hann lék við fyrstu kirkjuathöfn sína
en sem barn hlaut hann mörg verð-
laun í Þýskalandi bæði fyrir orgelleik
og píanóleik. Felix stundaði nám við
Evangelíska tónlistarháskólann í
Heidelberg en er nú styrkþegi við
Julliardskólann í New York en hann
er einnig aðstoðarorganisti við Saint
Peter’s Lutheran Church í New York.
Felix hefur leikið inn á nokkra geisla-
diska. Hann hefur því þegar öðlast
mikla reynslu í tónleikahaldi og skap-
að sér nafn sem einstaklega spenn-
andi tónlistarmaður og þykir efni í
stórstjörnu í tónlistarheiminum. Á
morgun leikur organistinn ungi
Prelúdíu í G-dúr, Ich ruf zu dir, Herr
Jesu Christ, Sálmforleik, Tokkötu,
adagio og fúgu í C-dúr og Tríósónötu
nr. 1 í Es-dúr, 1. þátt eftir Johann
Sebastian Bach og Orgelsinfóníu nr.
1, Finale, eftir Louis Vierne. Á sunnu-
dagskvöld leikur Felix Fantasíu og
fúgu í g-moil, O Mensch bewein dein
Súnde grofi, Prelúdíu og fúgu í D-dúr
eftir Johann Sebastian Bach, Sónötu
nr. 1 í f-moll, ópus 65 eftir Felix
Mendelssohn-Bartholdy, Tokkötu fyr-
ir orgel og Schlafes Bruder/Sofandi
bróðir eftir Norbert Schneider,
Abendfriede/Kvöldfrið úr ópus 156
eftir Josef Gabriel Rheinberger og
Prelúdíu og fúgu um B-A-C-H og
Franz Liszt. ■
UNGUR OG EFNILEGUR
Felix Hell var orðinn 7 ára þegar fór i fyrsta
píanótímann en nokkrum mánuðum síðar
hóf hann nám í orgelleik. Hann hefur
haldið tónæleika víða um heim og leikið
inn á geisladiska. Auk orgelleiks stundar
hann línuskauta og hefur áhuga á mótor-
hjólum.
FÖSTUDAGURINN
20. JÚLÍ
LEIKHÚS
Leikfélagið Ofleikur sýnir unglingaleikritið E
í Tjarnarbiói. Höfundur og leikstjóri verksins
er Jón Gunnar Þórðarson.
TÓNLEIKAR
23.00 Miðnæturtónleikar Bubba Morthens á
veitingastaðnum N-1 í Keflavík.
SKEMMTANIR
24.00 Snillingarnir trompa vikuna með frá-
bærri stemningu og dansiballi fyrir
alla.
SÝNINGAR
Handritasýning I Stofnun Árna Magnús-
sonar stendur i Árnagarði við Suðurgötu.
Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut
sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á I vit-
neskju okkar um helstu merkisatburði þjóð-
arsögunnar og beina athygli sérstaklega að
handritum og sögum um fólk og víðburði
sem fyrir rúmum þúsund árum ollu alda-
hvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafund-
unum. Sýningin er opin mánudaga til laug-
ardaga til 25. ágúst
Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð-
minjasafn íslands fyrir sýningu á Ijósmynd-
um eftir Hans Malmbergfrá því um 1950.
Sýningin nefnist fsland 1951. Sýningin er
opin alla daga nema þriðjudaga og henni
lýkur 27. ágúst
í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á veg-
um Þjóðminjasafns (slands á skotskífum úr
fórum Det Kongelige Kjobenhavnske
Skydeselskab og Danske Broderskab.
Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum
1787-1928 með íslensku myndefni eða frá
íslenskum félögum skotfélagsins. Sýningin
er opin alla daga nema þriðjudaga og henni
lýkur 6. ágúst.
I Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýningar.
I Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavík-
ur - frá býli til borgar. I Kjöthúsi er sýning-
in Saga byggingatækninnar. I Líkn er sýn-
ingin Minningar úr húsi. Sýningin í Suður-
götu 7 ber yfirskriftina: Til fegurðarauka.
Sýning á útsaumi og hannyrðum. ÍEfstabæ
má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í hús-
inu um 1930.
í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijós-
myndasýning Henri Cartier-Bresson í Gróf-
arsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru
verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tí-
ræðisaldri. Sýningin er opin virka daga frá kl.
12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til
29. júlí.
Pétur Eggertsson og Anna Finnbogadóttir leika I E. Anna fer I 10. bekk í haust en Pétur er ári eldri. Þau eru sammála um að það sé
bæði skemmtilegt og ómetanlegt tækifæri að taka þátt í sýningu eins og E.
Leikfélagið Ofleikur sýnir leikritið E:
U nglingaleikhús í Tjarnarbíói
leikhús Leikfélagið Ofleikur er
líklega yngsta áhugaleikfélag
landsins. Það var stofnað í vor
upp úr leiklistarnámskeiði sem
Jón Gunnar Þórðarson hélt í
Hagaskóla. Þá breyttu meðlimir
leikfélagsins samkomusal skól-
ans í leikhús og sýndu þar leik-
ritið Einmana sem unnið var í
spuna krakkanna úr frá hug-
myndum Jóns Gunnars.
Nú er leikfélagið Ofleikur
komið aftur af stað og frumsýnir
í kvöld kl. 20 leikritið E. „Þetta
fjallar um unglinga og unglinga-
vandamál,” segir Pétur Eggerts-
son, einn unglinganna sem tekur
þátt í sýningunni. „Við erum að
fjalla um áfengi, vímuefni og
svoleiðis." Leikritið er eftir Jón
Gunnar og hann leikstýrir líka
sýningunni. Höfundur tónlistar
er Valdimar Ásgeirsson og ljósa-
hönnuður er Sverrir Kristjáns-
son.
Leikararnir eru um 25 og
stærsti hluti þeirra tók þátt í
Einmana í vor en sumir eru
hættir og aðrir komnir í staðinn
meðal annars nokkrir dansarar.
Æfingarnar eru síðdegis og á
kvöldin og byrjuðu um 20. júní.
Flestir þátttakendurnir eru í
Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic I Aust-
urstræti og er þetta er fyrsta einkasýning
Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er ís-
lenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli.
í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf vik-
inganna í York . Um er að ræða tvær sýn-
ingar, annars vegar endurgerð á götu í vík-
ingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem
má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga
sem féllu I bardögum. Sýningarnar eru opn-
ar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1.
október.
I Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur
handverkssýning Ásgeirs Guðbjartssonar.
Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13 til
17. Sýningin stendur til 22. júlí.
Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í
vetur hafa unnið undir handleiðslu Mart-
eins Sigurgeirssonar stendur yfir I Gerðu-
bergi. Opnunartími sýningarinnar er virka
daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17.
ágúst.
MYNDLIST
Sýning franska myndlistarmannsins Paul-
Armand Gette Mind the volcano! - What
volcano? stendur nú I Ljósaklifi vestast I
Hafnarfirði. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herj-
ólfsbraut Sýningin stendur til 6. ágúst og er
opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00.
Líf og dauði. Hvaðan komum við - hvert
förum við? Helga Birgisdóttir og Olga
Pálsdóttir sýna í listasalnum Man, Skóla-
vörðustig 14. Listakonurnar hafa nýlokið
námi frá Listaháskóla íslands og tengist yfir-
skrift sýningarinnar þema sem þær unnu að
í lokaverkefnum sinum. Sýndir eru leirskúlp-
túrar og grafísk verk. Sýningin er opin virka
daga kl. 10 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar.
Henni lýkur 29. júlí.
Eggert Pétursson sýnir blómamyndir sínar
Styrkur til minningar um prófessor Jón Steffensen:
Framlag til sögu heilbrigðismála
SAFN LÆKNINGAMUNA
í Nesstofu á Seltjarnarnesi er meðal annar að finna endurgert apótek frá 18. öld, fæðing-
aráhöld, aflimunartæki og augnlækningatæki.
iviiniar í tilefni þess að liðin eru 10 ár
frá láti prófessors Jóns Steffensens
hafa Þjóðminjasafn íslands, Nes-
stofusafn og Félag áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar ákveðið að
stofna sjóð til minningar um hann.
Markmið sjóðsins er að styrkja há-
skólanema til að vinna rannsóknar-
verkefni á sviði sögu heilbrigðismála
og verður auglýst eftir umsóknum
um styrkinn í haust.
Það er ötulu starfi Jóns Steffensen
að þakka að til er gott safn lækninga-
muna, Nesstofusafn, sem er deild í
Þjóðminjasafni íslands. Hann safnaði
og skráði muni safnsins allt frá upp-
hafi þess og þar til hann lést sumarið
1991. Nesstofusafn hefur nú eignast
varanlegt geymslu- og skrifstofuhús-
næði að Bygggörðum 7 á Seltjarnar-
nesi og bætti það úr mjög brýnni
þörf. Læknafélag íslands lagði fram
myndarlega fjárhæð til kaupa á hús-
inu og var það erfðafé sem Jón
Steffensen hafði ánafnað félaginu. Til
eru teikningar að glæsilegu sýningar-
húsi fyrir safnið norðvestur af Nes-
stofu og eru bundnar vonir við að það
rísi áður en langt um líður. Sýning-
arnar í Nesstofu eru opnar á sunnu-
dögum, þriðjudögum, fimmtudögum
og laugardögum kl. 13-17. Þar gefur
m.a. að líta endurgert apótek frá 18.
öld, fæðingaráhöld, aflimunartæki,
augnlækningatæki og fleira frá fyrri
tíð. Leiðsögn verður um safnið kl. 14
á sunnudag. ■
Á JÓMFRÚRTORGI
Það er ekki ónýtt að njóta sólar og tónlíst-
ar I sömu andrá eins og boðið er alla laug-
ardaga þegar sólar nýtur við. Ef rignir bjóð-
ast tónleikarnir innandyra.
Sumarjazz á Jómfrúnni:
Jazzað í sólinni
tónleikar Jazzkvartettinn Major kem-
ur fram á áttundu tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins Jóm-
frúrinnar við Lækjargötu á morgun.
Kvartettinn skipa Snorri Sigurðarson
trompetleikari, Ásgeir J. Ásgeirsson
gítarleikari, Valdimar K. Sigurjóns-
son kontrabassaleikari og Einar
Scheving trommuleikari. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18.
Tónleikarnir fara fram utandyra á
Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er
ókeypis. ■