Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2001 FÖSTUPAGUR HRAÐSOÐIÐ HALLDÓR HAUKSSON formaður Stéttarfélags sálfræðinga Fortíðin á leið fyrir Félagsdóm HVERNIG miðar að gerð nýs kjarasamnings, en þið og náttúrufræðingar eru þeir einu sem eiga það eftir af aðildar- félögum BHM? „Við höfum átt við svipaðan vanda að stríða og náttúrufræðingar að því leyti að Landspítali - háskóla- sjúkrahús kemur þar við sögu. Við höfum átt bæði formlegar og óformlegar viðræður við ríkið og spítalann undanfarnar vikur en án árangurs. Þannig er að við höfum átt í ágreiningi við spítalann frá ár- inu 1998 um framkvæmd á gildandi samningi. Við treystum okkur því ekki til að skrifa undir nýjan samn- ing við ríkið nema að ganga sam- hliða frá stofnanasamningi við spft- alann.“ HVERT er þrætuefnið þar? „Það voru felldir úrskurðir á sínum tíma um röðum manna í launa- flokka. Að okkar mati liggur ekki enn ljóst fyrir af hverju fólk raðast þar sem það raðast. Þannig hafa hlutir eins og jafnræðisregla og málskotsréttur verið virt að vettu- gi. Við höfum því í rauninni ekki getað alveg varið okkar félagsmenn í þessum efnum. Við höfum því stefnt Landspítalanum - háskóla- sjúkrahúsi fyrir Félagsdóm. Við erum þeirrar skoðunar að þeir framkvæmi úrskurðina ekki eins og beri að framkvæma þá. Það má því segja að fortíðin sé að fara fyrir dóm.“ HVERNIG þá? „Það er bara óljóst. Þeir eru að raða fólki einhliða. Það eru t.d. ótal mörg óafgreidd mál einstaklinga sem lig- gja fyrir samstarfsnefndum aðila. Það hefur því miður ekki náðst að leysa þennan hnút og þá er þetta eina leiðin sem við getum farið. Ef viðræður duga ekki lengur til lausn- ar þá verðum við fara með málið fyrir dómstóla. Þannig að sá vandi sem kom upp í framhaldi af síðustu samningum ’.r enn í gangi og það hefur bitnað 'érstaklega illa á sál- fræðingum se.n starfa á Landspítal- anum. Við höfu n m.a. kært þetta fyrir umboðsma.mi Alþingis en hann vísaði þessu frá á þeim for- sendum að þetta aAti heima fyrir dómstólum.“ Halldór Hauksson er formaður Stéttarfélags sál- fræðinga og starfar á Stuðlum. Lávarðurinn Jeffrey Axcher: Fangelsi í 4 ár fyrir meinsæri LONDON.AP Breski skáldsagna- höfundurinn og fyrrverandi varaformaður íhaldsflokksins Jeffrey Archer, sem nú á sæti í lávarðadeild breska þingsins, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann var ákærður um fjögur atriði og dæmdur sekur um þau öll, fyrir meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar. Áður en dómur féll sagði dómarinn Just- ice Potts „þessar ákærur varða alvarlegasta meinsæri sem ég hef nokkurn tímann upplifað eða lesið um í bókum.“ Archer var dæmdur vegna þess að árið 1987 höfðaði hann mál gegn dagblaðinu Daily Star sem birti frétt um samskipti hans við vændiskonu. Archer vann það mál, en nú hefur kom- ið í ljós að hann falsaði dagbæk- ur til að sanna fjarvistir í mál- LÁVARÐUR OG FANGI Archer var lengí einn af helstu framá- mönnum íhaldsflokkksins og vinsæll höf- undur afþreyingarbókmennta. inu. Fékk hann á sínum tíma dæmdar 500 þúsund pund í skaðabætur. ■ Stjórnmálamaðurinn Zhirinovsky: Faðir minn var gyðingur moskva ap Rússneski stjórnmála- maðurinn, Zhirinovsky, hefur við- urkennt í ævisögu sinni, sem kom út í vikunni, að faðir hans hafi verið gyðingur, en hann hafði neitað því í sjö ár. Hann hefur lof- að Hitler og sagt gyðinga bera ábyrgð á helförinni. Blaðamaður fann fæðingarvottorð Zhirinov- sky þar sem fram kemur að hann fæddist Eidelshtein. Zhirnovsky sagði vottorðið falsað. „Ég er rússneskur, öll fjölskylda mín er rússnesk," sagði Zhirinovsky í viðtali við fjölmiðla árið 1994. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI | Arni Johnsen notaði sér ára- tuga samstarf og vináttu við stjórnendur ritstjórnar Morgun- blaðsins til að koma á framfæri tröllasögu sinni um dularfulla tjarnardúkinn. Morgunblaðið sendi ljósmynd- ara í geymslu leikhússkjallarans í Gufunesi og birti mynd ásamt frásögn Árna og samsærismanna hans meðal rekstraraðila Þjóðleikhússkjallar- ans. DV afhjúpaði svo í gær lygar þingmannsins, sem hafði látið flytja dúkinn til Vestmannaeyja og síðan reynt að lauma honum til borgarinnar á ný og komið honum fyrir í geymslunni sér- staklega fyrir ljósmyndara Morg- unblaðsins. Það hefur örugglega verið þungt hljóð í mönnum á Mogganum í gær þegar í ljós kom að blaðið hafði látið plata sig og skúrkurinn var einn af „bestu vinum“ blaðsins. Arna Johnsen skilur eftir sig skörð í mörgum nefndum, ráðum og stjórnum þegar hann hverfur af þingi. Meðal annars þarf þingflokkur sjálf- stæðismanna að tilnefna nýjan for- mann samgöngu- nefndar, og nýjan mann í fjárlaga- nefnd og mennta- málanefnd Al- þingis. En það eru fleiri bitlingar í boði fyrir áhugasama pólitíkusa, nú þegar Árni er ekki lengur til staðar að gæta hagsmuna al- mennings. Auðir stólar í stjórn- um og ráðum eru t.d. formennska í Vestnorræna ráðinu, Græn- landssjóði og starfshópi um íþrót- ta- og ólympíumiðstöð íslands; stjórnarseta í RARIK og Náttúru- stofu Suðurlands; seta í flugráði. Þá vantar nýjan varamann í Norðurlandaráð. Loks ber að geta þess að það er ekki bara bygg- inganefnd Þjóðleikhússins, sem er höfuðlaus her eftir brotthvarf Árna. Hið sama á við um bygg- ingarnefnd Þjóðhildarkirkju á Grænlandi og byggingarnefnd Ei- ríksstaða. Bókhald byggingar- nefndar Þjóðhildarkirkju á Græn- landi hefur enginn maður séð, eins og fram kom í DV i gær en talnaglöggir menn hafa reiknað út að miðað við fjárveitingar hafi hver fermetri í því góða guðshúsi kostað um það bil 1,8 milljón króna. Dýrt er drottins orðið. Göfugir menn hafa ruðst fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu og minnt almenning á að fara ekki offari í fordæmingu á atferli Árna Johnsen og draga ekki flís- ina úr auga Árna fyrr en menn hafa dregið bjálkakofann úr eigin auga. Þar fara fremstir feðgarnir Halldór Jónsson í Steypustöðinni og Þorsteinn Halldórsson. Það er athyglisvert hve steypustöðvar koma við sögu í máli þinjjmanns- ins framkvæmdaglaða. Árni keypti óðalssteinana hjá B.M. Vallá; Steypustöðin gætir vel- Almenningur tók að sér eftirlitshlutverkið Reynir Traustason á DV hóf skrif um mál Arna Johnsen og átti einnig fréttina sem leiddi til afsagnar þingmannsins. REYNIR TRAUSTASON „Ég hef mjög mikla samúð með Árna" sagði Reynir. „Það getur enginn glaðst yfir svona örlögum. En það er komið á daginn að hann stal og laug. Árni hefur axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Megi honum farnast vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með þá íslensku fjölmiðla sem tóku upp málið og kláruðu það." dv „Okkur tókst að upplýsa mál- ið og klára það,“ segir Reynir Traustason, ritstjórnarfulltrúi DV og höfundur fyrstu fréttar- innar um mál Árna Johnsen og viðskipti hans í BYKO og einnig fréttarinnar, sem upplýsti hvar tjarnardúkinn dularfulla væri að finna. Tveimur tímum eftir að DV hringdi í Árna í gær- morgun og sagðist hafa hrakið sögu hans sagði þingmaðurinnn af sér. „Þegar svona spilling á í hlut ber að uppræta hana. Ég hefði kosið á fyrstu stigum að þetta væri eintómur misskilningur, sölumennirnir í BYKO hefðu misskilið Árna og allt væri þetta brengluð mynd af at- burðarásinni," sagði Reynir. Reynir sagði að starfsmenn- irnir á gólfinu í BYKO væru hetjurnar í málinu, það hefði aldrei upplýst nema af því að þeim ofbauð framferði þing- mannsins. Hins vegar varð hann fyrir vonbrigðum með framferði millistjórnenda BYKO, sem reyndu að hylma yfir með Árna í nokkra daga, áður en forstjóri fyrirtækisins tók af skarið og sagði allt af létta með úttektir þingmannsins í nafni Þjóðleikhússins. „Menn voru mikið að tala um trúnað við viðskiptavin sinn og ég veit til þess að það var rætt á þeim nótum við mennina á gólfinu, sem voru að hjálpa okkur að upplýsa málið. Én það átti ekki að halda trúnað við þann sem var að greiða reikninginn, held- ur við þann sem var að reyna að stela." Reynir segir að fyrsta frétt- in hafi verið marga daga í vinnslu og hún hafi ekki verið birt fyrr en fyrir lágu gögn, sem staðfestu frásagnir fjöl- margra vitna. Auk sín hafi margir blaðamenn DV unnið að málinu í framhaldi af fyrstu frétt og allir lagst á árarnar með það að leiðarljósi að upp- lýsa um sannleikann og taka ekki mark á sögusögnum. „Við leyfðum okkur ekki neitt slúður í neinu formi um málið enda var maðurinn Árni Johnsen undir í málinu. Það var eins með „stóra dúkamálið". Við héldum okkur frá því í upphafi þangað til við gátum sagt nákvæmlega frá því hvað gerðist." Llann segist telja að Árna- málið muni hafa varanleg áhrif. „Það var almenningur sem tók að sér eftirlitshlutverkið; fyrst almennir starfsmenn BYKO og svo starfsmenn Vöruflutninga- miðstöðvarinnar og Svans- prents í dúkamálinu. Ég held að þetta muni breyta því að sið- ferðismælikvarðinn verði allt annar en áður. Nú eru menn á vaktinni um allan bæ hvað varð- ar spillingarmál.“ ■ sæmisins í umræðunni og Kjart- an Ólafsson framkvæmdastjóri Steypustöðvar Suðurlands sest á þing í stólinn hans Árna. að vakti athygli blaðamanna á olíuleitarfundi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra klukkan 14.30 í gær að hún hafði ekki hugmynd um að Árni Johnsen hefði sagt af sér þingmennsku. Þó hafði fréttin farið eins og eldur í sinu um þjóðfé- lagið og birst í út- varpsfréttum og á vefmiðlum. Iðnaðarráðherra, sem kom nánast beint af ríkisstjórnarfundi á blaðamannafundinn, var ekki með á nótunum í pólitíkinni og með allan hugann við olíuleit norður við Jan Mayen. \>aó a((ar\ Jaglm í <)ag - ég (azról aó tþl(a þóker* Ge+ló \>lð yer)+ \>úturxika(( STRAXÍÍÍ fakk, Gu((i E(*ku ÞRUÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (20.07.2001)
https://timarit.is/issue/148171

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (20.07.2001)

Aðgerðir: