Fréttablaðið - 03.08.2001, Síða 15

Fréttablaðið - 03.08.2001, Síða 15
FÖSTUPAGUR 3. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Sigursteinn Amdal hættir með FH: A leið í atvinnumennsku HflNDKNATTLEiKUR Sigursteinn Arn- dal, varnarjaxl úr FH, er á leið til Danmerkur þar sem hann mun spila sem atvinnumaður í hand- knattleik með úrvalsdeildarliðinu Helsinge. „Ég kláraði stúdentinn í vor og mig langaði að breyta til og bæta mig sem handboltamann," sagði Sigursteinn þegar Frétta- blaðið hafði sambandi við hann í gær. „Gunni Beini (Gunnar Bein- teinsson fyrrum landsliðsmaður og leikmaður FH) fór í málið fyrir mig. Ég æfði svo með þeim í viku í sumar og í kjölfarið buðu þeir mér samning og ég fer út á morg- un [í dag].“ Sigursteinn er alinn upp hjá FH og hefur spilað með meistaraflokki í fjögur ár. Hann segist vera á leið í nokk- urskonar hálfatvinnumennsku þar sem hann mun vinna létta vinnu með. „Ég er mjög ánægður með samningin og það kom á óvart hversu vel þeir gera við menn.“ Helsinge lenti í níunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur verið að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Með liðinu leikur Bo Stage sem eitt sinn lék með KA mönnum. Helsinge mætir Ajax Virum í fyrstu umferð og verður um sann- kallaðan íslendingaslag að ræða því áðurnefndur Gunnar Bein- teinsson og Elvar Guðmundsson, markvörður, spila báðir með lið- inu. Pálmi Hlöðversson, samherji Sigursteins hjá FH, er líka á leið til Danmerkur. Hann mun spila með Amager í næst efstu deild. ■ HÁLFATVINNUMAÐUR Sigursteinn Arndal er á leið í atvinnu- mennskuna í Danmörku. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðunum en næsta skref hjá honum er að komast I A-landslið- ið þar sem hann er orðinn of gamall fyrir yngri liðin. MOLAR Heiðursleikur Ryan Giggs: Tennisleikarinn Göran Ivan- isevic, sem sigraði á Wimbledon óvænt á dögunum, fékk titilinn Tennisleikari mánaðarins. Sig- urinn á Wimbledon gaf Ivanisevic 200 stig í aðra hönd, sem gerðu það að verkum að hann hoppaði upp um 72 sæti á styrkleikalistanum og er nú í 11. sæti. Á leið sinni að titlinum sigraði hann Andy Roddick, Greg Rusedski, Marat Safin, Tim Henman og Patrick Rafter. Argentínumaðurinn Guilermo Canas var kosinn upp- rennandi stjarna mánaðarins. Canas, sem er 23 ára, sigraði mót í Casablanca í Marokkó og náði í úrslit í Den Bosch mótinu í Hollandi. Hann hoppaði upp um sex sæti, í það 14. eftir að hafa fengið 66 stig. Þessar út- nefningar eru gefnar mánaðar- lega til að viðurkenna þá leik- menn sem hafa staðið sig best í stigakapphlaupinu. Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir að hollenski landsliðs- maðurinn Edgar Davids hafi verið grunaður um að neyta fleiri en eins ólöglegs efnis þegar hann var settur í bann. Davids, sem leik- ur með Juventus, var settur í bann af Knattspyrnu- sambandi Ítalíu og FIFA fyrir tveimur mánuðum eftir að hafa tvisvar fallið á lyfjaprófi, þar sem leitað var að nandrolone sterum. Hann segist saklaus, hafa fengið sterann í gegnum fæðubótaefni. Blatter segir að samkvæmt rannsóknum Ital- anna séu fleiri ólögleg lyf í spil- inu. „Það er eitthvað annað þarna. Ég get ekki farið út í smáatriði en þetta er ekki bara nandrolone," sagði Blatter. Lög- maður Davids segir ummæli Blatter vera vafasöm. Fyrsti leikur Zinedine Zidane, heimsins dýrasta knatt- spyrnuleikmanns, með Real Ma- drid endaði snögglega hjá hon- um eftir 63. mínútur á miðviku- dag. Félagið var að spila vin- áttuleik við franska liðið Mont- pellier og Zidane þurfti að fara af velli með kúlu og vægan heilahristing eftir samstuð. Hann var skömmustulegur þeg- ar hann fór af vellinum enda ekki búinn að standa sig vel. Zi- dane vakti þó mikla lukku í tveimur æfingaleikjum í Sviss fyrir skömmu. Real vann leik- inn með einu marki gegn engu. Spánverjinn Jose Maria Gutier- rez skoraði það eftir 33 mínútur. 30 þúsund manns mættu á völl- inn til að sjá Zidane klæðast búningi Real, sem eru núver- andi Spánarmeistarar, í fyrsta skipti. ■ Cantona sýnd knattspyrna Franski snillingurinn, Eric Cantona, tók knattspyrnuskóna fram á ný þegar hann spilaði með gömlu félögum sínum úr Manchester United gegn Celtic United, til heiðurs Ryan Giggs. Giggs, sem er frá Wales, hefur spilað í tíu ár með Man. Utd. og unnið tólf titla með liðinu. Cantona, sem nýtur gríðarlegra vinsælda hjá stuðningsmönnum liðs- ins, kom inná fyrir Paul Scholes, þeg- ar tæpar 20. mínútur lifðu leiks og sýndi gamalkunna takta. Hann gat samt ekki komið í veg fyrir 4-3 tap ensku meistaranna. Giggs var að vonum ánægður með Cantona. „Ég spurði Eric hvort hann vildi spila þennan leik með okkur. Hann lét sem betur fer verða af því og það var frábært að sjá hann spila á ný.“ Cantona var fyrir skömmu val- inn besti leikmaður Manchester United frá upphafi. Þegar Giggs var spurður útí nýju leikmenn meistaranna, þá Van Nistel- rooy og Julian Veron, sagði hann. „Þeir sýndu góðan leik og skoruðu meira að segja báðir. Markið hjá Juan var frábært og þeir sýndu okkur það sem koma skal.“ Walesbúinn var hrærður eftir leikinn, þrátt fyrir tapið. „í kvöld var ég á taugum- ég hef aldrei verið eins taugaveiklaður. En ég naut þess samt. Úrslitin skiptu ekki máli. Bæði lið sýndu snilldartilþrif." Giggs þakkaði einnig leikmönnum og aðdáendum Celtic svo og sínu eig- in liði. „Ég vil þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið s.l. tíu ár. Ég mun gera mitt besta fyrir liðið, það sem eftir er af mínum ferli." ■ MARK! Ruud van Nistelrooy nýi leikmaður Man. Utd. skorar hér mark gegn Celtic United í leik til heiðurs Ryan Giggs. Juan Veron sem einnig gekk til liðs við ensku meistaranna I sumar skoraði lika. Ensku meistararnir töp- uðu leiknum 4-3. TIL KANADA Hakeem Olajuwon á hér í höggi við David Robinson hjá San Antonio Spurs. Olajuwon mun spila með Toronto Raptors eftir sautján ára farsælan feril með Houston Rocket. Leikmannakaup í NBA: Draumurinn til Toronto körfuknattleikur Hakeem Ola- juwon, sem gengur undir nafninu Draumurinn, mun spila með kanadíska körfuknattleiksliðnu Toronto Raptors. Raptors og Hou- ston Rockets komust að samkomu- lagi um þriggja ára samning og fær Olajuwon rúman einn og hálfan milljarð í laun en Houston Rockets fær greiðslu fyrir leikmanninn sem og fyrsta og annan valrétt Raptors í háskólavalinu. Skrifað verður undir samninginn næsta þriðjudag. „Ákvörðun Hakeems er mikil vonbrigði fyrir Rocket sam- steypuna," sagði Les Alexander, eigandi Houston Rockets. „Hakeem Olajuwon hefur gert meira fyrir lið- ið og fyrir borgina en nokkur annar íþróttamaður í sögu Houston. Við vildum halda í hann og gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Það er því með þungum hug sem við sam- þykkjum þessi skipti." Olajuwon neitaði að skrifa undir samning við Houston en liðið bauð honum 13 milljarða tryggingu ef hann spilaði með þeim þrjú næstu ár. „Olajuwon er sá maður sem hef- ur haft mest áhrif á körfuboltaferil minn,“ sagði þjálfari Houston, Rudy Tomjanovich. „Hann er lykilinn að velgegni minni. Við áttum í frábæru samstarfi og náðum mjög góðum ár- angri saman. Borgin, liðið og fjöl- skylda mín stöndum í þakkarskuld við hann.“ Draumurinn spilaði 58 leiki fyrir Houston Rockets á síðasta ári og skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 7,4 fráköst og var með 48,9% nýtingu úr skotum sínum. Hann spilaði í allt 17 tímabil með liðinu og skoraði að meðaltali 22,5 stig og tók 11,4 fráköst. Hann á met- ið í vörðum skotum, 3,740 og spilaði 14 Stjörnuleiki. ■ i snilldartilþrif ■ Mikill afsláttur! Stendur til 3. ágúst. Kfúbbfélagar ath. Öll innkaup á útsölu fara inn á klúbbreikning ykkar. INTE Blldshöfða »110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is 10% afsláttur af Toughseal lakkvörn - 2ára ending og alþrifum Bónstöðin Teflon www.teflon.is-sími 567 8730

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.