Fréttablaðið - 15.08.2001, Page 6

Fréttablaðið - 15.08.2001, Page 6
SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um einkarek- inn grunnskóla í Hafnarfirði? Mér líst bara vel á hann. Það veitir ekki af smá samkeppni í skólakerfinu. Ég tel að hér ríki ákveðin stöðnun í kennslu, úreltar kennsluaðferðir og það má fara að endur- skoða þær. Gunnar Þormar er tannlæknir Tyrkland: Nýr íslamsk- ur flokkur stofnadur ANKftRA. tyrklanpi. ap Recep Tayyip Erdogan, fyrrverandi borgarstjóri í Istanbúl, er samkvæmt skoðana- könnunum einn vinsælasti stjórn- málamaður Tyrklands. Hann hefur nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Réttlætis- og þróunarflokkinn, sem mun hafa íslamska trú í há- vegum. Flest bendir til þess að flokkurinn muni fljótlega verða áberandi í stjórnmálum Tyrklands. Aðeins tveir mánuðir eru frá því að hæstiréttur landsins bannaði annan íslamskan stjórnmálaflokk, Dyggðaflokkinn, sem þótti í and- stöðu við hina veraldlegu stjórn- skipan Tyrklands. ■ Rit um fjarskipti: Ahugasöm um Lands- símann harskipti í vefriti Total Telecom, sem fjallar um fjarskipti á heims- vísu, kemur fram í blaðagrein að stóru fjarskipafyrirtæki á Norður- löndum, Telia og Sonera, hafi upp- lýst um áhuga sinn á að kaupa hlut í Landssíma ísiands þegar hann verður seldur í haust. Samkvæmt Jakobi Fal Garðarsyni, aðstoðar- manni samgönguráðherra, rennur umsóknarfrestur til að taka þátt í útboði til kjölfestu fjárfesta út 14. september. Jakob kannast ekki við þennan áhuga fjarskiptafyrirtækj- anna og ekki orðið var við fyrir- spurnir frá þeim eða forráða- manna þeirra hér á landi. ■ IlögreglufréttirI Nokkur innbrot voru framin í Breiðholti í fyrrinótt og í gærmorgun. Brotist var inn í fyr- irtæki og þaðan stolið nokkrum verðmætum. Þá var farið inn í íbúðarhúsnæði og lét þjófurinn greipar sópa og tók með sér nokkur verðmæti. Bæði málin eru rannsókn. í Fellahverfinu var farið inn í bifreið með því að brjóta hliðarrúða. Þaðan voru teknir geisladiskar og geislaspil- ari. Arekstur tveggja bíla varð um tvöleytið í gærdag fyrir utan bæinn Tjörn á Skaga. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi urðu engin meiðsl á fólki en bílarnir skemmdust lítillega. Lögreglan á Eskifirði sagði menn koma í umvörpum til að sækja um skotvopnaleyfi. Sagði viðmælandi Fréttablaðsins engu líkara væri en að þriðja heims- styrjöldin væri að skella á. Sagð- ist hann heyra það á félögunum sínum að líkindum væri þetta einungis lognið á undan stormin- um og ætti umsóknum enn eftir að fjölga. Þess má geta að gæsa- veiðitímabilið hefst 20. ágúst. FRETTABLAÐIÐ 15. ágÚSt 2001 MIÐVIKUDAGUR Herforingjastjórnin í Pakistan Lofar að koma á lýðræði Bandarískur háskólanemi sakaður um njósnir: Tobin snýr aftur til heimabæjar síns RIDCEFIELD. CONNECTICUT. AP. Bandaríski háskólaneminn John Tobin, sem handtekinn var fyrir að hafa marijuana í fórum sínum er hann dvaldi í Rússlandi á Ful- bright-skólastyrk, sneri nýverið aftur til heimabæjar síns, Ridgefield í Connectiocut, eftir að hafa þurft að dúsa í sex mán- uði í fangelsi. Bæjarbúar tóku vel á móti honum og gáfu honum blómvendi auk þess sem hann klippti á gulan borða sem festur var á tré fyrir utan bæjarráðs- bygginguna í bænum, sþm tákn um endurkomu hans. „Ég hugs- aði mikið til ykkar á meðan ég var þarna,“ sagði Tobin við heimkomuna og bætti því við að honum þætti afar vænt um stuðning bæjarbúa. Tobin, sem leystur var úr ISLAMABAD, PAKISTAN. AP Á þjóðhá- tíðardegi Pakistans, sem var í gær, tilkynnti Pervez Musharraf hershöfðingi og forseti landsins að almennar kosningar verði haldnar á tímabilinu 1. til 11. októ- ber næstkomandi. Kosningarnar eiga að vera lokaáfanginn í að koma á lýðræði í landinu og verða gerðar endur- bætur á valdastofnunum landsins áður en kosningarnar verða haldnar. Stjórnmálaskýrendur reikna með því að gerðar verði breyting- ar á stjórnskipun landsins með það fyrir augum að styrkja stöðu forsetans ásamt því að borgaraleg stjórn taki við völdum, en væntan- lega undir einhvers konar eftirliti hersins. Musharraf hershöfðingi hrifs- aði til sín völdin í Pakistan án blóðsúthellinga í október árið 1999 og sakaði Nawas Sharif, þá- verandi forseta, um að hafa reynt að ráða sig af dögum. Musharraf lofaði því þá að koma á lýðræði og hélt því fram að lýðræðislegar stofnanir landsins væru þegar hrundar þar sem ríkisstjórn Sharifs væri að leiða landið í efna- 5 hagslega og pólitíska glötun. ■ 1 MUSHARRAF “ Herforingjastjórn hefur verið í Pakistan í 27 5. ár frá því landið hlaut sjálfstæði. < Islendingar vinna sannkallað þrekvirki varðhaldi þann 3. ágúst eftir að hafa setið af sér helming dóms- ins, sneri aftur til Bandaríkj- anna 5 dögum síðar. Hefur hann undanfarna daga dvalið á meðal fjölskyldumeðlima í New York. Tobin heldur heldur því fram að rússnesk yfirvöld hafi logið upp á hann sök eftir að hann hafi neitað boði þeirra um að gerast njósnari. Af þeim sökum hafi hann verið handtekinn og dæmd- ur í 37 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnamisferli. ■ KOMINN HEIM Bæjarbúar tóku vel á móti Tobin þegar hann sneri aftur til heimabæjar g síns eftir að hafa dvalið í sex mánuði í g rússnesku fangelsi. Nefndarmenn audlindanefndar Bandaríkjaþings telja að mikið þrekvirki hafi verið unnið í ís- lenskum fiskveiðimálum. Sjávarútvegsráðherra telur að skilningur Bandaríkjamanna hafi aukist á sjónarmiðum Islendinga varðandi hvalveiðar. Nefndarmönnum sagt frá því að kvótakerfið sé mikið pólitískt deilumál. sendinefnd Nefndarfulltrúar bandarísku auðlindanefndarinn- ar, sem hér eru í boði sjávarút- vegsráðherra, funduðu í gær hjá Hitaveitu Suðurnesja að Svarts- engi. Fundurinn var liður í kynn- ingu á auðlindum íslands en fyr- ir er búið að kynna fyrir nefnd- armönnum aðrar auðlindir lands- ins s.s. raforku, landbúnað og þá umdeildustu: sjávarútveginn. A Þegar Marnie Funk, blaðafull- trúi nefndarinnar, var spurð hvort fulltrúar sjávar- útvegsráðuneytis- ins hefðu sagt nefndarmönnum frá því að íslenska fiskveiðistjórnun- arkerfið væri mikið pólitískt hitamál, sagði hún að íslensku full- trúarnir hefðu op- inskátt sagt þeim frá göllum kvóta- kerfisins og þeirri gagnrýni sem hef- ur komið fram. Funk sagði að „Við gerðum þeim mjög ít- arlega grein fyrir þeim erf- iðleikum sem við höfum átt í varðandi stofnstærðar- matið enda eru það vandamál sem þeir þekkja líka frá sínum heima- slóðum," sagði Árni M. Mathiesen. —*— þrátt fyrir galla kerfisins væru fulltrúar auðlindanefndarinnar heillaðir af því. „ísland og Noregur hafa unnið þrekvirki í því að koma á jafn- vægi í vistkerfinu. Á þeim fund- um sem við höfum átt með full- trúum sjávarútvegsráðuneytis- ÁRANGURSRÍK HEIMSÖKN Sjávarútvegsráðherra telur að þessi heimsókn komi til með að auka skilning Bandaríkja- manna á ósk íslendinga um að hefja hvalveiðar að nýju. Með ráðherranum er James V. Hansen, formaður nefnarinnar. Ron Kind, nefndarmaður og þingmaður frá Wisconsin-fylki, telur að hægt verði að koma á sjálfbærum hvalveiðum séu málin könnuð til hlítar. ins hefur okkur verið bent á það að stofnstærðir hafa minnkað eitthvað en okkur var einnig bent á það að verið sé að vinna í vandamálinu,“ sagði Funk. Hún bætti því við að mörg vandamál íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfisins sé einnig að finna hjá Bandaríkjamönnum. Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, segir að fyrst og fremst sé verið að kynna íslensk sjónarmið á hvalveiðum en bend- ir á það að heimsóknin hafi ein- nig verið notuð til þess að kynna fyrir nefndarmönnum aðra þætti íslenska efnahagslífsins. „Við gerðum þeim mjög ítar- lega grein fyrir þeim erfiðleikum sem við höfum átt í varðandi stofnstærðarmatið enda eru það vandamál sem þeir þekkja líka frá sínum heimaslóðum," sagði Árni og bætti því við að nefndar- menn hefðu verið mjög jákvæðir í garð íslenska fiskveiðistjórnun- arkerfisins. Formaður auðlindanefndar- innar, James V. Hansen frá Utah, segir að bandarísk yfirvöld hafi lítið með hvalveiðar þær sem gerðar eru út frá ströndum Alaska, Washington og Oregon að gera. „Þarna er um að ræða indjána og við höfum ekki yfirráð yfir þeim þar sem þeir njóta sjálf- stæðis. Við stjórnum þeim ekki,“ sagði Hansen. omarr@frettabladid.is H-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.