Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 1
FÓLK Aðstandendur verði með í ráðum bls 22 MENNING Saga Ijós- myndunará Islandi bls 18 ÚTLÖNP anna tengdir bin Laden ■ Jjfb 3 ji w A 4 i Officelsuperstore FRETTABLAÐIÐ k 1 .. 116. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 5. október 2001 FÖSTUDAGUR Stúdentar í tjaldi sflMKOMA í dag er Stúdentadagurinn en honum er ætlað að lífga upp á sam- félagið við Háskóla íslands og veita stúdentum tæki- færi til að gera sér glaðan dag saman. Skemmtidag- skrá hefst kl. 11 í tjaldi fyrir fram- an aðalbygginguna. Þar koma fram Nýdönsk, KK og fleiri en síðan taka við vísindaferðir og teiti. Ekki aftur snúið ráðstefna Lokaráðstefna jafnréttis- verkefnisins Hins gullna jafnvægis heitir Það verður ekki aftur snúið og verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu í dag. Hún hefst kl. 8.30 og er opin öllum þeim sem greiða 10.000 kr. þátttökugjald en þá er hádegis- verður innifalinn. VEÐRIÐ í DAG| REYIOAVÍK Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðrí. Hiti 4 til 9 stig. VINDUR ÚRKOMA MITI isafjörður Q 8-13 Skýjað Q6 Akureyri Q 5-10 Skýjað Q5 Egilsstaðir Q 5-10 Skúrir Q3 Vestmannaeyjar Q 5-10 Bjart Q6 Alþjóðadagur kennara menntun Alþjóðadagur kennara er í dag. Kennarasamband íslands hvetur skólasamfélagið í landinu til að vekja athygli á deginum og elur með sér þá von að er tímar líða vinni hann sér sess skólastjórn- enda, ráðamanna, foreldra og alls almennings. Geðheilbrigði í Norræna húsinu geðheilbricði Vin, athvarf RKÍ, og Félagsþjónustan halda málþing fyr- ir áhugamenn um geðheilbrigði um þjónustu við geðfatlaða utan stofn- ana í Norræna húsinu kl. 13. Aðal- fyrirlesari er breskur sérfræðing- ur, Paul O'Halloran. 1KVÖLPIÐ í KVÖLP| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 |FJOLMIÐLAKONNUN PRICtWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Flugskeyti talið hafa grandað farþegavél A.m.k. 78 fórust þegar farþegavél splundraðist yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að flug- skeyti hafi verið skotið að flugvélinni. Rússar og Israelar útiloka ekki hryðjuverk. Böndin berast að úkraínska hernum, sem var við æfingar í grenndinni. TEL AVIV. MOSKVU. WA5HINGTON.AP. Embættismenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins segj allar lík- + ur á að flugskeyti Flugmaður, sem hafi, g.randað rúss; varðvitniað neskrl farþegavel með a.m.k. 78 manns innanborðs yfir Svartahafi í gær. Ukraínski her- inn var á æfingum með flugskeyti skammt undan en varnarmála- ráðuneyti landsins aftekur að or- slysinu, sagðist hafa séð flug- vélina springa og lenda í Svarahafinu sök flugslyssins megi rekja til þess. Varnarmálaráðherra Úkra- ínu sagði að allar flaugarnar, sem notaðar voru á heræfingu á svæð- inu á svipuðum tíma og flugvélin fórst, hefðu verið útbúnar sjálfseyðingarbúnaði ef þær breyt- tu um stefnu. Bandarískar heimildir herma að sést hafi til flugskeytis sem var skotið frá Krímskaga, líklega af gerðinni S-200 og er ætlað að gran- da flugvélum. Það hafi hitt flugvél- ina með þeim afleiðingum að hún fórst. „Við teljum að þetta hafi ver- ið hörmulegt slys, sem megi rekja til þess að heræfing fór úr böndun- um,“ sagði embættismaður í sam- tali við CNN fréttastofuna. Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, útilokaði ekki að um hryðju- verk væri að ræða og sagði rann- sókn slyssins miðast við það. Hann hefur skipað rannsóknanefnd til að fara yfir allar hliðar málsins. Pútín sagði blaðamönnum í Kreml að flaugarnar, sem úkraínski herinn notaði við æfingarnar, hefðu ekki nægilegt flugþol til að geta hafa valdið slysinu. Þetta byggði hann á upplýsingum frá Úkraínu og sagð- ist ekki hafa neina ástæðu til að draga þau orð í efa. Af þeim 78 sem voru innan- borðs, voru 66 farþegar. Flestir þeirra voru Rússar, margir strang- trúaðir gyðingar á leið í heimsókn til Rússlands. Armenskur flugmaður, sem varð vitni að slysinu, sagðist hafa séð flugvélina springa og lenda í Svartahafinu þar sem önnur sprenging varð. Hvítur flekkur myndaðist sem honum sýndist vera brennandi eldsneyti. ■ SORC í FLUCSTÖÐINNI Mikil sorg ríkti í flugstöð Tel Aviv eftir að fréttir bárust af því að flugvél með amk 76 farþega um borð hefði hrapað í Svartahaf á leið til Síberíu. Margir huldu andlit sitt og grétu. Bílar mætast: Brutu rúðu í vörubíl áferð SKEMMPARVERK Bílstjóri VÖrubíls var á leið austur yfir Fjall frá Reykjavík í gærkvöldi þegar hann mætti dökkum fólksbíl þar sem farþeginn veifaði höndinni út um gluggann. Þegar bílarnir mættust var þungum hlut hent í hliðarrúðu vörubílsins með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Bílstjóranum brá mikið þegar þetta gerðist en missti ekki stjórn á bílnum. Vörubílstjórinn sneri aftur til Reykjavíkur til að láta gera við rúðuna og tilkynnti lögreglunni um atburðinn. Mennirnir sem voru í fólksbílnum hafa ekki náðst en aðalvarðstjóri lögregl- unnar í Reykjavík sagði að þetta væri fólskuverk enda gæti vörubílstjórinn hafa misst stjórn á bílum sínum með hörmulegum afleiðingum. ■ Sparisjóðabankinn og Alþjóða líftryggingafélagið: Ekki niðurstaða í deilu sparisjóðaljölskyldunnar hluthafafundir Biðstaða er í deil- um innan sparisjóðafjölskyldunn- ar eftir daglanga hluthafafundi í Sparisjóðabankanum og Alþjóða líftryggingafélaginu á Akureyri í gær. „Niðurstaðan varð sú að áfram yrði unnið úr málum innan stjórna bankans og félagsins" sagði Geirmundur Kristinsson, formaður stjórnar Sparisjóða- bankans, í gærkvöldi. Fundar- menn urðu sammála um að taka a.m.k. mánuð til úrvinnslunnar. Fyrir hluthafafundi Spari- sjóðabankans lágu tveir listar til uppstillingar í stjórn. Voru horf- ur á að kosið yrði hlutfallskosn- ingu milli tveggja nokkuð jafnra fylkinga; annars vegar spari- sjóða sem eiga í Kaupþingi en hins vegar sparisjóða, sem selt hafa hluti sína þar. Einnig var deilt um áhrif í Alþjóða líftrygg- ingafélaginu en Kaupþing hafði falast eftir hlutum í því til kaups. ■ 1 FÓLK 1 |ÞETTA HELST| Aldrei haft SÍÐA 16 ÍÞRÓTTIR Danir spila samba- bolta SÍÐA 14 Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í knatt- spyrnu. Gerður var fimm ára samningur í gærkvöldi. bls. 14. ......- * Urvalsvísitalan hækkaði um 6,11%, í gær, sem er mesta hækkun á einum degi frá upp- hafi. Gengi bankanna hækkaði mest en talið er að nýboðaðar skattbreytingar hafi jákvæðust áhrif á afkomu þeirra. bls. 2. —♦— Kristinn H. Gunnarsson var endurkjörinn formaður þing- flokks framsóknarmanna með sjö atkvæðum af tólf. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.