Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ÚTGJÖLD HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTISINS Heildarútgjöld heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins árið 2002 eru áætluð um 92,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru rúmlega 239 milljarðar og því eru útgjöld til heilbrigðismála lang stærsti þátturinn. Svona skiptast útgjöldin eftir málaflokkum árið 2002 Útgjöld ■ milljörðum króna Heilsugæsla 3,6 ® Heilbrigðisstofnanir 4,2 S Sjúkrastofnanir 36,3 ■ Tryggingarmál 43,5 Annað 1,6 Sjálfboðaliðar í Banda- ríkjunum: Vemda múslima san francisco.ap Undanfarið hafa sjálfboðaliðar út um öll Bandarík- in tekið sig til og boðist til að veita múslimskum konum og börnum í landinu vernd gegn aðkasti frá al- menningi. Hefur slíkt aðkast auk- ist gríðarlega eftir að hryðju- verkaárásin átti sér stað í síðasta mánuði. Fjölmargir múslimar í landinu eru hræddir við að fara út úr húsi af þessum sökum, en dæmi eru um að hrækt hafi verið á múslima sem hafa vogað sér út í gönguferðir. Stuðningsstofnun araba í New York segir að yfir 500 manns muni á næstunni fá þjálfun í að veita þeim múslimum sem búa í borginni vernd. ■ Hagkaup í Smáranum: Allur matur uppseldur verslun Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir að vegna þess hve viðtökur almenn- ings hafi verið góðar við rýmingar- sölu Hagkaups í Smáranum verði útsölunni haldið áfram fram á mánudag. „Það er uppselt allt sem heitir matur,“ sagði Finnur en tiltók að enn væri til fatnaður og sérvara. „Ástandið hefur verið alveg rosa- legt, mikið álag og mikið að gera.“ Hann sagði að versluninni hefði verið lokað klukkan átta á þriðjudag en síðustu kúnnarnir ekki farið út fyrr en þremur tímum síðar. Finnur segir ástæðu útsölunnar vera flutning verslunarinnar yfir í Smáralind, en þar verður opnuð rúmlega 10.000 fermetra vérslun á miðvikudaginn kemur. „Stór ástæða er auðvitað, nýjar vörur í nýrri verslun, og svo notum við líka bara tækifærið til að vera með lagerút- sölu. Þessu hefur enda verið mjög vel tekið. Verðin hafa auðvitað ver- ið frábær af því er fólk tilbúið til að leggja á sig bæði bið og erfiði,“ bætti hann við. ■ Leiguverð í verslunarplássum: Tvöfalt dýrara að leigja í Smáralind verslunarhúsnæði Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum fast- eignasölum um leiguverð í þrem- ur helstu verslunarkjörnum á höf- uðborgarsvæðinu er Smáralindin dýrust og Laugavegurinn ódýrast- ur. Samkvæmt þeim fer leiguverð á hvern fermetra á góðum stað í Smáralind upp í um 3.500 krónur; það þýðir að sumir verslunareig- endur greiða 350.000 krónur á mánuði fyrir 100 fermetra pláss. Öllu ódýrara sé að leigja verslun- arvænt pláss í Kringlunni, þar segja fasteignasalar verð vera á bilinu 250.000 til 300.000 krónur. Á Laugavegi fari fermetraverðið hinsvegar á fáum stöðum yfir 2.000 krónur á mánuði. Fasteignasalarnir tóku þó fram að upphæð leigu færi mikið eftir staðsetningu innan verslunar- kjarna og því væri erfitt að gera nákvæman samanburð. Þannig sé pláss við rúllustiga að jafnaði mun dýrara í verslunarmiðstöðv- SMÁRALIND Mun dýrara er að leigja verslunarpláss í Smáralind heldur en á Laugavegi, segja fasteignasalar. unum en pláss annarsstaðar. Þá sé algengt að leiguverð á plássum til veitingareksturs sé að hluta til ákveðin prósenta af veltu bæði á Laugavegi og í verslunarmið- stöðvunum. ■ „Eins og enginn væri að hugsa um félagið“ Segir Sigurður Guðni Jónsson, apótekari, en sala á 8% hlut hans í Kefla- víkurverktökum kom nýjum eiganda yfir 50% markið. Stjórnarformað- urinn hefur áhyggjur af því að „fyrirtækjagleypir" hafi með þessu náð völdum í félaginu. Ný stjórn skipuð á hluthafafundi í dag. viðskipti „Við vonum að nýr meiri- hlutaeigandi í félaginu hafi hags- muni fyrirtækisins að leiðarljósi," segir Guðrún S. Jakobsdóttir, nú- verandi stjórnarformaður Kefla- víkurverktaka, en í Viðskiptablað- inu kom fram að félagið Eisch Holding SA, sem er í eigu Bjarna Pálssonar, ungs athafnamanns, hafi á stuttum tíma dreifðri eign. Guð- rún segir fram- vinduna hafa kom- ið valdhöfum í fyr- irtækinu í opna skjöldu og staðfestir að tal um fjandsamlega yfirtöku eigi við rök að styðjast. Fyrrum stærsti hlut- hafinn er Jakob Árnason, faðir Guðrúnar og stofnandi Byggingar- verktaka sem síðar gekk inn í Keflavíkurverktaka. Guðrún segir að áhyggjur fyrr- um valdhafa í félaginu byggist meðal annars á þvi að þeim sé kunnugt um yfirtöku Bjarna Páls- sonar og föður hans, Páls Jónsson- ar í Brautarholti á Kjalarnesi, með aðstoð Kaupþings, á Fóður- blöndunni á síðasta ári, en þar högnuðust þeir verulega á skuld- setningu og eignasölu. Líkt og var hjá Fóðurblöndunni er efnahags- leg staða Keflavíkurverktaka með besta móti. Félagið var skráð á Verðbréfa- þing íslands þann 15. maí síðast- liðinn og var fjöldi hluthafa þá 280. „Við bjuggumst auðvitað við því að viðskipti yrðu með bréfin, náð að kaupa 50,3% hlutafjár í fyrirtækinu. I gær gerði Kaupþing yf- irtökutilboð f.h. Eisch Holding í þau 49,7% félags- ins sem eftir eru í „Ekki fyllilega," sagði Sigurður Guðni að- spurður hvort hann hafi átt- að sig á þvi að viðskiptin myndu full- komna yfir- töku Eisch Holding VARNARSVÆÐIÐ Keflavikurverktakar eru stöndugt fyrirtæki með 5 ára samnimning við Varnarliðið á keflavíkurflugvelli. JAKOB ÁRNASON Stofnaði Bygginga- verktaka sem gengu inn I Keflavíkurverk- taka á sínum tíma. Þangað til fyrir um mánuði var hann en ekki að einn aðili myndi komast yfir meirihluta í fé- laginu. Þeim tókst þetta með því að hringja í hluthafa og bjóða í stðra hluti,“ segir Guðrún. Eftir stutta kauplotu nú í haust náði Eisch Holding loks meirihluta í fyrirtækinu sl. mánudag með stærsti eigandi Kefla- víkurverktaka. kaupum á 8% hluti af Sigurði Guðna Jónssyni, apótekara. „Ekki fyllilega,“ sagði Sigurður Guðni aðspurður hvort hann hafi áttað sig á því að viðskiptin myndu fullkomna yfirtöku Eisch Holding, hann hafi verið í fríi og Kaupþing komið að viðskiptunum í umboði hans. „Það hafði reyndar komið mér á óvart hvað fyrri eigendur sejdú mikið, það var eins og enginn væri að hugsa um félagið." Sigurð- ur keypti hlut sinn í júlí sl. og segir engin áform hafa verið uppi þá, honum vitanlega, um að taka þátt í yfirtöku félagsins. Tilboðið hafi hins vegar verið ásættanlegt. matti@frettabladid.is Ránið í verslun 11-11 Þrír játa á sig verknaðinn innbrot Þrír menn voru handtekn- ir í fyrradag grunaðir um ránið í verslun 11-11 í Skipholti á þriðju- dag. Hafa mennirnir allir játað á sig verknaðinn. Að sögn lögregl- unnar var ránið framið til greiðs- lu á fíkniefnaskuldum og til frek- ari fjármögnunar fíkniefna- neyslu. Mennirnir höfðu farið inn bak- dyramegin í verslunina. Voru þeir allir grímuklæddir og hótuðu af- greiðslufólki líkamsmeiðingum. Mennirnir höfðu á brott með sér um hundrað þúsund krónur í pen- ingum. ■ SORG Arik Harpaz stendur við gröf dóttur sinnar við jarðarför hennar í fyrradag. Lést hún ásamt kærasta sínum í skotárás Palestínu- manna á landnemabyggð gyðinga á Gaza- svæðinu. Vinkona hennar grætur á öxl hans. Atök halda áfram þrátt fyrir vopnahlé: Tveir létust í skotárás við rútubílastöð jerúsalem-AP Tveir fsraelsmenn létust og 10 særðust þegar palestínskur byssumaður, dulbú- inn sem ísraelskur hermaður, skaut á ferðamenn við rútubíla- stöð í bænum Afula í ísrael. Byssumaðurinn var síðan skot- inn til bana. fsraelar og Palestínumenn lýstu því yfir í gær að þeir ætli að halda friðarviðræðum áfram þrátt fyrir átökin sem brutust út í fyrradag á Gaza-svæðinu þegar átta Palestínumenn og tveir ísraelar létu lífið. Ekki er þó bú- ist við því að fundur á milli Shimon Peres, utanríkisráð- herra fsraels, og tveggja palest- ínskra samningamanna muni verða til þess að dragi úr átökun- um. Erindreki Evrópusambands- ins í Mið-Austurlöndum, Miguel Moratinos, hitti Peres og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, sitt í hvoru lagi á mið- vikudaginn og hvatti þá til að hefja friðarviðræöur að nýju. Skriðdrekar ísraela um- kringja enn palestínska bæi á Gaza-svæðinu og verða þeir þar áfram eitthvað um sinn, vegna árása Palestínumanna á land- nemabyggðir gyðinga. ■ Suðurlandsbraut 32 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305 www.fasteiaansalan.is - Netfana: arund@fasteianasalan.is Oddný I. Björgvinsdóttir Guðmundur Ó. Björgvinsson - framkvæmdastj. hdl. og lögg. fasteignasali Baldur Hauksson Halldór H. Backamn -sölustjóri hdl. og lögg. fasteignasali Víghólastígur - Kópavogur Erum með í einkasölu sérstaklega gott og vinalegt 158 fm einbýlishús með 70 fm bílskúr. Húsið og lagnir eru mikið endurnýjaðar. Glæsilegur heitur pottur í suður garði, Eign sem gefur mikla möguleika. V. 20.5millj. Ný úthringiþjónusta: Hægt að boða með talskilaboðum samskiptakerfi Tekið hefur verið í notkun ný úthringiþjónusta sem hlotið hefur nafnið Boði og nær það til alls landsins. Með því er hægt að boða bæði einstaklinga og hópa með talskilaboðum og sannreyna strax hvort boðin hafi komist til skila. Skilaboðin má senda í allar tegundir síma; GSM- síma, NMT-síma og talsíma. Hall- grímur Sigurðsson hjá Flugmála- stjórn sagði þetta nýja kerfi hafa ýmsa kost í för með sér. „Boðin eru með þessu kerfi að fara markvissari út í talformi og þeir sem fá boðin vita nákvæmlega hvað sé í gangi hverju sinni og geta þannig brugðist betur við en áður. Einnig er kerfið gríðarlega NY UTHRINGIÞJONUSTA kynnt Nýja boðunarkerfið var kynnt I gær af fulltrúum frá Slmanum, Neyðarlínunni, Ríkislög- reglustjóra, Almannavörnum, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Flugmálastjórn Islands. mikilvægt sem skráningartæki eftir aðgerðir." Boði stendur almenningi til boða og er þjónustan gjaldfrjáls til 15. október nk. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.siminn.is. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.