Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 2
þingtlokknum nægi- KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 föstudagúr FRUMVARP EKKI REIST Á LÖCUM Rúmur helmingur kjósenda á Vísi.is telur að fjármálaráðuneytið hafi brotið lög með gerð nýja fjárlagafrum- varpsins. Telur þú að fjármálaráðuneyti hafi brotið lög með því að byggja ekki forsendur fjárlaga- frumvarps á þjóðhagsáætlun? Niðurstöður gærdagsins á www.vísir.is Nei 54% 46% Spurning dagsins i dag: Á að leggja niður Kvikmyndaeftirlit ríkisins? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Félag tónlistarkennara: 95% sam- þykkja boðun verkfalls kjaramál Tónlistarkennarar hafa samþykkt verkfallsboðun frá og með 22. október með miklum meirihluta atkvæða í allsherjarat- kvæðagreiðslu. Talningu lauk um kvöldmatarbil í gær en atkvæða- greiðslan stóð dagana 19. til 28. september. 94,8 prósent kennara í tónlistarskólum sem sveitarfélög starfrækja og 97,9 prósent kenn- ara einkarekinna tónlistarskóla sögðu „já.“ Þátttaka í kosningun- um var um 90 prósent. Alls eru 415 kennarar á kjör- skrá og greiddu 371 atkvæði, 356 sögðu já við boðun verkfalls en einungis 13 sögðu nei. Auðir og ógildir seðlar voru 2. Forsvarsmenn Félags tónlist- arkennara, segja svo afdráttar- lausa niðurstöðu og góða þátttöku til marks um þann gríðarlega ein- hug sem ríki meðal tónlistarkenn- ara. ■ ■ -.-♦.. TölvuMyndir og Maritech sameinast: Stærstir í heimi SAMEININC Með sameiningu Tölvu- Mynda og norska félagsins Maritech, undir nafni þess síðar- nefnda, verður til stærsta hug- búnaðarfyrirtæki á sjávarútvegs- sviði í heiminum. Félagið starfar á mörkuðum á íslandi, í Noregi og Norður-Ameríku og er reiknað er með tæplega tveggja milljarða króna veltu á þessu ári. „Við bjóðum heildarupplýsing- arkerfi fyrir sjávarútveginn sem nær utan um veiði, kvótamál, vinnslu, gæðamál, sölu, rekjan- leika afurða og fleira," segir Hall- dór Lúðvígsson, forstjóri Maritech. Að hans sögn eru vonir bundnar við samstarf við Marel sem beinir tækjabúnaði sínum inn á sömu markaði og Maritech. Á meðal viðskiptavina Maritech eru Grandi, ÚA, SÍF, American Seafood, Coldwater og Fjord Seafood. ■ Smáralind tilbúin að utan: 1.300 manns á sólarhringsvöktum viðskipti Ytra útlit hússins er komið í endanlegt horf og verið er að leggja lokahönd á lóðafrá- gang,“ sagði Sveinn Jónsson, byggingarstjóri Smáralindar, en fimm dagar eru í opnun verslun- armiðstöð Smáralindar. Sveinn sagði um 1300 manns að störfum og að unnið væri allan sólarhring- inn. „Menn eru að setja upp ljósa- perur, planta trjám, tengja raf- magn og allt þar á milli." Sveinn sagði þá leigutaka sem búnir væru að fá afhent fullkláruð rými vera að raða inn vörum sínum. í kringum sjötíu verslanir og þjónustuaðilar munu opna í Smáralind 10. október sem vígð verður með fimm daga opnunar- hátíð. Sveinn sagði alla leggjast á eitt að klára í tíma og væri ekki annað fyrirsjáanlegt en að það myndi takast. ■ FULLFRÁGENGIÐ Enn er unnið við lóðina en verslanamið- stöðin í Smáralind er komin ( sitt endan- lega horf. Hún verður opnuð á miðviku- dag. VERKTAKAR Skipulagi í Crafarholti verður ekki breytt þótt verktakar hafi greitt of mikið fyrir lóðirnar. Ekki hægt að breyta borg, þótt menn kunni ekki að fara með fé Skipulagsstjóri um umkvartanir byggingaraðila vegna Grafarholtshverfisins. „Verktakar voru allt of bjartsýnir/' segir Þorvaldur Þorvaldsson. BYGCINAFRAMKVÆMPIR „Verktak- arnir voru allt of bjartsýnir og greiddu of mikið fyrir lóðirnar," segir Þorvaldur Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkurborg- ar. „Við getum ekki breytt borg þótt menn kunni ekki að fara með sitt fé. Stundum verða menn að fá að fara á hausinn." Sala á eignum í Grafarholti hefur gengið mun hægar heldur en gert var ráð fyr- ir í upphafi. Lóðir hafa verið dýr- ar og á það, ásamt háum bygg- ingakostnaði, stóran þátt í því að íbúðaverð á svæðinu er hátt. Auk þess eru fáar íbúðir skipulagðar á hverja lóð. Að sögn Franz Jezorski, fasteignasala þurfa borgaryfirvöld að skoða málin fyrir þá sem eru með lóðir í Graf- arholti og breyta skipulaginu. Byggja verði fleiri íbúðir og nýta lóðirnar betur. „Ef illa gengur að selja í ákveðnu hverfi vegna skipulagsins, þá verður að breyta því og aðlaga það að markaðnum," segir Franz. „Það þarf að fá nýja verktaka sem gera þetta vel,“ seg- ir Þorvaldur. Hann segist vissu- lega hafa heyrt að bygginaraðilar eigi í vandræðum, en engar form- legar kvartanir hafi borist. Hann segir að ekki standi til að fjölga íbúðum í Grafarholti. „Það er hugsun á bak við skipulagið," seg- ir Þorvaldur. „íbúðafjöldinn er ná- kvæmlega það sem er eðlilegt til að gefa góðan bakgrunn fyrir sjálfbært hverfi, með verslun og einum skóla." Hverfið hafi einnig verið skipulagt með það í huga að byggðin laðaði að sér þá sem vildu búa í sérbýli, en á sama tíma njóta þeirrar hagkvæmni sem felst í því að búa í fjölbýli. Það er ein af þeim ástæðum að lögð var áhersla á það, að íbúðirnar væru stórar. Umhverfið hafi einnig verið skipulagt út frá sömu forsendum og stutt sé í alla þjónustu og skóla. „I skipulaginu er gert ráð fyrir því að hver lóð beri ákveðin fjölda íbúða, og því má ekki fjölga þeim,“ segir Þorvaldur. „Það er þó ekkert sem stendur í vegi fyrir því að byggðar séu minni íbúðir en gert var ráð fyrir." ■ Þingflokkur Framsóknar: 7 af 12 kusu Kristin H. alþingi Kristinn H. Gunnarsson var á mánudag endurkjörinn formaður þingflokks framsóknarmanna með sjö atkvæðum af tólf. Þetta stað- festu tveir heimildarmenn Frétta- blaðsins. Hjálmar Árnason hlaut mun betri kosningu til varafor- mennsku. Að sögn heimildamann- anna er ástæða hinnar naumu kosn- ingar Kristins ekki umdeild afstaða hans í sjávarútvegsmálum heldur eru menn fyrst og fremst ekki sátt- ir við stjórn hans á þingflokknum. Kristinn vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann sagði kosningu formanns vera leynilega og atkvæðatölur ekki gefnar upp. ■ VILHELM ÞORSTEINSSON VIÐ BRYCGJU Góð síldveiði við Vestirði: Verð mun hærra en venjulega SJÁVA.RÚTVEGUR Góð síldveiði er á Halamiðum skammt út af Vest- fjörðum þessa dagana. Síldin sem hefur verið að veiðast er stór og menn að fá mun hærra verð fyrir hana en verið hefur, 17-21 kr/kg í stað 8 kr/kg í fyrra. Nokkur skip eru á Halamiðum við síldveiðar og hafa þau verið að veiða innan um togara á bolfiskveiðum. Skipin hafa verið að fá á annað hundrað tonn af síld í sumum köstum en Halamið hafa hingað til ekki verið þekkt fyr- ir að gefa mikla síld af sér. Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelmi Þorsteinssyni EA, vildi þó ekki gera mikið úr veiðinni að undanförnu og sagði að þrátt fyrir að hafa verið viku á miðunum hefði hann fyrst verið að fá eitthvað í fyrrinótt og þá aðeins nokkur tonn eins og hann kallaði það. Hann vildi reyndar hvorki gefa upp hversu mikið hefði veiðst né hvaða verð hann byggist við að fá fyrir þetta annað en að segja að þetta væri góð síld. Sagði þó að sér þætti lítið til koma þegar menn væru að segja að vel veiddist þegar næðust kannski 150 tonn á nóttu, það hefði þótt lítið hér áður fyrr. Síldarvertíðin hefur farið vel af stað víðar og hjá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað hefur hefur verið nóg að gera þrátt fyrir að nokkurra daga bræla hafi sett strik í reikn- inginn Það sem af er vertíð hafa borist 2.500 tonn tonn á land hjá Síldarvinnslunni. ■ TOLVUSTYRÐ LYFJASKÖMMTUN -ÓDÝR, ÖRUGG OG ÞÆGILEG- NAFN INNÍHALD INNTÖKUTÍMI DAGS. ? i NÁNARI UPPLÝSINGAR i LYF & HEILSU Verðbréfamarkaðurinn að taka við sér á ný: Methækkun úrvalsvísitölu markaður Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 6,11%, fór í 1.076 stig, sem er mesta hækkun á einum degi frá upphafi. Bankarnir hækkuðu mest, Landsbankinn um 11,1%, ís- landsbanki 7% og Búnaðarbankinn 6,1%. Mikil hækkun vísitölunnar skýrist að miklu leyti af rúmlega 40% vægi bankastofnana innan hennar, en talið er að skattabreyt- ingar stjórnvalda hafi hvað já- kvæðust áhrif á bankana. „Niðurfelling verðbreytinga- færslunnar kemur fjármálafyrir- tækjum til góða en hefur til dæmis neikvæð áhrif á sjávarútvegsfyrir- tæki. Þetta vegur því upp á móti já- KARLSDÓTTIR Áhrif breytinganna mismunandi eftir fyrirtækjum. ALMAR GUÐ- MUNDSSON 18% hagnaðar á næsta ári til Geirs H. Haarde miðað við 30% áður. kvæðra áhrifa skattalækkunarinn- ar á sjávarútvegsfyrirtæki. Annars vegar þarf að skoða áhrif á niður- stöðutölur í uppgjörum og hins veg- ar raunveruleg áhrif á sjóðs- streymi fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson hjá Islandsbanka. Á heildina litið sé almenn hækkun hins vegar skiljanleg vegna auk- inna væntinga fjárfesta um hagnað fyrirtækja. Edda Rós Karlsdóttir hjá Búnaðarbanka segir að nokkuð komi á óvart að velflest félög hafi hækkað þrátt fyrir að áhrif skatta- breytingar á mismunandi fyrirtæki séu óljós. Þá sé hækkun félaga sem fá mest af sínum tekjum úr erlend- um dótturfélögum athyglisverð í ljósi þess að þar séu áhrif skatta- lækkunar ekki sjálfgefin. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.