Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ n Giuliani, borgarstión New York: Mun ekki sitja þriðja kjörtímabilið NEW york.ap Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, ætlar ekki að sitja þriðja kjörtímabilið við völd þrátt fyrir fjölmargar áskoranir af hálfu borgarbúa. Hann hefur hins vegar boðist til þess að sitja þremur mánuðum lengur í embætti en hann var kos- inn til að gera. „Fólk grátbað mig um að vera áfram. En nú veit ég ástæðuna fyrir því. Það var hræðs- la,“ sagði Giuliani í sjónvarpsþætti Larry King á CNN. ■ ÞINGMENN RÍFAST Umræður á þingi geta oft orðið ansi heitar. Samkvæmt rannsókninni hafa rifrildi manna um stjórnmál skaðleg áhrif á stjórnkerfi Bandaríkjanna. Bandarísk rannsókn: Rifrildi stjórnmála- sérfræðinga skaðleg stjórnmál Stjórnmálaumræður í sjónvarpi þar sem gestirnir hækka róminn og grípa hver fram í fyrir öðrum hafa slæmar afleiðingar fyrir stjórnmála- kerfi Bandaríkjanna. Þetta kem- ur fram í nýlegri rannsókn sem birt var á árlegum fundi Banda- rísku stjórnmálafræðisamtak- anna. í rannsókninni voru áhorf- endur látnir horfa á tilbúinn spjallþátt í sjónvarpi með stjórnmálaumræðum þar sem gestirnir rifust mikið og voru dónalegir. Kom í ljós að viðbrögð áhorfendanna við þættinum leid- du af sér neikvæða afstöðu gagnvart bandaríska þinginu, stjórnmálamönnum og meira að segja öllu stjórnmálakerfi lands- ins. Slík viðbrögð var hins vegar ekki að finna hjá þeirn áhorfend- um sem látnir voru horfa á spjallþátt þar sem umræðurnar voru á rólegu nótunum. Þeir sem horfðu á fyrri spjallþáttinn áttu auk þess erfiðara með að muna þau rök sem borin voru fram í þættinum sem studdu afstöðu þeirra til ákveðinna málefna. ■ LAUGARDALSHÖLL 5. - 7. OKTÓBER 2001 r erða-og ú fjölsky rivisrarsýning Idunnar 60 bosr úrbúnu jeppar landsins og einn uppi í srúku! Fylgsru moö leiknum: 4 í bíl í 44 ríma á Bylgjurtni 98.9 Fyriplesrrar og myndasýningar alla helgina. Eitrhvað fyrir alla í öölskyldunni! Þraurabraur fyrir krakka Hjalri Úrsus og Andrés Guðniudsson Krakka kassabílar Rarieikur meö Terra Sigæfingar fyrir krakka Slysavarnarrélagiö Landsbjörg IVIagnús Ver reynir viö heimsmer /Xögöngumiöi gildir sem happadrærrismiöi Meira aö segja mamma skemmrir sér!!! OPNUNARTIMI Föstudag 19-22 • Laugardag 10-22 • Sunnudag 10 - 20 Miðaverð kr. 750 frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.