Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifíng: Þverholti 9, 105 Reykjavik Aðalsimi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar: kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: 583 millj- ónir til 65 sveitarfé- laga SVEITARFélöc Páll Pétursson, fé- lagsmálaráðherra, hefur fallist á tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga um að úthluta 583 milljónum króna úr sjóðnum til að jafna tekjur á milli sveitar- félaga. Alls fá 65 sveitarfélög framlög úr sjóðnum að þessu sinni. Sú breyting hefur átt sér stað á útreikningi framlaganna í ár frá fyrri tímum að framlögum til einstakra sveitarfélaga um jöfnun tekjutaps vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti er bætt við heildartekjur sveitarfélaga áður en hámarkstekjur á íbúa í sveitarfélagi eru reiknaðar út. ■ HÆSTU FRAMLÖC ÚR JÖFNUNARSJÓDI Akureyri 63.235.281 Skagafjörður 42.641.118 Eyjafjarðarsveit 35.434.798 Dalvíkurbyggð 34.239.527 Hrunamannahreppur 26.716.102 Hveragerði 25.475.775 Gerðahreppur 24.485.777 Norður-Hérað 19.424.308 Austur-Hérað 18.861.404 Eyrarsveit 17.899.227 ÖRYGGISKERFI ÍQI Raflagnir íslands Sími 511 1122 Sea Shepard gœlusamtök í Bandaríkjunum „Veita Paul Watson stuðn- ing og skjól" Oalfur Hannibalsson blaðamað- ur ritar snjalla grein í Morg- unblaðið í gær. Þar hvetur hann íslensk stjórnvöld til að gera þá lágmarkskröfu að Bandaríkja- + stjórn afnemi fríð- indi sem samtökin Sea Shepard njóta. Samtökin eru skráð sem góð- gerðarsamtök með viðurkenningu bandarískra stjórnvalda og eru sem slík und- anþegin skattgreiðslum og fram- lög til þeirra frádráttarbær frá skatti. Paul Watson, forystumaður samtakanna, er útilokaður frá landvist í öllum Evropulöndum eftir aðild sína að skemmdarverk- um á hvalbátum í Hvalfirði 1986. í sömu atlögu var tveimur hvalbát- um sökkt í Reykjavíkurhöfn. Það er ljóst að Bandaríkjastjórn veitir þessum hryðjuverkasamtökum, „stuðning og skjól“, en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skuldbatt öll aðildarríki samtakanna í síðustu viku til að gera það ekki. Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, staðhæfir að hryðjuverkanet Osama Bin Ladens hafi verið starfrækt í 50 - 60 löndum. Af því að dæma verða ríkis- stjórnir um allan heim að líta yfir sinn heimavöll og hætta að sýna lögbrjótum og ofstækisfólki, sem nýtir sér mál- og ritfrelsi til þess að ýta undir og framkvæma ÍVLál...manna Einar Karl Haraldsson tekur undir með Ólafi Hannibalssyni óhæfuverk, umbyrðarlyndi og óbeinan stuðning. Athyglin hefur í þessu sambandi ekki síður beinst að ýmsum svokölluðum góðgerð- arsamtökum í löndum múslima. Þau hafa komist upp með að grafa undan frjálslyndum stjórnvöldum í eigin löndum og í öðrum löndum þar sem eru stórir hópar múslím- skra innflytjenda. Það er gert með því að skilyrða fjárstuðning og gjafir til þurfandi þannig, að við- takendur taki upp lifnaðarhætti ofsatrúarfólks, aðskilnað kynja, klæðaburð strangtrúaðra, og hlíti boðvaldi trúarleiðtoga en ekki landslögum. í Danmörku og Bret- landi t.d. hefur það verið látið gott heita að áhangendur ofsatrúar- hópa lýsi stuðningi við dauða- dóma sem múslímskir trúarleið- togar hafa kveðið upp yfir t.d. rit- höfundum á Vesturlöndum. Ekki meir, ekki meir. ■ FISKVINNSLUNEFNDIN Gámafiskurinn hefur iðulega verið kallaður „sparibaukurinn" af sjómönnum vegna þess að hann hefur gefið þeim meira i aðra hönd en afli sem fer til vinnslu innanlands. Andstaða við lögþvingaða ráð- stöfun á gámafiski Sjómenn og útvegsmenn sammála. Fiskvinnslunefnd leggur til að vinnslan fái að bjóða í gámafisk til jafns við erlenda kaupendur. Um 32 þúsund tonn af botnfiski fluttur óunninn út á ári. SJÁvarútvegur Bæði útvegsmenn og sjómenn leggjast gegn þeirri tillögu að áður en ísvarinn heill fiskur er settur í gáma til út- flutnings á erlenda fiskmarkaði skuli hann boðinn til sölu á ís- lenskum fiskmörkuðum. Þessi tillaga er meðal þess sem nefnd um framtíðarmöguleika fisk- vinnslunnar hefur lagt til í því skyni að auka framboð af fiski til innlendrar vinnslu. Friðrik Arn- gnmsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að það sé út úr öllu korti að ætla að lögþvinga menn í þessum efnum sem jafnvel get- ur leitt til þess að menn fái lægra verð fyrir aflann en ella. Hann segir að ef vinnslan geti boðið samkeppnishæft verð í gáma- fiskinn þá hafi hún alla mögu- leika til að gera það að óbreyttu. Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins segir að tilgangurinn með þessari tillögu sé að reyna að stöðva gámaút- flutninginn. Nær væri ef nefndin hefði lagt til að allur fiskur færi á markað. í tillögum nefndarinnar kem- ur m.a. fram að 7% botnfiskafl- ans, eða 32 þúsund tonn fara ár- lega óunninn á erlenda markaði og kemur því ekki til vinnslu hérlendis. Einar K. Guðfinnsson formaður fiskvinnslunefndar- innar segir að með þessari gáma- tillögu felist ekki brot á viður- kenndum reglum um milliríkja- viðskipti. Það sé vegna þess að tryggt verði að vinnslan og fisk- kaupendur erlendis geti keypt fiskinn gegnum íslenska fisk- markaði á grundvelli nútíma fjarskiptatækni. Þess utan gæti þetta stuðlað að hönnun og sölu á íslenskum hugbúnaði á þessu sviði til fiskkaupenda. Hann segir eðlilegt að slík breyting verði í áföngum og fyrsta skrefið í því væri að koma á fót almennri tilkynningaskyldu sem allar útgerðir sem flytja út óunnið hráefni verða að hlíta. Það felst m.a. í því að þær til- kynni með formlegum hætti um áformaðan útflutning svo vinnsl- an hafi kost á að bjóða í aflann til jafns við erlenda kaupendur. grh@frettabladid.is Vandamál á Hawai: Koffín notað til að drepa froska HONOLÚLÚ.AP Umhverfisverndar- stofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt að notað verði koffín til að drepa agnarsmáa trjáfroska frá Karabíska hafinu sem fjölgað hefur gífurlega undanfarið á Hawai. Froskarnir, sem eru að- eins 1,5 cm langir, eru þekktir fyr- ir hávaðasöm mökunaróp sín. Það var landbúnaðarráðuneyti lands- ins sem óskaði eftir undanþágu frá lögum til að hægt væri að úða koffeini, sem veldur hjartabilun í froskunum, yfir íverustaði þeirra til að halda fjölda þeirra í skefj- um. ■ ] LÖGREGLUFRÉTTIR~~| Tveir menn voru handteknir í gær, grunaður um að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði á Miklubraut Hafði verið tilkynnt um innbrotið og bárust böndin fljótlega að nágranna íbúðareig- andans. Við nánari eftirgrennslan fundust munirnir sem teknir höfðu verið úr íbúðinni. Að auki fundust fleiri munir sem talið er að séu úr öðrum innbrotum. —#— Tilkynnt var um fimm innbrot í bifreiðar í gær. Fjögur voru framin á Reykjavíkurflugvelli. Höfðu rúður verið brotnar í bif- reiðunum en ekki hægt að sjá að nokkru hefði verið stolið. Þá var brotin rúða í bifreið við Háskóla- bíó en engu stolið. —*—. veir menn voru teknir fyrir ölvunarakstur í gær. í öðru tilfellinu hafði ökumaður ekið á staur á Sæbrautinni. Hlupu tveir menn, sem í bifreiðinni voru, á brott og náðist annar þeirra í garði rétt hjá vettvanginum. Ekki var vitað hvort um ökumann eða farþega var að ræða en að sögn lögreglunnar ætti það að upplýs- ast fljótlega. O 1 9 1 8.000 verslamr = 1 - -- - ægra verð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.